Öll að koma til eftir fólskulegt brot Valur Páll Eiríksson skrifar 14. janúar 2025 08:00 Elín Klara fær aðstoð við að komast af velli eftir brotið fólskulega. Vísir/Jón Gautur Elín Klara Þorkelsdóttir er á batavegi eftir fautabrot andstæðings Hauka í Evrópuleik í gær. Haukakonur náðu sögulegum árangri og stefna enn lengra í keppninni. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug hefur Elín Klara sýnt og sannað að hún er ein af allra bestu handboltakonum landsins. Hún hefur verið driffjöðurin í öflugu Haukaliði sem náði sögulega góðum árangri er það komst áfram í EHF-bikarnum í gær. Elín Klara var markahæst Haukakvenna í tveggja marka sigri á Galychanka frá Lviv í Úkraínu. Sigurinn skilaði Haukum áfram í 8-liða úrslit keppninnar í fyrsta skipti í sögu kvennaliðs félagsins. „Helgin var ótrúlega skemmtileg. Það var geggjuð stemning á Ásvöllum og umgjörðin alveg til fyrirmyndar. Þetta var bara frábært og endaði vel,“ segir Elín Klara en báðir leikirnir fóru fram að Ásvöllum um helgina. „Það var geðveikt að fá báða leikina á heimavelli. Við vissum lítið um liðið og var aðeins þægilegra að mæta í leik tvö, þá vissum við hvað við vorum að fá. Þær komu svolítið á óvart, þær spiluðu við slök lið á undan svo við vorum ekki með rosalega góða leiki. Þær voru með hraða og ágætis leikmenn en voru ekki mjög fljótar heim sem við nýttum okkur vel í leikjunum.“ Var flengt í jörðina Þær úkraínsku virtust komnar með nóg af Elínu undir lok leiks í gær og fékk varnarmaður liðsins að líta beint rautt spjald fyrir þetta fautabrot. Elín var borin sárþjáð af velli en er blessunarlega á batavegi. Elínu Klöru var hrint hressilega og lenti illa á mjöðminni.Vísir/Jón Gautur „Þær voru svolítið grimmar, sérstaklega þarna undir lokin. Ég hefði kannski átt að vera bara róleg og ekki fara í svona árás,“ segir Elín létt. „Ég hugsa að þær hafi ekkert verið að spá mikið og hent í þessi grófu brot.“ Það fór betur en áhorfðist og Elín Klara var nokkuð brött degi eftir leik. „Ég er ágæt. Ég er með smá verk, þetta var aðallega bara höggið. Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt,“ Fimmti leikurinn á tíu dögum Haukakonur þurfa að bíða í rúma viku eftir því að vita hvaða liði þær mæta í næstu umferð en 16-liða úrslitin klárast í hinum einvígjunum næstu helgi. Valskonur geta leikið afrek þeirra eftir en þær gerðu jafntefli við Malaga á Spáni á laugardaginn en spila síðari leikinn við spænska liðið að Hlíðarenda næstu helgi. Þessi lið mætast svo einmitt í miðri viku í Olís-deildinni svo það er skammt stórra högga á milli. Þrátt fyrir högg helgarinnar stefnir Elín Klara á að mæta Valskonum á miðvikudagskvöldið. „Já, algjörlega. Þetta var náttúrulega stíf vika. Við spiluðum fjóra leiki á einni viku og annar leikur strax núna á miðvikudaginn. En við bara slökum á og mætum af fullum krafti á miðvikudaginn,“ segir Elín sem nýtur þess að spila svo þétt. „Manni líður smá eins og maður sé í úrslitakeppninni. Það er smá þannig vibe. Það er ótrúlega gaman.“ Þvo bíla og selja fisk Haukakonur unnu lið frá Belgíu og Króatíu áður en kom að leikjum helgarinnar og það krefst vinnu að safna fyrir ferðalögunum sem fylgja. Sú vinna er auðveldari þegar árangurinn er svo góður. Klippa: Að jafna sig eftir fólskulegt brot „Félagið hefur staðið þétt við bakið á okkur og umgjörðin frábær. Foreldrar okkar í liðinu hafa verið ótrúlega duglegir að hjálpast að og svo erum við duglegar í fjáröflunum. Við erum þakklátar fyrir alla hjálp sem við fáum,“ segir Elín Klara. En hvað hafa Haukakonur verið að gera til að safna fé? „Við höfum verið að sinna bílaþvætti og selja fisk og svona allskyns fjáraflanir.“ Elín Klara er þá strax farin að hlakka til 8-liða úrslitanna sem fara fram í seinni hluta febrúar. „Þetta er ótrúlega gaman. Við erum spenntar fyrir næsta drætti. Þetta er mikil heiður og í fyrsta skipti í sögu Hauka sem kvennalið er komið í 8-liða úrslit sem er bara frábært. Þetta er gott fyrir íslenskan kvennahandbolta og við erum virkilega stoltar af því.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Haukar Handbolti EHF-bikarinn Olís-deild kvenna Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug hefur Elín Klara sýnt og sannað að hún er ein af allra bestu handboltakonum landsins. Hún hefur verið driffjöðurin í öflugu Haukaliði sem náði sögulega góðum árangri er það komst áfram í EHF-bikarnum í gær. Elín Klara var markahæst Haukakvenna í tveggja marka sigri á Galychanka frá Lviv í Úkraínu. Sigurinn skilaði Haukum áfram í 8-liða úrslit keppninnar í fyrsta skipti í sögu kvennaliðs félagsins. „Helgin var ótrúlega skemmtileg. Það var geggjuð stemning á Ásvöllum og umgjörðin alveg til fyrirmyndar. Þetta var bara frábært og endaði vel,“ segir Elín Klara en báðir leikirnir fóru fram að Ásvöllum um helgina. „Það var geðveikt að fá báða leikina á heimavelli. Við vissum lítið um liðið og var aðeins þægilegra að mæta í leik tvö, þá vissum við hvað við vorum að fá. Þær komu svolítið á óvart, þær spiluðu við slök lið á undan svo við vorum ekki með rosalega góða leiki. Þær voru með hraða og ágætis leikmenn en voru ekki mjög fljótar heim sem við nýttum okkur vel í leikjunum.“ Var flengt í jörðina Þær úkraínsku virtust komnar með nóg af Elínu undir lok leiks í gær og fékk varnarmaður liðsins að líta beint rautt spjald fyrir þetta fautabrot. Elín var borin sárþjáð af velli en er blessunarlega á batavegi. Elínu Klöru var hrint hressilega og lenti illa á mjöðminni.Vísir/Jón Gautur „Þær voru svolítið grimmar, sérstaklega þarna undir lokin. Ég hefði kannski átt að vera bara róleg og ekki fara í svona árás,“ segir Elín létt. „Ég hugsa að þær hafi ekkert verið að spá mikið og hent í þessi grófu brot.“ Það fór betur en áhorfðist og Elín Klara var nokkuð brött degi eftir leik. „Ég er ágæt. Ég er með smá verk, þetta var aðallega bara höggið. Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt,“ Fimmti leikurinn á tíu dögum Haukakonur þurfa að bíða í rúma viku eftir því að vita hvaða liði þær mæta í næstu umferð en 16-liða úrslitin klárast í hinum einvígjunum næstu helgi. Valskonur geta leikið afrek þeirra eftir en þær gerðu jafntefli við Malaga á Spáni á laugardaginn en spila síðari leikinn við spænska liðið að Hlíðarenda næstu helgi. Þessi lið mætast svo einmitt í miðri viku í Olís-deildinni svo það er skammt stórra högga á milli. Þrátt fyrir högg helgarinnar stefnir Elín Klara á að mæta Valskonum á miðvikudagskvöldið. „Já, algjörlega. Þetta var náttúrulega stíf vika. Við spiluðum fjóra leiki á einni viku og annar leikur strax núna á miðvikudaginn. En við bara slökum á og mætum af fullum krafti á miðvikudaginn,“ segir Elín sem nýtur þess að spila svo þétt. „Manni líður smá eins og maður sé í úrslitakeppninni. Það er smá þannig vibe. Það er ótrúlega gaman.“ Þvo bíla og selja fisk Haukakonur unnu lið frá Belgíu og Króatíu áður en kom að leikjum helgarinnar og það krefst vinnu að safna fyrir ferðalögunum sem fylgja. Sú vinna er auðveldari þegar árangurinn er svo góður. Klippa: Að jafna sig eftir fólskulegt brot „Félagið hefur staðið þétt við bakið á okkur og umgjörðin frábær. Foreldrar okkar í liðinu hafa verið ótrúlega duglegir að hjálpast að og svo erum við duglegar í fjáröflunum. Við erum þakklátar fyrir alla hjálp sem við fáum,“ segir Elín Klara. En hvað hafa Haukakonur verið að gera til að safna fé? „Við höfum verið að sinna bílaþvætti og selja fisk og svona allskyns fjáraflanir.“ Elín Klara er þá strax farin að hlakka til 8-liða úrslitanna sem fara fram í seinni hluta febrúar. „Þetta er ótrúlega gaman. Við erum spenntar fyrir næsta drætti. Þetta er mikil heiður og í fyrsta skipti í sögu Hauka sem kvennalið er komið í 8-liða úrslit sem er bara frábært. Þetta er gott fyrir íslenskan kvennahandbolta og við erum virkilega stoltar af því.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Haukar Handbolti EHF-bikarinn Olís-deild kvenna Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira