Umhverfisstofnun varar við áhrifum innkirtlatruflandi efna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2021 09:44 Munu sáðfrumur deyja út með notkun innkirtlatruflandi efna? Verða sáðfrumur í karlmönnum horfnar eftir 20 ár? spyr Umhverfisstofnun í tilkynningu á vefsíðu sinni þar sem fjallað er um innkirtlatruflandi efni í umhverfinu. „Vandamál tengd ófrjósemi hafa aukist síðastliðna áratugi og áætlað er að tíðni ófrjósemi meðal para sé að meðaltali 10-15% á heimsvísu. Rannsóknir sýna að meðalfjöldi sæðisfruma hjá karlmönnum hefur lækkað um 50-60% frá árinu 1973 til 2011 í Evrópu, Norður Ameríku og Ástralíu. Vísindamenn telja að fjöldi sæðisfruma hjá karlmönnum muni nálgast núll um 2045 haldi þessi þróun áfram,“ segir Umhverfisstofnun. Ein af ástæðum aukinnar ófrjósemi séu innkirtlatruflandi efni, sem finnast víða í daglegu umhverfi. Þau séu meðal annars notuð í þvottaefni, snyrtivörur, textíl, plast og raftæki. „Þekktustu innkirtlatruflandi efnin eru perflúoruð alkýlsúlfónöt (PFAS), bisfenól efnasambönd (t.d. BPA, BPS, BPF, o.fl.), þalöt, eldtefjandi efni sem innihalda halógena, díoxín, fjölklóruð bífenýl (PCB) og paraben,“ segir í tilkynningunni en mörg efnana séu þegar ýmist bönnuð hér á landi eða notkun þeirra háð takmörkunum. Innkirtlatruflandi efni geta verið afar skaðleg og meðal annars valdið óeðlilegum kynþroska, óreglulegum tíðahring, fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, legslímuflakki og fósturmissi. Þau brotni hægt niður eða alls ekki og safnist því upp í náttúrunni. „Rannsóknir á eiginleikum og váhrifum nýrra efna taka nokkurn tíma að gefa áreiðanlegar niðurstöður, sem leiðir til þess að stjórnvöld ná ekki að setja reglur til að takmarka eða banna framleiðslu og notkun þeirra nógu tímalega,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að um 10 milljónir nýrra efna bætist við flóruna á ári hverju. Ein leið til að forðast innkirtlatruflandi efni sé að velja vörur merktar Svansmerkinu eða Evrópublóminu og helst án ilmefna. Nánari upplýsingar má finna hér. Umhverfismál Frjósemi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
„Vandamál tengd ófrjósemi hafa aukist síðastliðna áratugi og áætlað er að tíðni ófrjósemi meðal para sé að meðaltali 10-15% á heimsvísu. Rannsóknir sýna að meðalfjöldi sæðisfruma hjá karlmönnum hefur lækkað um 50-60% frá árinu 1973 til 2011 í Evrópu, Norður Ameríku og Ástralíu. Vísindamenn telja að fjöldi sæðisfruma hjá karlmönnum muni nálgast núll um 2045 haldi þessi þróun áfram,“ segir Umhverfisstofnun. Ein af ástæðum aukinnar ófrjósemi séu innkirtlatruflandi efni, sem finnast víða í daglegu umhverfi. Þau séu meðal annars notuð í þvottaefni, snyrtivörur, textíl, plast og raftæki. „Þekktustu innkirtlatruflandi efnin eru perflúoruð alkýlsúlfónöt (PFAS), bisfenól efnasambönd (t.d. BPA, BPS, BPF, o.fl.), þalöt, eldtefjandi efni sem innihalda halógena, díoxín, fjölklóruð bífenýl (PCB) og paraben,“ segir í tilkynningunni en mörg efnana séu þegar ýmist bönnuð hér á landi eða notkun þeirra háð takmörkunum. Innkirtlatruflandi efni geta verið afar skaðleg og meðal annars valdið óeðlilegum kynþroska, óreglulegum tíðahring, fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, legslímuflakki og fósturmissi. Þau brotni hægt niður eða alls ekki og safnist því upp í náttúrunni. „Rannsóknir á eiginleikum og váhrifum nýrra efna taka nokkurn tíma að gefa áreiðanlegar niðurstöður, sem leiðir til þess að stjórnvöld ná ekki að setja reglur til að takmarka eða banna framleiðslu og notkun þeirra nógu tímalega,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að um 10 milljónir nýrra efna bætist við flóruna á ári hverju. Ein leið til að forðast innkirtlatruflandi efni sé að velja vörur merktar Svansmerkinu eða Evrópublóminu og helst án ilmefna. Nánari upplýsingar má finna hér.
Umhverfismál Frjósemi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira