Hvað á að gera við ónýtar rafhlöður úr rafmagnsbílum? Aðalheiður V. Jacobsen og Hafdís Jónsdóttir skrifa 8. september 2021 14:01 Árið 2012 var fjöldi nýskráðra rafmagnsbíla 32 samanber 2.925 árið 2020 sem er um 20% af nýskráðum bifreiða á landinu það árið. Ljóst er að þeim mun eingöngu fjölga þar sem áætlað er að Ísland verði að fullu raforkuvætt við orkuskiptin um 2030. Við venjulegar akstursaðstæður geta rafhlöður í rafmagnsbílum enst í 8-10 ár áður en þarf að skipta um þær, en ef rafmagnsbíll lendir í tjóni og rafhlaðan skemmist þannig að ekki er hægt að endurnýta hana, þá þarf að meðhöndla hana með réttum hætti. Við horfum fram á að samhliða aukinni framleiðslu og notkun rafmagnsbíla verður að tryggja örugga meðhöndlun rafhlaðna þeirra eftir að notkun lýkur. Þessi staðreynd varð til þess að verkefni á vegum rannsóknar- og þróunarstofnunarinnar Chalmers Industriteknik í Gautaborg, Svíþjóð var sett á laggirnar með styrk frá Nordic Innovation, til að skoða hvernig hægt er að bæta ferlið við meðhöndlun á rafhlöðum úr rafmagnsbílum. Verkefnið, sem nefnist PROACTIVE fór í gang í ágúst árið 2020 og því lýkur í ágúst árið 2022. Markmið verkefnisins er að setja upp skilvirkt og öruggt ferli fyrir rétta meðhöndlun á endurhlaðanlegum rafhlöðum (Li-Ion batterí = liþíum batterí) í rafmagnsbifreiðum á Norðurlöndum, með áherslu á þessi þrjú lönd: Ísland, Færeyjar og Grænland. Umfang þessa verkefnis mun fela í sér söfnun, pökkun og formeðhöndlun rafhlaðna úr rafmagnsbílum, þróun leiðbeininga fyrir þá vinnu og þjálfun fyrir aðila sem standa að ferlinu. Langtímamarkmið þessa verkefnis tengist orkuskiptum í bílaiðnaðinum og að gera alla meðhöndlun rafmagnsbílabattería sjálfbæra áður en orkuskiptin verða. Níu aðilar koma að PROACTIVE verkefninu og þar af eru tveir þeirra frá Íslandi; Netpartarsem er umhverfisvæn endurvinnsla bifreiða og varahlutasala og Hringrás sem er endurvinnsluaðili fyrir brotajárn. Aðrir aðilar koma frá Færeyjum, Grænlandi, Danmörku og Svíþjóð en verkefnið er sem áður sagði stýrt af Chalmers Industriteknik. Verkferlar við meðhöndlun rafhlaðna nauðsynlegir Aðrir mikilvægir hagsmunaaðilar að meðhöndlun rafbattería eru bílaframleiðeindur og -innflutningsaðilar, slökkvilið, dráttarfyrirtæki, bifreiðaverkstæði, flutningafyrirtæki bæði innanlands og utan, sem og þau fyrirtæki sem myndu taka við rafhlöðunum á þeirra öðru lífsstigi til notkunar í önnur verkefni, t.d. ýmsar orkulausnir. Nokkur hætta er á skemmdum á háspennurafhlöðum við slys, sem fela í sér hækkandi hitastig í þeim og losun óæskilegra efnahvarfa í kjölfarið sem geta verið skaðleg bæði umhverfi og fólki. Slökkvilið þurfa því að hafa verkferla um mat á bifreið/rafhlöðu á slysstað, örugga meðhöndlun á staðnum og geta flutt bifreiðina með öruggum hætti frá slysstað. Að sama skapi þurfa allir aðrir aðilar sem höndla með slíkar rafhlöður að hljóta þjálfun í meðhöndlun þeirra. Nú þegar er hafin fræðsla og námskeið á vegum slökkviliðsteyma hér á landi Íslandi um það hvernig eigi að meðhöndla eld frá rafmagnsbílum og fram hefur komið að samstarf sé hafið á milli slökkviliða á Norðurlöndunum um hvernig sé best að slökkva eld í rafbílum. Eftirfarandi mynd sýnir með einföldum hætti núverandi og mögulegt meðhöndlunarferli rafhlaðna á Íslandi. Annað hlutverk rafhlaðna úr rafmagnsbílum Óskemmdar rafhlöður eiga enn eftir um 80% af orku eftir að þær hafa lokið getu sinni fyrir bílinn. Því er mikill áhugi innan landa að halda slíkum rafhlöðum heima fyrir þar sem þau geta skapað mikil verðmæti fyrir annarskonar notkun, eins og ýmiskonar orkulausnir; t.d. hleðslustöðvar eða sem stuðningur fyrir sólar- og vindorkugarða og fleira. Aukinn áhugi á slíkri notkun kallar á frekari rannsóknir á möguleikum þessara rafhlaðna sem og hverjir gætu meðhöndlað þær til frekari notkunar. Sértæk þekking og hugbúnaður þarf að vera til staðar til að geta bæði geymt þær með öruggum hætti sem og nýtt þau til annarra hlutverka. Einnig er nauðsynlegt að horfa til kostnaðar í kringum meðhöndlun sem og þróun á regluverki í kringum hana. Þá er samstarf á meðal aðila talið mikilvægt, t.d. endurvinnsluaðila og annarra sem fá slíkar rafhlöður í hendur, orkufyrirtæki, nýsköpunarfyrirtæki og jafnvel rannsóknaraðila í háskólum. Netpartar hefur tekið við aflóga bifreiðum til umhverfisvænnar endurvinnslu og endurnýtingar um árabil og hefur fjöldi rafmagnsbíla þeirra á meðal verið í hægri sókn. Hefur fyrirtækið núna í samstarfi við Icewind ákveðið að geyma án endurgjalds rafmagnsbílabatterí með öruggum hætti á meðan verið er að skoða reglu- og lagaumgjörð um meðhöndlum slíkra rafhlaðna hér á landi, en hingað til hefur vantað að finna þeim góðan samastað í regluverkinu. Þá hefur Icewind gert tilraunir með rafknúnar vindtúrbínur fyrir hleðslustöðvar, sumarbústaði og smábáta. PROACTIVE verkefninu er ætlað að styrkja uppbyggingu á iðnaðinum í kringum meðhöndlun á slíkum rafhlöðum á Norðurlöndunum og nýta þá þekkingu sem hlýst sem viðmið fyrir það sama í Evrópulöndunum. Verkefninu lýkur á næsta ári og mun hópurinn skila af sér leiðbeiningum að skilvirku og öruggu ferli við meðhöndlun bílarafbattería sem síðan væri hægt að aðlaga að aðstæðum í hverju landi fyrir sig. Aðalheiður V. Jacobsen, framkvæmdastjóri Netparta, umhverfisvænnar endurvinnslu bifreiða Hafdís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá rannsóknar- og þróunarstofnuninni Chalmers Industriteknik Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Árið 2012 var fjöldi nýskráðra rafmagnsbíla 32 samanber 2.925 árið 2020 sem er um 20% af nýskráðum bifreiða á landinu það árið. Ljóst er að þeim mun eingöngu fjölga þar sem áætlað er að Ísland verði að fullu raforkuvætt við orkuskiptin um 2030. Við venjulegar akstursaðstæður geta rafhlöður í rafmagnsbílum enst í 8-10 ár áður en þarf að skipta um þær, en ef rafmagnsbíll lendir í tjóni og rafhlaðan skemmist þannig að ekki er hægt að endurnýta hana, þá þarf að meðhöndla hana með réttum hætti. Við horfum fram á að samhliða aukinni framleiðslu og notkun rafmagnsbíla verður að tryggja örugga meðhöndlun rafhlaðna þeirra eftir að notkun lýkur. Þessi staðreynd varð til þess að verkefni á vegum rannsóknar- og þróunarstofnunarinnar Chalmers Industriteknik í Gautaborg, Svíþjóð var sett á laggirnar með styrk frá Nordic Innovation, til að skoða hvernig hægt er að bæta ferlið við meðhöndlun á rafhlöðum úr rafmagnsbílum. Verkefnið, sem nefnist PROACTIVE fór í gang í ágúst árið 2020 og því lýkur í ágúst árið 2022. Markmið verkefnisins er að setja upp skilvirkt og öruggt ferli fyrir rétta meðhöndlun á endurhlaðanlegum rafhlöðum (Li-Ion batterí = liþíum batterí) í rafmagnsbifreiðum á Norðurlöndum, með áherslu á þessi þrjú lönd: Ísland, Færeyjar og Grænland. Umfang þessa verkefnis mun fela í sér söfnun, pökkun og formeðhöndlun rafhlaðna úr rafmagnsbílum, þróun leiðbeininga fyrir þá vinnu og þjálfun fyrir aðila sem standa að ferlinu. Langtímamarkmið þessa verkefnis tengist orkuskiptum í bílaiðnaðinum og að gera alla meðhöndlun rafmagnsbílabattería sjálfbæra áður en orkuskiptin verða. Níu aðilar koma að PROACTIVE verkefninu og þar af eru tveir þeirra frá Íslandi; Netpartarsem er umhverfisvæn endurvinnsla bifreiða og varahlutasala og Hringrás sem er endurvinnsluaðili fyrir brotajárn. Aðrir aðilar koma frá Færeyjum, Grænlandi, Danmörku og Svíþjóð en verkefnið er sem áður sagði stýrt af Chalmers Industriteknik. Verkferlar við meðhöndlun rafhlaðna nauðsynlegir Aðrir mikilvægir hagsmunaaðilar að meðhöndlun rafbattería eru bílaframleiðeindur og -innflutningsaðilar, slökkvilið, dráttarfyrirtæki, bifreiðaverkstæði, flutningafyrirtæki bæði innanlands og utan, sem og þau fyrirtæki sem myndu taka við rafhlöðunum á þeirra öðru lífsstigi til notkunar í önnur verkefni, t.d. ýmsar orkulausnir. Nokkur hætta er á skemmdum á háspennurafhlöðum við slys, sem fela í sér hækkandi hitastig í þeim og losun óæskilegra efnahvarfa í kjölfarið sem geta verið skaðleg bæði umhverfi og fólki. Slökkvilið þurfa því að hafa verkferla um mat á bifreið/rafhlöðu á slysstað, örugga meðhöndlun á staðnum og geta flutt bifreiðina með öruggum hætti frá slysstað. Að sama skapi þurfa allir aðrir aðilar sem höndla með slíkar rafhlöður að hljóta þjálfun í meðhöndlun þeirra. Nú þegar er hafin fræðsla og námskeið á vegum slökkviliðsteyma hér á landi Íslandi um það hvernig eigi að meðhöndla eld frá rafmagnsbílum og fram hefur komið að samstarf sé hafið á milli slökkviliða á Norðurlöndunum um hvernig sé best að slökkva eld í rafbílum. Eftirfarandi mynd sýnir með einföldum hætti núverandi og mögulegt meðhöndlunarferli rafhlaðna á Íslandi. Annað hlutverk rafhlaðna úr rafmagnsbílum Óskemmdar rafhlöður eiga enn eftir um 80% af orku eftir að þær hafa lokið getu sinni fyrir bílinn. Því er mikill áhugi innan landa að halda slíkum rafhlöðum heima fyrir þar sem þau geta skapað mikil verðmæti fyrir annarskonar notkun, eins og ýmiskonar orkulausnir; t.d. hleðslustöðvar eða sem stuðningur fyrir sólar- og vindorkugarða og fleira. Aukinn áhugi á slíkri notkun kallar á frekari rannsóknir á möguleikum þessara rafhlaðna sem og hverjir gætu meðhöndlað þær til frekari notkunar. Sértæk þekking og hugbúnaður þarf að vera til staðar til að geta bæði geymt þær með öruggum hætti sem og nýtt þau til annarra hlutverka. Einnig er nauðsynlegt að horfa til kostnaðar í kringum meðhöndlun sem og þróun á regluverki í kringum hana. Þá er samstarf á meðal aðila talið mikilvægt, t.d. endurvinnsluaðila og annarra sem fá slíkar rafhlöður í hendur, orkufyrirtæki, nýsköpunarfyrirtæki og jafnvel rannsóknaraðila í háskólum. Netpartar hefur tekið við aflóga bifreiðum til umhverfisvænnar endurvinnslu og endurnýtingar um árabil og hefur fjöldi rafmagnsbíla þeirra á meðal verið í hægri sókn. Hefur fyrirtækið núna í samstarfi við Icewind ákveðið að geyma án endurgjalds rafmagnsbílabatterí með öruggum hætti á meðan verið er að skoða reglu- og lagaumgjörð um meðhöndlum slíkra rafhlaðna hér á landi, en hingað til hefur vantað að finna þeim góðan samastað í regluverkinu. Þá hefur Icewind gert tilraunir með rafknúnar vindtúrbínur fyrir hleðslustöðvar, sumarbústaði og smábáta. PROACTIVE verkefninu er ætlað að styrkja uppbyggingu á iðnaðinum í kringum meðhöndlun á slíkum rafhlöðum á Norðurlöndunum og nýta þá þekkingu sem hlýst sem viðmið fyrir það sama í Evrópulöndunum. Verkefninu lýkur á næsta ári og mun hópurinn skila af sér leiðbeiningum að skilvirku og öruggu ferli við meðhöndlun bílarafbattería sem síðan væri hægt að aðlaga að aðstæðum í hverju landi fyrir sig. Aðalheiður V. Jacobsen, framkvæmdastjóri Netparta, umhverfisvænnar endurvinnslu bifreiða Hafdís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá rannsóknar- og þróunarstofnuninni Chalmers Industriteknik
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun