Áskorun til Landgræðslunnar Björn Halldórsson skrifar 2. september 2021 14:30 Eftir fremur kalt vor hér á Norðausturlandi fram í júní, kom loksins hlýtt sumar. Eftir að hlýnaði varð nokkuð hvasst með suðlægum áttum og var þá varla hægt að hafa opna glugga vegna moldroks. Við sáum varla til Kópaskers, sem er í innan við 9 kílómetra fjarlægð. Landið fýkur burt. Þótt töluvert sé unnið að því að stöðva gróður-/og jarðvegseyðingu með áburði og grasfræi, þá er víða neyarástand og brýn þörf á mun fljótvirkari aðferðum. Á myndinni hér að neðan sést hvar síðustu jarðvegsleifarnar eru að fara með vatni og vindum frá börðunum þremur til hægri. Fyrir nokkrum árum handsáði ég lúpínufræum meðfram gilinu til vinstri á myndinni. Það eru þessir grænu hálfmánar sem sjást þarna í röð. Fullyrða má, að aðeins ein raunhæf leið sé til að mynda samfellda gróðurþekju á þessu svæði og það er að sá lúpínu í það allt. Sama má segja um mörg önnur svæði víða um land, þar sem tilbúinn áburður og grasfræ mega sín lítils og er auk þess of dýr aðferð. Þess vegna skora ég undirritaður hér með á Landgræðsluna að fullnýta afkastagetu sína til að framleiða eins mikið af lúpínufræi og hægt er. Þetta þolir enga bið, það er ekki hægt að fórna þúsundum hektara á þeim forsendum að lúpínan sé að eyðileggja líffræðilega fjölbreytni. Á svæðinu á myndinni væri nær að tala um líffræðilegt gjaldþrot og því ekki verið að eyðileggja neitt með lúpínusáningum. Nýlega birtist grein á vísi.is, þar sem greinarhöfundur hvatti lesendur til að treysta náttúrunni og átti þá líklega við að ekki ætti að grípa inn í atburðarásina t.d með því að sá utanaðkomandi plöntum. Varðandi svæðið á myndinni, getum við fullkomlega treyst eyðingaröflum náttúrunnar til að ljúka við eyðilegginguna. Ef ekki er gripið inn í verður þarna ekki annað en grjót og möl sem fýkur og sverfur steina. Vandamál sem upp hafa komið vegna lúpínusáninga tel ég lítilvæg samanborið við þann gríðarlega vanda að hafa hana ekki. Vissulega hafa orðið og eru að verða „umhverfisslys“ með ógætilegri notkun og dreifingu sumra plantna og má nefna kerfil, njóla, bjarnarkló og sjálfsagt fleiri í því sambandi. Þeim þurfum við að mínu mati að berjast gegn, en lúpínan gæti verið okkar áburðarverksmiðja og búið í haginn fyrir aðrar plöntur. Notum hana á stóru auðnirnar, annað er ekki raunhæft. Við, sem þjóð getum ekki búið við núverandi ástand margra landsvæða, það er til skammar. Er Ísland ekki ein stærsta uppspretta ryks í Evrópu? Að aflétta beit á illa förnum afréttum getur verið skref í rétta átt, en gefur okkur ekki gróður og jarðveg við erfiðustu aðstæðurnar. Þar er þörf á öflugum aðgerðum sem kalla mætti neyðaraðstoð. Jarðvegs og gróðurlaust land er líkt og sjúklingur sem misst hefur húðina af stórum svæðum. Undirritaður hefur stundað uppgræðslu lands í meira en hálfa öld með ýmsum aðferðum og þekkir enga plöntu aðra en lúpínu, sem gæti stöðvað jarðvegseyðingu á erfiðustu svæðum og jafnvel bjargað öðrum plöntum, sem leynast í eyimörkum landsins. Með kveðju og þakklæti fyrir aðstoð við uppgræðsluna, Höfundur er bóndi á Valþjófsstöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir fremur kalt vor hér á Norðausturlandi fram í júní, kom loksins hlýtt sumar. Eftir að hlýnaði varð nokkuð hvasst með suðlægum áttum og var þá varla hægt að hafa opna glugga vegna moldroks. Við sáum varla til Kópaskers, sem er í innan við 9 kílómetra fjarlægð. Landið fýkur burt. Þótt töluvert sé unnið að því að stöðva gróður-/og jarðvegseyðingu með áburði og grasfræi, þá er víða neyarástand og brýn þörf á mun fljótvirkari aðferðum. Á myndinni hér að neðan sést hvar síðustu jarðvegsleifarnar eru að fara með vatni og vindum frá börðunum þremur til hægri. Fyrir nokkrum árum handsáði ég lúpínufræum meðfram gilinu til vinstri á myndinni. Það eru þessir grænu hálfmánar sem sjást þarna í röð. Fullyrða má, að aðeins ein raunhæf leið sé til að mynda samfellda gróðurþekju á þessu svæði og það er að sá lúpínu í það allt. Sama má segja um mörg önnur svæði víða um land, þar sem tilbúinn áburður og grasfræ mega sín lítils og er auk þess of dýr aðferð. Þess vegna skora ég undirritaður hér með á Landgræðsluna að fullnýta afkastagetu sína til að framleiða eins mikið af lúpínufræi og hægt er. Þetta þolir enga bið, það er ekki hægt að fórna þúsundum hektara á þeim forsendum að lúpínan sé að eyðileggja líffræðilega fjölbreytni. Á svæðinu á myndinni væri nær að tala um líffræðilegt gjaldþrot og því ekki verið að eyðileggja neitt með lúpínusáningum. Nýlega birtist grein á vísi.is, þar sem greinarhöfundur hvatti lesendur til að treysta náttúrunni og átti þá líklega við að ekki ætti að grípa inn í atburðarásina t.d með því að sá utanaðkomandi plöntum. Varðandi svæðið á myndinni, getum við fullkomlega treyst eyðingaröflum náttúrunnar til að ljúka við eyðilegginguna. Ef ekki er gripið inn í verður þarna ekki annað en grjót og möl sem fýkur og sverfur steina. Vandamál sem upp hafa komið vegna lúpínusáninga tel ég lítilvæg samanborið við þann gríðarlega vanda að hafa hana ekki. Vissulega hafa orðið og eru að verða „umhverfisslys“ með ógætilegri notkun og dreifingu sumra plantna og má nefna kerfil, njóla, bjarnarkló og sjálfsagt fleiri í því sambandi. Þeim þurfum við að mínu mati að berjast gegn, en lúpínan gæti verið okkar áburðarverksmiðja og búið í haginn fyrir aðrar plöntur. Notum hana á stóru auðnirnar, annað er ekki raunhæft. Við, sem þjóð getum ekki búið við núverandi ástand margra landsvæða, það er til skammar. Er Ísland ekki ein stærsta uppspretta ryks í Evrópu? Að aflétta beit á illa förnum afréttum getur verið skref í rétta átt, en gefur okkur ekki gróður og jarðveg við erfiðustu aðstæðurnar. Þar er þörf á öflugum aðgerðum sem kalla mætti neyðaraðstoð. Jarðvegs og gróðurlaust land er líkt og sjúklingur sem misst hefur húðina af stórum svæðum. Undirritaður hefur stundað uppgræðslu lands í meira en hálfa öld með ýmsum aðferðum og þekkir enga plöntu aðra en lúpínu, sem gæti stöðvað jarðvegseyðingu á erfiðustu svæðum og jafnvel bjargað öðrum plöntum, sem leynast í eyimörkum landsins. Með kveðju og þakklæti fyrir aðstoð við uppgræðsluna, Höfundur er bóndi á Valþjófsstöðum.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun