Pólitískur skrípaleikur komi í veg fyrir nýtingu umhverfisvænnar orku Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2021 21:00 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. Vísir Bæjarstjóri Ölfuss segir pólitískan skrípaleik koma í veg fyrir að ráðast megi í risastór atvinnuskapandi og loftslagsvæn verkefni. Ölfus sé eitt orkuríkasta sveitarfélag landsins en verndun lands komi í veg fyrir nýtingu á grænni orku. Á meðal atvinnuverkefna sem eru á teikniborði Ölfusar er umfangsmikið laxeldi á landi, gróðurhús, vetnisvinnsla og gagnaver. „Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að vera einhverskonar nýting á náttúruauðlindum. Og sú náttúruauðlind sem við eigum hvað erfiðast að komast í í dag er orka,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. „Og manni finnst það skjóta svolítið skökku við þegar við hér í einu orkuríkasta sveitarfélagi á landinu getum ekki þjónustað stórkostlega atvinnuuppbyggingu og umhverfisvæna matvælaframleiðslu af því það er búið að læsa þetta inni í einhverjum pólitískum skrípaleik,“ segir Elliði. Þar vísar hann í rammaáætlun sem kveður á um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir það fyrirkomulaga hafa gengið sér til húðar og standa þjóðinni fyrir þrifum við að nýta umhverfisvæna orku. „Og okkar stærsta framlag til umhverfismála getur einmitt orðið framleiðsla á umhverfisvænum matvælum. Að við nýtum okkar grænu orku til framleiðslu á matvælum og annarra umhverfisvænna þátta. Mín persónulega skoðun er sú að við erum kannski að læsast inni í einhverjum landverndar þáttum. En landvernd er bara ein hlið á þeim teningi sem umhverfismál eru. Við verðum að taka loftslagsmálin langt um meira alvarlega, samhliða landverndinni, og tryggja að við höfum aðgengi að þessari grænu orku.“ Uppsett afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 Megawott. Elliði segir orkuþörf þessara verkefna nema einni og hálfri Kárahnjúkavirkjun, eða rúmlega þúsund megawött. Til samanburðar er Hellisheiðarvirkjun 303 megawött. Orkufrekast af þessum verkefnum yrði vinnsla vetnis. „Og framleiðsla á vetni getur orðið til þess að við getum ráðist í orkuskipti á flotanum okkar. En ég held að við sjáum það ef við lítum í eigin barm, að loftslagsmálin eru þannig að mengandi kolaver í Póllandi, eða mengandi iðnaður í Kína, hann bitnar ekkert á þeim þjóðum umfram okkur. Við sem mannkyn verðum að standa saman í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það gerum við með því að nýta íslenska orku langt umfram það sem við erum að gera núna.“ Orkumál Ölfus Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Fiskeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Á meðal atvinnuverkefna sem eru á teikniborði Ölfusar er umfangsmikið laxeldi á landi, gróðurhús, vetnisvinnsla og gagnaver. „Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að vera einhverskonar nýting á náttúruauðlindum. Og sú náttúruauðlind sem við eigum hvað erfiðast að komast í í dag er orka,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. „Og manni finnst það skjóta svolítið skökku við þegar við hér í einu orkuríkasta sveitarfélagi á landinu getum ekki þjónustað stórkostlega atvinnuuppbyggingu og umhverfisvæna matvælaframleiðslu af því það er búið að læsa þetta inni í einhverjum pólitískum skrípaleik,“ segir Elliði. Þar vísar hann í rammaáætlun sem kveður á um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir það fyrirkomulaga hafa gengið sér til húðar og standa þjóðinni fyrir þrifum við að nýta umhverfisvæna orku. „Og okkar stærsta framlag til umhverfismála getur einmitt orðið framleiðsla á umhverfisvænum matvælum. Að við nýtum okkar grænu orku til framleiðslu á matvælum og annarra umhverfisvænna þátta. Mín persónulega skoðun er sú að við erum kannski að læsast inni í einhverjum landverndar þáttum. En landvernd er bara ein hlið á þeim teningi sem umhverfismál eru. Við verðum að taka loftslagsmálin langt um meira alvarlega, samhliða landverndinni, og tryggja að við höfum aðgengi að þessari grænu orku.“ Uppsett afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 Megawott. Elliði segir orkuþörf þessara verkefna nema einni og hálfri Kárahnjúkavirkjun, eða rúmlega þúsund megawött. Til samanburðar er Hellisheiðarvirkjun 303 megawött. Orkufrekast af þessum verkefnum yrði vinnsla vetnis. „Og framleiðsla á vetni getur orðið til þess að við getum ráðist í orkuskipti á flotanum okkar. En ég held að við sjáum það ef við lítum í eigin barm, að loftslagsmálin eru þannig að mengandi kolaver í Póllandi, eða mengandi iðnaður í Kína, hann bitnar ekkert á þeim þjóðum umfram okkur. Við sem mannkyn verðum að standa saman í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það gerum við með því að nýta íslenska orku langt umfram það sem við erum að gera núna.“
Orkumál Ölfus Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Fiskeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira