Tónleikahald á Kex hostel heyrir brátt sögunni til Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 18:00 Tónleikar á Kex árið 2016 Vísir Gistiheimilið og veitingastaðurinn Kex hostel hefur frá opnun staðarins árið 2011 verið einn vinsælasti tónleikastaður Reykjavíkur. Miklar breytingar eru í farvatninu hjá hostelinu, en til stendur að færa veitingastaðinn niður á neðri hæðina, og breyta efri hæðinni allri þannig að þar verði svefnpláss. Tónleikahald á efri hæðinni mun því leggjast af. „Framkvæmdir eru hafnar á jarðhæð, það sem við erum að fara gera er að opna nýjan veitingastað, móttöku og inngang inn á Kex hostel, sem verður Skúlagötumegin eins og hann er núna. Inngangurinn verður uppfærður aðeins,“ segir Melkorka Ragnhildardóttir, framkvæmdastjóri Kex. Verið sé að færa veitingastaðinn og móttökuna niður, og á efri hæðinni verði bara gestaherbergi. Breytingar á Skúlagötunni Hún segir jafnframt að langtímaplanið sé að vera með keilu innan af veitingastaðnum niðri. Um 1100 fermetrar séu af ónýttu húsnæði þarna undir, og það sé um að gera að nýta plássið betur. „Það sem er að gerast á Skúlagötunni, er að við hliðina á okkur er að koma sautján hæða hótel, það er verið að byggja íbúðir hinum megin við okkur, samkvæmt skipulagi á að koma kaffihús þar við hliðina, og á Skúlagötu 26 á að koma breið göngugata sem tengir Skúlagötuna við miðbæinn,“ segir Melkorka. Hún vonar að stemningin geti orðið góð þarna á Skúlagötunni, Kex muni halda áfram að reyna skapa góða stemningu og bjóða upp á súrdeigspítsur og ódýran bjór. Gestir hostelsins geti svo farið á kaffihúsið við hliðina eða farið á hótelið í kokteil. Hún segir að gatan hafi verið í hálfgerðri niðurníslu, og verið sé að byggja Skúlagötuna upp með öllum þessum framkvæmdum. Inngangurinn við Kex hostel hafi verið frekar „berlínarlegur“ síðan 2018 vegna framkvæmda. Útvarpsstöðin KEXP hefur oft tekið upp tónleika sem haldnir hafa verið á Kex hosteliVísir/Vilhelm Leiðinlegt að missa tónleikahaldið „Það kannski eina sem er leiðinlegt við þessar framkvæmdir hjá okkur, sem okkur þykir súrt, er að við munum núna í lok sumars vera kveðja tónleikastaðinn Kex í því formati sem hann hefur verið síðustu þrettán ár,“ segir Melkorka. Þeim þyki þetta mjög miður, og óska þess að rekstraraðstæður væru þannig að hægt væri að halda því áfram. Þau muni hins vegar reyna að halda rekstri útisvæðisins áfram og vera þar með sumartónleika, Kex port, og allt sem þau geta yfir sumartímann. Einnig verði minni tónleikar niðri á nýja veitingastaðnum. „En tónleikastaðurinn með stærri tónleika í því formati sem við höfum verið að gera síðastliðin ár, það mun bara líða undir lok með þessum breytingum,“ segir Melkorka. Framkvæmdir hefjast í haust við að breyta efri hæðinni í gestaherbergi.Vísir/Vilhelm Hún óskar þess að það gengi betur að reka tónleikastaði í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur sé yfirhöfuð mikil áskorun þessi misserin, að miklu leyti vegna mikils launakostnaðar. Þetta vegi þungt í ákvarðanatöku. „En ég hef samt alveg fulla trú á því, að þó að við séum að kveðja tónleikastaðinn eins og hann var, þá munum við ekkert slá slöku við í að skapa skemmtilega stemningu,“ segir Melkorka. Þar verði viðburðirnir þó minni en þeir voru uppi. Melkorka segir að stefnt sé að því að kveðja staðinn með trompi, með tónleikum og annarri stemningu í allt sumar. Það sé sorglegt að horfa á tónleikastaðinn hverfa, en það þurfi stundum að gera breytingar. Veitingastaðir Tónleikar á Íslandi Hótel á Íslandi Reykjavík Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
„Framkvæmdir eru hafnar á jarðhæð, það sem við erum að fara gera er að opna nýjan veitingastað, móttöku og inngang inn á Kex hostel, sem verður Skúlagötumegin eins og hann er núna. Inngangurinn verður uppfærður aðeins,“ segir Melkorka Ragnhildardóttir, framkvæmdastjóri Kex. Verið sé að færa veitingastaðinn og móttökuna niður, og á efri hæðinni verði bara gestaherbergi. Breytingar á Skúlagötunni Hún segir jafnframt að langtímaplanið sé að vera með keilu innan af veitingastaðnum niðri. Um 1100 fermetrar séu af ónýttu húsnæði þarna undir, og það sé um að gera að nýta plássið betur. „Það sem er að gerast á Skúlagötunni, er að við hliðina á okkur er að koma sautján hæða hótel, það er verið að byggja íbúðir hinum megin við okkur, samkvæmt skipulagi á að koma kaffihús þar við hliðina, og á Skúlagötu 26 á að koma breið göngugata sem tengir Skúlagötuna við miðbæinn,“ segir Melkorka. Hún vonar að stemningin geti orðið góð þarna á Skúlagötunni, Kex muni halda áfram að reyna skapa góða stemningu og bjóða upp á súrdeigspítsur og ódýran bjór. Gestir hostelsins geti svo farið á kaffihúsið við hliðina eða farið á hótelið í kokteil. Hún segir að gatan hafi verið í hálfgerðri niðurníslu, og verið sé að byggja Skúlagötuna upp með öllum þessum framkvæmdum. Inngangurinn við Kex hostel hafi verið frekar „berlínarlegur“ síðan 2018 vegna framkvæmda. Útvarpsstöðin KEXP hefur oft tekið upp tónleika sem haldnir hafa verið á Kex hosteliVísir/Vilhelm Leiðinlegt að missa tónleikahaldið „Það kannski eina sem er leiðinlegt við þessar framkvæmdir hjá okkur, sem okkur þykir súrt, er að við munum núna í lok sumars vera kveðja tónleikastaðinn Kex í því formati sem hann hefur verið síðustu þrettán ár,“ segir Melkorka. Þeim þyki þetta mjög miður, og óska þess að rekstraraðstæður væru þannig að hægt væri að halda því áfram. Þau muni hins vegar reyna að halda rekstri útisvæðisins áfram og vera þar með sumartónleika, Kex port, og allt sem þau geta yfir sumartímann. Einnig verði minni tónleikar niðri á nýja veitingastaðnum. „En tónleikastaðurinn með stærri tónleika í því formati sem við höfum verið að gera síðastliðin ár, það mun bara líða undir lok með þessum breytingum,“ segir Melkorka. Framkvæmdir hefjast í haust við að breyta efri hæðinni í gestaherbergi.Vísir/Vilhelm Hún óskar þess að það gengi betur að reka tónleikastaði í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur sé yfirhöfuð mikil áskorun þessi misserin, að miklu leyti vegna mikils launakostnaðar. Þetta vegi þungt í ákvarðanatöku. „En ég hef samt alveg fulla trú á því, að þó að við séum að kveðja tónleikastaðinn eins og hann var, þá munum við ekkert slá slöku við í að skapa skemmtilega stemningu,“ segir Melkorka. Þar verði viðburðirnir þó minni en þeir voru uppi. Melkorka segir að stefnt sé að því að kveðja staðinn með trompi, með tónleikum og annarri stemningu í allt sumar. Það sé sorglegt að horfa á tónleikastaðinn hverfa, en það þurfi stundum að gera breytingar.
Veitingastaðir Tónleikar á Íslandi Hótel á Íslandi Reykjavík Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda