Skautahöllin í bandarískum búningi fyrir True Detective Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2022 22:13 Skautahöllin var í bandarískum búningi. HBO Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective eru komnar á fullt hér á landi. HBO, framleiðandi þáttanna, hefur birt mynd úr Skautahöllinni í Reykjavík, þar sem sjá má hana í bandarískum búningi. Tilkynnt var í sumar að tökur á fjórðu þáttaröð hinna feykivinsælu þátta yrði tekin upp hér á landi. Um er að ræða stærsta kvikmyndaverkefni sem tekið hefur verið upp hér á landi. Áætlaður framleiðslukostnaður er áætlaður níu milljarðar. Það er Jodie Foster sem leikur aðalhlutverkið og hefur hún verið stödd hér á landi við tökur, sem hófust nýverið. Þannig greindi fréttastofa frá því á dögunum að Vogar á Vatnsleysuströnd hafi verið breytt í Alaska-ríki fyrir tökur á þáttaröðinni. Alaska er sögusvið þáttanna og fær Ísland hlutverk Alaska í þáttunum. HBO hefur á undanförnum dögum verið að veita örlitla innsýn í tökurnar. Fyrirtækið birti örlítið handritsbrot úr fyrsta þættinum á Twitter í vikunni. Þar kemur fram að sögusviðið er desember-mánuður í Ennis í Alaska, 150 mílum norðan við heimskautsbauginn. A long winter night falls in Ennis, Alaska. Production has begun on #TrueDetective #NightCountry. Take an exclusive look at the first episode script for True Detective: Night Country, coming to @hbomax. #HBO50 pic.twitter.com/t0kQ0trYDe— HBO (@HBO) November 8, 2022 Þá hefur HBO einnig birt mynd, sem sjá má efst í fréttinni, sem bersýnilega er tekin úr Skautahöllinni í Reykjavík, þann 20. október síðastliðinn. Fréttastofa greindi frá því á dögunum til stæði að taka upp fyrir True Detective í Skautahöllinni, sem var lokuð frá 10. til 20. október síðastliðinn. Greindi fréttastofa frá því að þau atriði sem tekin verða í höllinni gerast um jólin og hefur höllin því verið skreytt líkt og hátíð ljóss og friðar sé í gangi. Þá má sjá bandaríska fána í höllinni. Það kemur heim og saman við myndina sem HBO hefur birt, þar sem einmitt sést glitta í jólaljós og bandaríska fánann. Fyrirtækið True North kemur að tökunum hér á landi. Leifur Dagfinnsson, eigandi og framkvæmdastjóri True North, sagði í Kastljósi á dögunum að verkefnið væri svona tíu sinnum stærra en týpísk verkefni fyrirtækisins fyrir erlend kvikmyndatökulið. Tökur á True Detective á Íslandi Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Hollywood Skautaíþróttir Reykjavík Tengdar fréttir Vogum á Vatnleysuströnd breytt í Alaska fyrir tökur á True Detective Mikið líf hefur verið í Vogum á Vatnsleysuströnd síðustu tvo daga þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective hafa farið fram. Tökurnar kröfðust mikils undirbúnings en meðal annars þurfti að setja upp skilti sem vara við dýralífi Alaska. 27. október 2022 18:21 Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. 14. október 2022 15:26 True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11. september 2022 18:41 Næsta þáttaröð True Detective tekin á Íslandi með Jodie Foster í aðalhlutverki Bandaríska stórleikkonan og leikstjórinn Jodie Foster mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í fjórðu þáttaröðinni af HBO-seríunni True Detective. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að taka þættina upp á Íslandi næsta vetur en þeir gerast í Alaska í Bandaríkjunum. 27. maí 2022 15:00 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Tilkynnt var í sumar að tökur á fjórðu þáttaröð hinna feykivinsælu þátta yrði tekin upp hér á landi. Um er að ræða stærsta kvikmyndaverkefni sem tekið hefur verið upp hér á landi. Áætlaður framleiðslukostnaður er áætlaður níu milljarðar. Það er Jodie Foster sem leikur aðalhlutverkið og hefur hún verið stödd hér á landi við tökur, sem hófust nýverið. Þannig greindi fréttastofa frá því á dögunum að Vogar á Vatnsleysuströnd hafi verið breytt í Alaska-ríki fyrir tökur á þáttaröðinni. Alaska er sögusvið þáttanna og fær Ísland hlutverk Alaska í þáttunum. HBO hefur á undanförnum dögum verið að veita örlitla innsýn í tökurnar. Fyrirtækið birti örlítið handritsbrot úr fyrsta þættinum á Twitter í vikunni. Þar kemur fram að sögusviðið er desember-mánuður í Ennis í Alaska, 150 mílum norðan við heimskautsbauginn. A long winter night falls in Ennis, Alaska. Production has begun on #TrueDetective #NightCountry. Take an exclusive look at the first episode script for True Detective: Night Country, coming to @hbomax. #HBO50 pic.twitter.com/t0kQ0trYDe— HBO (@HBO) November 8, 2022 Þá hefur HBO einnig birt mynd, sem sjá má efst í fréttinni, sem bersýnilega er tekin úr Skautahöllinni í Reykjavík, þann 20. október síðastliðinn. Fréttastofa greindi frá því á dögunum til stæði að taka upp fyrir True Detective í Skautahöllinni, sem var lokuð frá 10. til 20. október síðastliðinn. Greindi fréttastofa frá því að þau atriði sem tekin verða í höllinni gerast um jólin og hefur höllin því verið skreytt líkt og hátíð ljóss og friðar sé í gangi. Þá má sjá bandaríska fána í höllinni. Það kemur heim og saman við myndina sem HBO hefur birt, þar sem einmitt sést glitta í jólaljós og bandaríska fánann. Fyrirtækið True North kemur að tökunum hér á landi. Leifur Dagfinnsson, eigandi og framkvæmdastjóri True North, sagði í Kastljósi á dögunum að verkefnið væri svona tíu sinnum stærra en týpísk verkefni fyrirtækisins fyrir erlend kvikmyndatökulið.
Tökur á True Detective á Íslandi Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Hollywood Skautaíþróttir Reykjavík Tengdar fréttir Vogum á Vatnleysuströnd breytt í Alaska fyrir tökur á True Detective Mikið líf hefur verið í Vogum á Vatnsleysuströnd síðustu tvo daga þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective hafa farið fram. Tökurnar kröfðust mikils undirbúnings en meðal annars þurfti að setja upp skilti sem vara við dýralífi Alaska. 27. október 2022 18:21 Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. 14. október 2022 15:26 True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11. september 2022 18:41 Næsta þáttaröð True Detective tekin á Íslandi með Jodie Foster í aðalhlutverki Bandaríska stórleikkonan og leikstjórinn Jodie Foster mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í fjórðu þáttaröðinni af HBO-seríunni True Detective. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að taka þættina upp á Íslandi næsta vetur en þeir gerast í Alaska í Bandaríkjunum. 27. maí 2022 15:00 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Vogum á Vatnleysuströnd breytt í Alaska fyrir tökur á True Detective Mikið líf hefur verið í Vogum á Vatnsleysuströnd síðustu tvo daga þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective hafa farið fram. Tökurnar kröfðust mikils undirbúnings en meðal annars þurfti að setja upp skilti sem vara við dýralífi Alaska. 27. október 2022 18:21
Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. 14. október 2022 15:26
True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11. september 2022 18:41
Næsta þáttaröð True Detective tekin á Íslandi með Jodie Foster í aðalhlutverki Bandaríska stórleikkonan og leikstjórinn Jodie Foster mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í fjórðu þáttaröðinni af HBO-seríunni True Detective. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að taka þættina upp á Íslandi næsta vetur en þeir gerast í Alaska í Bandaríkjunum. 27. maí 2022 15:00