Tökur á True Detective á Íslandi

Fréttamynd

Þakkaði fyrir sig á ís­lensku

Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster þakkaði sérstaklega fyrir sig á íslensku þegar hún tók við Emmy verðlaununum í nótt fyrir hlutverk sitt í spennuþáttunum True Detective: Night Country. Eins og alþjóð veit voru þættirnir að mestu teknir upp á Dalvík.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

True Detective: Drauga­gangur á Dal­vík

Fjórða þáttaröð True Detective hefur nú runnið sitt skeið og allir sex þættirnir komnir í spilara Stöðvar 2+. Skoðanir hafa verið skiptar um þetta True Detective innlegg mexíkóska leikstjórans Issa López, svo mikið að legið hefur við netóeirðum á Twitter (X) og Instagram.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ríkið niður­greiðir starf­semi banda­rísks stór­fyrir­tækis

Menningar- og viðskiptaráðherra ritar grein í Morgunblaðið 27. janúar þar sem hún fjallar um aðkomu ríkissjóðs að fjármögnun sjónvarpsþáttanna True Detective sem framleiddir eru af amerísku sjónvarpsstöðinni HBO max. Ef skilja má ráðherrann rétt þá var heildarkostnaður við gerð þessara sjónvarpsþátta 11.500 milljónir króna; það er reyndar ekki skýrt hvort það sé kostnaður sem féll til um heim allan eða sá kostnaður sem féll til á Íslandi. Samkvæmt lögum mun ríkissjóður Íslands endurgreiða 35 prósent af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á Íslandi.

Umræðan
Fréttamynd

„Þetta var bara brjálað!“

Fyrsti þáttur í fjórðu seríu spennuþáttanna True Detective fór í loftið á Stöð 2 síðasta mánudagskvöld en hún var tekin upp hér á landi á síðasta ári. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum á sjónvarpsstöðinni HBO og á Stöð 2.

Lífið samstarf
Fréttamynd

True Detective: Segir Jodie Foster besta leikara heims

Það fyrsta sem Issa López, leikstjóri fjórðu þáttaraðarinnar af True Detective, sagði þegar hún var spurð hvað hún myndi gera með verkefnið, var að færa það til fyrra horfs. Gera seríu sem innihéldi yfirnáttúrulega hluti, eins og fyrsta þáttaröð hinna vinsælu þátta gerði. Þáttaröðin endurspeglar þá fyrstu á ýmsan hátt.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Þau trúa hundrað prósent á álfa“

Íslandsvinurinn Jodie Foster var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi, þar sem hún lofaði Ísland í hástert. Hún var mætt í þátt Kimmels til að ræða fjórðu þáttaröð True Detective, sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi. Foster lofaði Ísland í hástert og talaði einnig um meinta trú Íslendinga á álfa.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta sýnis­horn True Detecti­ve

Fyrsta sýnishorn þáttanna True Detective: Night Country sem voru teknir upp hér á landi var frumsýnd í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir seinna á árin. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Forsetahjónin hittu Foster

Íslensku forsetahjónin og sonur þeirra heimsóttu kvikmyndaverið í Gufunesi þar sem verið var að taka upp þættina True Detective. Forsetafrú Íslands deilir myndum af heimsókninni á Facebook-síðu sinni og segir að um áhugaverða heimsókn hafi verið að ræða. 

Lífið
Fréttamynd

Í skýjunum eftir ó­vænta Hollywood-heim­sókn

Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster og eiginkona hennar voru í skýjunum með heimsókn á Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Óvissa er um framtíð safnsins en safnstýran, sem er einnig í skýjunum með heimsóknina, vonast til þess að hin óvænta heimsókn frá Hollywood muni verða safninu til heilla.

Lífið
Fréttamynd

Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík

Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni.

Innlent
Fréttamynd

Brosið stirðnar á andlitum bíófólks

Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið.

Viðskipti innlent