Öll að koma til eftir fólskulegt brot Valur Páll Eiríksson skrifar 14. janúar 2025 08:00 Elín Klara fær aðstoð við að komast af velli eftir brotið fólskulega. Vísir/Jón Gautur Elín Klara Þorkelsdóttir er á batavegi eftir fautabrot andstæðings Hauka í Evrópuleik í gær. Haukakonur náðu sögulegum árangri og stefna enn lengra í keppninni. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug hefur Elín Klara sýnt og sannað að hún er ein af allra bestu handboltakonum landsins. Hún hefur verið driffjöðurin í öflugu Haukaliði sem náði sögulega góðum árangri er það komst áfram í EHF-bikarnum í gær. Elín Klara var markahæst Haukakvenna í tveggja marka sigri á Galychanka frá Lviv í Úkraínu. Sigurinn skilaði Haukum áfram í 8-liða úrslit keppninnar í fyrsta skipti í sögu kvennaliðs félagsins. „Helgin var ótrúlega skemmtileg. Það var geggjuð stemning á Ásvöllum og umgjörðin alveg til fyrirmyndar. Þetta var bara frábært og endaði vel,“ segir Elín Klara en báðir leikirnir fóru fram að Ásvöllum um helgina. „Það var geðveikt að fá báða leikina á heimavelli. Við vissum lítið um liðið og var aðeins þægilegra að mæta í leik tvö, þá vissum við hvað við vorum að fá. Þær komu svolítið á óvart, þær spiluðu við slök lið á undan svo við vorum ekki með rosalega góða leiki. Þær voru með hraða og ágætis leikmenn en voru ekki mjög fljótar heim sem við nýttum okkur vel í leikjunum.“ Var flengt í jörðina Þær úkraínsku virtust komnar með nóg af Elínu undir lok leiks í gær og fékk varnarmaður liðsins að líta beint rautt spjald fyrir þetta fautabrot. Elín var borin sárþjáð af velli en er blessunarlega á batavegi. Elínu Klöru var hrint hressilega og lenti illa á mjöðminni.Vísir/Jón Gautur „Þær voru svolítið grimmar, sérstaklega þarna undir lokin. Ég hefði kannski átt að vera bara róleg og ekki fara í svona árás,“ segir Elín létt. „Ég hugsa að þær hafi ekkert verið að spá mikið og hent í þessi grófu brot.“ Það fór betur en áhorfðist og Elín Klara var nokkuð brött degi eftir leik. „Ég er ágæt. Ég er með smá verk, þetta var aðallega bara höggið. Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt,“ Fimmti leikurinn á tíu dögum Haukakonur þurfa að bíða í rúma viku eftir því að vita hvaða liði þær mæta í næstu umferð en 16-liða úrslitin klárast í hinum einvígjunum næstu helgi. Valskonur geta leikið afrek þeirra eftir en þær gerðu jafntefli við Malaga á Spáni á laugardaginn en spila síðari leikinn við spænska liðið að Hlíðarenda næstu helgi. Þessi lið mætast svo einmitt í miðri viku í Olís-deildinni svo það er skammt stórra högga á milli. Þrátt fyrir högg helgarinnar stefnir Elín Klara á að mæta Valskonum á miðvikudagskvöldið. „Já, algjörlega. Þetta var náttúrulega stíf vika. Við spiluðum fjóra leiki á einni viku og annar leikur strax núna á miðvikudaginn. En við bara slökum á og mætum af fullum krafti á miðvikudaginn,“ segir Elín sem nýtur þess að spila svo þétt. „Manni líður smá eins og maður sé í úrslitakeppninni. Það er smá þannig vibe. Það er ótrúlega gaman.“ Þvo bíla og selja fisk Haukakonur unnu lið frá Belgíu og Króatíu áður en kom að leikjum helgarinnar og það krefst vinnu að safna fyrir ferðalögunum sem fylgja. Sú vinna er auðveldari þegar árangurinn er svo góður. Klippa: Að jafna sig eftir fólskulegt brot „Félagið hefur staðið þétt við bakið á okkur og umgjörðin frábær. Foreldrar okkar í liðinu hafa verið ótrúlega duglegir að hjálpast að og svo erum við duglegar í fjáröflunum. Við erum þakklátar fyrir alla hjálp sem við fáum,“ segir Elín Klara. En hvað hafa Haukakonur verið að gera til að safna fé? „Við höfum verið að sinna bílaþvætti og selja fisk og svona allskyns fjáraflanir.“ Elín Klara er þá strax farin að hlakka til 8-liða úrslitanna sem fara fram í seinni hluta febrúar. „Þetta er ótrúlega gaman. Við erum spenntar fyrir næsta drætti. Þetta er mikil heiður og í fyrsta skipti í sögu Hauka sem kvennalið er komið í 8-liða úrslit sem er bara frábært. Þetta er gott fyrir íslenskan kvennahandbolta og við erum virkilega stoltar af því.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Haukar Handbolti EHF-bikarinn Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug hefur Elín Klara sýnt og sannað að hún er ein af allra bestu handboltakonum landsins. Hún hefur verið driffjöðurin í öflugu Haukaliði sem náði sögulega góðum árangri er það komst áfram í EHF-bikarnum í gær. Elín Klara var markahæst Haukakvenna í tveggja marka sigri á Galychanka frá Lviv í Úkraínu. Sigurinn skilaði Haukum áfram í 8-liða úrslit keppninnar í fyrsta skipti í sögu kvennaliðs félagsins. „Helgin var ótrúlega skemmtileg. Það var geggjuð stemning á Ásvöllum og umgjörðin alveg til fyrirmyndar. Þetta var bara frábært og endaði vel,“ segir Elín Klara en báðir leikirnir fóru fram að Ásvöllum um helgina. „Það var geðveikt að fá báða leikina á heimavelli. Við vissum lítið um liðið og var aðeins þægilegra að mæta í leik tvö, þá vissum við hvað við vorum að fá. Þær komu svolítið á óvart, þær spiluðu við slök lið á undan svo við vorum ekki með rosalega góða leiki. Þær voru með hraða og ágætis leikmenn en voru ekki mjög fljótar heim sem við nýttum okkur vel í leikjunum.“ Var flengt í jörðina Þær úkraínsku virtust komnar með nóg af Elínu undir lok leiks í gær og fékk varnarmaður liðsins að líta beint rautt spjald fyrir þetta fautabrot. Elín var borin sárþjáð af velli en er blessunarlega á batavegi. Elínu Klöru var hrint hressilega og lenti illa á mjöðminni.Vísir/Jón Gautur „Þær voru svolítið grimmar, sérstaklega þarna undir lokin. Ég hefði kannski átt að vera bara róleg og ekki fara í svona árás,“ segir Elín létt. „Ég hugsa að þær hafi ekkert verið að spá mikið og hent í þessi grófu brot.“ Það fór betur en áhorfðist og Elín Klara var nokkuð brött degi eftir leik. „Ég er ágæt. Ég er með smá verk, þetta var aðallega bara höggið. Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt,“ Fimmti leikurinn á tíu dögum Haukakonur þurfa að bíða í rúma viku eftir því að vita hvaða liði þær mæta í næstu umferð en 16-liða úrslitin klárast í hinum einvígjunum næstu helgi. Valskonur geta leikið afrek þeirra eftir en þær gerðu jafntefli við Malaga á Spáni á laugardaginn en spila síðari leikinn við spænska liðið að Hlíðarenda næstu helgi. Þessi lið mætast svo einmitt í miðri viku í Olís-deildinni svo það er skammt stórra högga á milli. Þrátt fyrir högg helgarinnar stefnir Elín Klara á að mæta Valskonum á miðvikudagskvöldið. „Já, algjörlega. Þetta var náttúrulega stíf vika. Við spiluðum fjóra leiki á einni viku og annar leikur strax núna á miðvikudaginn. En við bara slökum á og mætum af fullum krafti á miðvikudaginn,“ segir Elín sem nýtur þess að spila svo þétt. „Manni líður smá eins og maður sé í úrslitakeppninni. Það er smá þannig vibe. Það er ótrúlega gaman.“ Þvo bíla og selja fisk Haukakonur unnu lið frá Belgíu og Króatíu áður en kom að leikjum helgarinnar og það krefst vinnu að safna fyrir ferðalögunum sem fylgja. Sú vinna er auðveldari þegar árangurinn er svo góður. Klippa: Að jafna sig eftir fólskulegt brot „Félagið hefur staðið þétt við bakið á okkur og umgjörðin frábær. Foreldrar okkar í liðinu hafa verið ótrúlega duglegir að hjálpast að og svo erum við duglegar í fjáröflunum. Við erum þakklátar fyrir alla hjálp sem við fáum,“ segir Elín Klara. En hvað hafa Haukakonur verið að gera til að safna fé? „Við höfum verið að sinna bílaþvætti og selja fisk og svona allskyns fjáraflanir.“ Elín Klara er þá strax farin að hlakka til 8-liða úrslitanna sem fara fram í seinni hluta febrúar. „Þetta er ótrúlega gaman. Við erum spenntar fyrir næsta drætti. Þetta er mikil heiður og í fyrsta skipti í sögu Hauka sem kvennalið er komið í 8-liða úrslit sem er bara frábært. Þetta er gott fyrir íslenskan kvennahandbolta og við erum virkilega stoltar af því.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Haukar Handbolti EHF-bikarinn Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira