EHF-bikarinn

Fréttamynd

„Þurfum bara okkar besta leik í vetur“

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði liðið þurfa að sýna sitt allra besta þegar Olympiacos mætir á Hlíðarenda í kvöld og fyrri leikur liðanna í úrslitum Evrópubikarsins fer fram.

Handbolti
Fréttamynd

Ættingjarnir á­byggi­lega þreyttir á manni

„Ættingjarnir eru á­byggi­lega orðnir þreyttir á því að maður sé að reyna selja þeim fullt af hlutum,“ segir Björg­vin Páll Gústavs­son, mark­vörður Vals í hand­bolta sem hefur, líkt og aðrir leik­menn liðsins, þurft að grípa til ýmissa leiða til að fjár­magna Evrópu­ævin­týri liðsins í ár.

Handbolti
Fréttamynd

„Mun stærri sigur en ég bjóst við“

Valur gerði sér lítið fyrir og sigraði rúmenska liðið CS Minaur Baia Mare með átta mörkum í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópubikar EHF í kvöld. Það var einstaklega góð stemning og umgjörð kringum leikinn í kvöld og var Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, stoltur af leikmönnum sem og stuðningsfólki.

Handbolti
Fréttamynd

„Það er bara veisla fram­undan“

Evrópuævintýrið heldur áfram hjá Óskari Bjarna Óskarssyni og leikmönnum hans hjá Val. Liðið sigraði rúmenska liðið Steaua Búkarest í kvöld í N1-höllinni, 36-30, og unnu einvígið samanlagt með sjö mörkum. 

Handbolti
Fréttamynd

Um­fjöllun og við­töl: Valur - Steaua 36-30 | Vals­menn á leið í undan­úr­slit í Evrópu­keppni

Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum EHF keppni karla með 36-30 sigri gegn rúmenska félaginu CSA Steaua Bucuresti Hlíðarenda. Gestirnir frá Rúmeníu áttu aldrei möguleika og Valsmenn léku á alls oddi. Alexander Petersson var markahæstur með átta mörk úr átta tilraunum. Samtals sjö marka sigur úr einvígi liðanna. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi síðar í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: ÍBV-Donbas 45-20 | Stór, stórsigur Eyjamanna gegn Donbas

ÍBV tók á móti Donbas í 2. umferð EHF European Cup í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag. Eyjamenn unnu góðan sigur í gær og voru fyrir leik dagsins svo gott sem komnir með annan fótinn inn í 3. umferðina. Leikurinn í dag var eins og góð æfing fyrir Eyjaliðið sem vann með tuttugu og fimm mörkum, 45-20.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar í basli eftir tap á Kýpur

Handknattleikslið Hauka tapaði með fjögurra marka mun fyrir Anorthosis frá Kýpur í 2. umferð EHF Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag, lokatölur 26-22 heimamönnum í vil. Liðin mætast aftur í Kýpur á morgun og þurfa Haukar að vinna með fimma marka mun til að komast áfram.

Handbolti
Fréttamynd

ÍBV úr leik í EHF bikarnum

ÍBV datt fyrr í kvöld út úr átta liða úrslitum EHF bikars kvenna í handbolta eftir að hafa tapað seinni leiknum fyrir Malaga, 34-27. ÍBV tapaði einnig fyrri leiknum í gær stórt og voru lokatölur í einvíginu 68-50. 

Handbolti
Fréttamynd

Eyjakonur í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn

ÍBV heimsótti Costa del Sol Malaga í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta á Spáni í dag. Eyjakonur þurftu að sætta sig við ellefu marka tap, 34-23, en Malaga er ríkjandi meistari keppninnar.

Handbolti
Fréttamynd

KA/Þór tapaði fyrri leiknum á Spáni

Íslandsmeistaralið KA/Þórs þurfti að þola fjögurra marka tap gegn Elche á Spáni í fyrri leik liðanna í 32gja liða úrslitum Evrópubikars kvenna í dag. Leiknum lauk með sigri Spánverjana 22-18. Síðari leikurinn er einnig spilaður ytra en hann fer fram á morgun.

Handbolti