Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2021 19:27 Hámarksrennsli við Sveinstind er lægra en í síðustu hlaupum. Vísir/RAX Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Skaftá og Skaftárjökul í dag þar sem hann tók myndirnar og myndbandið sem sjá má hér í fréttinni. Þar má glögglega sjá kraftinn í hlaupinu. Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að búist væri að hlaupvatnið gæti náð byggð síðla dags á morgun eða fimmtudagsmorgun. Ekki er þó talið líklegt að mannvirki séu í hættu, önnur en vegir sem liggja á svæðinu í grennd við Skaftá. Krafturinn er töluverðurVísir/RAX Eins og sést glögglega er töluvert rennsli í Skaftá en áætlað er að um 75 gígalítrar af hlaupvatni hafi komið fram við Sveinstind á fyrsta sólarhringi hlaupsins. Mælieiningin gígalíter er teningur sem er 100 metrar á kant, eða það sama og ein milljón rúmmetra af vatni, eða einn milljarður lítra. Til samanburðar þarf um eitt þúsund rúmmetra af vatni til að fylla Laugardalsslaugina. Vegurinn í Skaftárdal er farinn í sundur eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Skaftá er þegar byrjuð að flæða yfir vegi.Vísir/RAX Fyrr í dag sýndi vatnshæðamælirinn við Eldvatn rennsli upp á rúma 560m3/sek. Það sama gildir um rennsli við Sveinstind sem mælist áfram rétt undir 1.500m3/sek. Mælingar gefa til kynna að heildarrúmmál eystri ketilsins hafi verið um 260 gígalítrar áður en hljóp úr honum. Það má því áætla að aðeins um 1/3 heildarrúmmáls hlaupvatnsins sé nú þegar kominn fram við Sveinstind. Ketilinn hefur sigið eins og sést glögglega hér.Vísir/RAX Hámarksrennsli við Sveinstind er lægra en í síðustu hlaupum úr eystri katlinum svo ætla má að núverandi hlaup komi til með að vara lengur. Hlaup sem varir lengur, ásamt hárri vatnsstöðu í upphafi hlaups, getur orsakað meiri útbreiðslu hlaupvatns í byggð, að því er segir í færslu á vef Veðurstofunnar. Mesti hamagangurinn í dag var við brýrnar yfir í Skaftárdal, efstu jörðina í Skaftártungu, þar sem flætt hefur yfir veginn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fyrr í dag sýndi vatnshæðamælirinn við Eldvatn rennsli upp án 560m3/sek.Visir/RAX Skaftáin breiðir úr sér.Visir/RAX Mikið rennsli er í ánni.Vísir/RAX Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Umhverfismál Samgöngur Tengdar fréttir Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19 Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01 Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Skaftá og Skaftárjökul í dag þar sem hann tók myndirnar og myndbandið sem sjá má hér í fréttinni. Þar má glögglega sjá kraftinn í hlaupinu. Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að búist væri að hlaupvatnið gæti náð byggð síðla dags á morgun eða fimmtudagsmorgun. Ekki er þó talið líklegt að mannvirki séu í hættu, önnur en vegir sem liggja á svæðinu í grennd við Skaftá. Krafturinn er töluverðurVísir/RAX Eins og sést glögglega er töluvert rennsli í Skaftá en áætlað er að um 75 gígalítrar af hlaupvatni hafi komið fram við Sveinstind á fyrsta sólarhringi hlaupsins. Mælieiningin gígalíter er teningur sem er 100 metrar á kant, eða það sama og ein milljón rúmmetra af vatni, eða einn milljarður lítra. Til samanburðar þarf um eitt þúsund rúmmetra af vatni til að fylla Laugardalsslaugina. Vegurinn í Skaftárdal er farinn í sundur eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Skaftá er þegar byrjuð að flæða yfir vegi.Vísir/RAX Fyrr í dag sýndi vatnshæðamælirinn við Eldvatn rennsli upp á rúma 560m3/sek. Það sama gildir um rennsli við Sveinstind sem mælist áfram rétt undir 1.500m3/sek. Mælingar gefa til kynna að heildarrúmmál eystri ketilsins hafi verið um 260 gígalítrar áður en hljóp úr honum. Það má því áætla að aðeins um 1/3 heildarrúmmáls hlaupvatnsins sé nú þegar kominn fram við Sveinstind. Ketilinn hefur sigið eins og sést glögglega hér.Vísir/RAX Hámarksrennsli við Sveinstind er lægra en í síðustu hlaupum úr eystri katlinum svo ætla má að núverandi hlaup komi til með að vara lengur. Hlaup sem varir lengur, ásamt hárri vatnsstöðu í upphafi hlaups, getur orsakað meiri útbreiðslu hlaupvatns í byggð, að því er segir í færslu á vef Veðurstofunnar. Mesti hamagangurinn í dag var við brýrnar yfir í Skaftárdal, efstu jörðina í Skaftártungu, þar sem flætt hefur yfir veginn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fyrr í dag sýndi vatnshæðamælirinn við Eldvatn rennsli upp án 560m3/sek.Visir/RAX Skaftáin breiðir úr sér.Visir/RAX Mikið rennsli er í ánni.Vísir/RAX
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Umhverfismál Samgöngur Tengdar fréttir Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19 Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01 Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19
Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01
Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51