Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2023 22:31 Svanfríður Jónasdóttir fyrir utan heimili sitt á Dalvík. Beint fyrir framan húsið er lögreglustöðin í Ennis, sem raunar er pósthúsið á Dalvík. Vísir/Tryggvi Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. Um er að ræða fjórðu þáttaröð þáttanna vinsælu. Í þetta skiptið leikur stórleikkonan Jodie Foster aðalhlutverkið, rannsóknarlögreglukonuna Liz Danvers, og er hún væntanleg til Dalvíkur. Dalvík verður í gervi lítils bæjar í Alaska-ríki Bandaríkjanna. Stutt myndskeið úr þáttunum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, auk heimsóknar fréttamanns á tökustað. Klippa: Dalvík verður Ennis Á Dalvík er nú verið að breyta aðalgötu bæjarins í heila leikmynd. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri, býr beint á móti pósthúsinu á Dalvík, sem er lögreglustöðin í Ennis. Þú ert í hringiðinni, þú átt heima hérna í miðri leikmynd. Hvernig er það? „Það hefur nú verið frekar ónæðissamt en ég er ekki að kvarta því það hefur líka verið skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ segir Svanfríður. Búið er að klæða hús hennar að utan og byrgja gluggana sem snúa að leikmyndinni. Svanfríður lætur það hins vegar ekki angra sig. „Það er náttúrulega mjög áhugavert að horfa á miklar breytingar verða á þessu svæði. Þetta er aðalgatan í gegnum þennan Alaska-bæ sem heitir Ennis. Hér hefur mikið action verið í gangi. Það er búið að setja hér upp rafmagnsstaura eins og voru í gamla daga. Jólaskreytingar því þetta á að gerast um jól. Það er komnar nýjar merkingar, það er búið að klæða húsið mitt af að hluta. Það eru alls konar hlutir í gangi sem er mjög gaman að fylgjast með,“ segir hún. Eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan hefur ýmsum skiltum verið komið fyrir við Hafnarbraut, sem heitir reyndar Front Street í þáttunum. Ýmsum skiltum hefur verið komið fyrir, meðal annars þetta, sem auglýsir steikarkvöld á fimmtudögum.Vísir/Tryggvi Og ekki er annað að skilja en að Dalvíkingar séu spenntir fyrir því að vera í hringiðu Hollywood „Ég heyri nú mest í konunum sem ég er að synda með á morgnana. Ég heyri ekki betur en að þeim finnist þetta mjög spennandi. Ég er alltaf spurð, hvað er að gerast í Ennis, og ég reyni að svara því skilmerkilega,“ segir Svanfríður. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar er ánægð með athyglina á bænum. „Það er bara mjög skemmtileg. Ég hlakka eiginlega meira til að sjá hvernig þetta kemur út í þáttunum sjálfum. Þá er náttúrulega óskaplega gaman að hafa séð þetta byggt upp frá grunni og fylgst með því, alveg frá fyrsta degi.“ Dalvíkurbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Um er að ræða fjórðu þáttaröð þáttanna vinsælu. Í þetta skiptið leikur stórleikkonan Jodie Foster aðalhlutverkið, rannsóknarlögreglukonuna Liz Danvers, og er hún væntanleg til Dalvíkur. Dalvík verður í gervi lítils bæjar í Alaska-ríki Bandaríkjanna. Stutt myndskeið úr þáttunum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, auk heimsóknar fréttamanns á tökustað. Klippa: Dalvík verður Ennis Á Dalvík er nú verið að breyta aðalgötu bæjarins í heila leikmynd. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri, býr beint á móti pósthúsinu á Dalvík, sem er lögreglustöðin í Ennis. Þú ert í hringiðinni, þú átt heima hérna í miðri leikmynd. Hvernig er það? „Það hefur nú verið frekar ónæðissamt en ég er ekki að kvarta því það hefur líka verið skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ segir Svanfríður. Búið er að klæða hús hennar að utan og byrgja gluggana sem snúa að leikmyndinni. Svanfríður lætur það hins vegar ekki angra sig. „Það er náttúrulega mjög áhugavert að horfa á miklar breytingar verða á þessu svæði. Þetta er aðalgatan í gegnum þennan Alaska-bæ sem heitir Ennis. Hér hefur mikið action verið í gangi. Það er búið að setja hér upp rafmagnsstaura eins og voru í gamla daga. Jólaskreytingar því þetta á að gerast um jól. Það er komnar nýjar merkingar, það er búið að klæða húsið mitt af að hluta. Það eru alls konar hlutir í gangi sem er mjög gaman að fylgjast með,“ segir hún. Eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan hefur ýmsum skiltum verið komið fyrir við Hafnarbraut, sem heitir reyndar Front Street í þáttunum. Ýmsum skiltum hefur verið komið fyrir, meðal annars þetta, sem auglýsir steikarkvöld á fimmtudögum.Vísir/Tryggvi Og ekki er annað að skilja en að Dalvíkingar séu spenntir fyrir því að vera í hringiðu Hollywood „Ég heyri nú mest í konunum sem ég er að synda með á morgnana. Ég heyri ekki betur en að þeim finnist þetta mjög spennandi. Ég er alltaf spurð, hvað er að gerast í Ennis, og ég reyni að svara því skilmerkilega,“ segir Svanfríður. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar er ánægð með athyglina á bænum. „Það er bara mjög skemmtileg. Ég hlakka eiginlega meira til að sjá hvernig þetta kemur út í þáttunum sjálfum. Þá er náttúrulega óskaplega gaman að hafa séð þetta byggt upp frá grunni og fylgst með því, alveg frá fyrsta degi.“
Dalvíkurbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira