Hótel á Íslandi

Fréttamynd

Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð.

Innlent
Fréttamynd

Slógu met á Norður­landi í júní

Metfjöldi skráðra gistinótta mældist á hótelum á Norðurlandi í júnímánuði. Nemur aukningin átta prósentum frá sama mánuði í fyrra og hefur nýting hótelherbergja ekki verið betri frá því mælingar hófust.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísböð og heitar laugar á lúxushóteli Hreiðars

Fyrirhugað hótel Hreiðars Hermannsonar á Orustustöðum í Skaftárhreppi verður með ísböðum og heitum laugum og tugkílómetra stígakerfi fyrir viðamikla afþreyingu. Enn ríkir þó óvissa um hvort leyfi fáist til að leggja varanlegan veg að hótelinu.

Innlent
Fréttamynd

Hreiðar hyggst setja hótelbyggingu á fullt

Hreiðar Hermannsson, eigandi Orustustaða í Skaftárhreppi, segir að framkvæmdir við tíu milljarða króna hótel á jörðinni fari núna fullt en hann hafði betur í dómsmáli um vegtengingu fyrir helgi. Hann vonast til að hótelið verði opnað eftir átján til tuttugu mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Hreiðar hafði betur í deilu um veg að Orustustöðum

Hreiðar Hermannsson, eigandi jarðarinnar Orustustaða í Skaftárhreppi, hafði betur í dómsmáli sem tveir eigendur nágrannajarðarinnar Hraunbóls/Sléttabóls 2 höfðuðu til að meina honum að nota og endurbæta vegslóða sem liggur að Orustustöðum um land Hraunbóls. Lögregla hefur ítrekað verið kölluð til vegna þessara nágrannadeilna og hafa þær sett áform Hreiðars um tíu milljarða króna hótelbyggingu í uppnám.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar kvarti en ferða­mönnum sé nokkuð sama

Hótelrekendur eru alsælir með sumarið fram að þessu og ánægðir með að hafa náð vopnum sínum á ný eftir erfiðan heimsfaraldur. Fjöldi gistinátta í maí sló öll fyrri met samkvæmt tölum Hagstofunnar og Hagfræðideild Landsbankans spáir því að fjöldi erlendra ferðamanna geti náð yfir 2,1 milljón í ár. Gangi sú spá eftir mun 2023 taka við af árinu 2019 sem næst stærsta ferðamannaár Íslandssögunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn

Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum.

Innlent
Fréttamynd

Lyk­il­stærð­ir í hót­el­geir­an­um að kom­ast í svip­að horf og fyr­ir faraldurinn

Í stórum dráttum eru helstu lykilstærðir í hótelgeiranum að komast í svipað horf og þær voru fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn. Dvalarlengdin er áþekk og verð í fyrrasumar, leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum, voru ekki fjarri því sem fyrir farsóttina einkum þegar leið á sumarið, að sögn formanns Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG).

Innherji
Fréttamynd

Eitt fínasta hótel borgarinnar komið í rekstur

Í Íslandi í dag var farið í heimsókn á Hótel Alþingi eins og hið nýja Parliament Hotel útleggst á íslensku. Eftir langt og strangt ferli er risið glæsilegt hótel á þessum sögufræga stað sem stílar á betur borgandi ferðamenn – og slær ekkert af í lúxus. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan.

Innlent
Fréttamynd

Örstutt í fimm stjörnu hótelin fyrir stórstjörnurnar

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er nú að taka þátt í uppbyggingu nýrra fjölbýlishúsa í Gufunesinu með fasteignaþróunarfélaginu Spildu þar sem Anna Sigríður Arnardóttir sér um val á arkitektum og hönnun og hefur yfirumsjón með verkefninu.

Lífið
Fréttamynd

Hafa sam­þykkt verk­falls­boðun

Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu stúdentarnir flytja á Sögu eftir tvo mánuði

Þessa dagana standa yfir milljarða framkvæmdir við að breyta hótel Sögu í háskólahús og á þeim að vera lokið eftir eitt og hálft ár. Fyrstu stúdentarnir munu hins vegar flytja inn í nýjar einstaklingsíbúðir í marsmánuði.

Innlent
Fréttamynd

Skrifað undir kaupin á Hótel Sögu

Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta hafa fest kaup á Hótel Sögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Félagsstofnun stúdenta. 

Viðskipti innlent