Umhverfismál

Fréttamynd

Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað

Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar.

Innlent
Fréttamynd

Akur­eyringur, kauptu metan­bíl!

Ég á heima á Akureyri. Ég keypti nýjan bíl um daginn. Ég valdi bensínbíl. En auk þess að ganga fyrir venjulegu bensíni getur hann líka notað „sérstakt“ bensín sem kostar ekki nema 150kr og er umhverfisvænt.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga

„Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði

Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út.

Innlent
Fréttamynd

Segja vísindarök skorta og tómt rugl að moka ofan í skurðina

Verulegar efasemdir eru í röðum bænda um gagnsemi þess að endurheimta votlendi og vísindarök sögð skorta. Bændurnir á Syðri-Fljótum í Meðallandi segja að framræsla lands með skurðgreftri geri sveitina byggilega og það að moka oní skurðina sé tómt rugl.

Innlent
Fréttamynd

Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri

Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs.

Innlent