Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. nóvember 2024 07:25 Þráinn var nokkuð hress eftir fyrsta legg ferðalagsins en þegar þetta er ritað sólarhring síðar eru hann og liðsfélagar hans enn á ferð og flugi. Vísir/VPE Karlalið Hauka í handbolta er á ferð og flugi um álfuna vegna Evrópuverkefnis helgarinnar. Leikið verður í Mingachevir í Aserbaísjan og lögðu menn tímanlega af stað, klukkan fimm í gærmorgun. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Haukar deildu flugi með fréttamönnum sem voru á leið á Evrópumót kvenna í handbolta sem hefst í Innsbruck í dag en Ísland hefur leik á morgun. Fyrsti leggur ferðalags Haukamanna var til Munchen í Þýskalandi. Þegar þetta er skrifað hafa fréttamennirnir komið sér fyrir í Innsbruck, tekið viðtöl og kíkt á landsliðsæfingu og gist eina nótt á hóteli á meðan Haukar eru enn á ferðalagi rúmum sólarhring síðar. „Fyrsta flugið er búið og núna tekur við litla sex tíma chillið á flugvellinum hérna í Munchen. Við fljúgum þaðan til Istanbúl. Við slökum þar í einhverja tvo tíma. Svo förum við frá Istanbúl til Bakú. Eftir það eru það einhverjir fjórir eða fimm tímar í rútu. Við eigum alveg sólarhring eftir ennþá,“ sagði Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Haukaliðsins, við lendinguna í Munchen klukkan 11 í gærmorgun. Gera má ráð fyrir að Haukamenn komi ekki á hótelið sitt í bænum Mingachevir fyrr en um hádegisbilið í dag. Menn voru enn að jafna sig eftir leik við Aftureldingu í fyrrakvöld þegar þeir tíuðu sig til brottfarar á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er alveg þvæla en ég náði að sofa, sem betur fer. Það reyndar fór aðeins með mig að ég náði ekkert að sofa í nótt út af þessum leik í gær. En jú, jú þetta sleppur,“ segir Þráinn. Kvíðir meira heimferðinni Nóg af spilastokkum og borðspilum eru þá með í för svo menn geti drepið tímann á ferðalaginu. Þeir fá þá daginn í dag og morgundaginn til að jafna sig af ferðalaginu áður en taka við leikirnir tveir við heimamenn á laugardag og sunnudag. Haukar mæta liði Kur í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins en þeir unnu lið Cocks frá Finnlandi í síðustu umferð. Þráinn sagðist í gær kvíða meira fyrir ferðalaginu sem tekur við þá, heldur en því sem stendur nú yfir. „Ég er eiginlega mest stressaður fyrir heimferðinni. Við erum að spila laugardag og sunnudag og förum svo beint heim eftir leikinn á sunnudag. Ég er eiginlega meira stressaður fyrir heimferðinni, hvernig manni líður eiginlega þá. Við strákarnir reynum að gera gott úr þessu strákarnir. Við tókum pöbbkviss með, ætlum að spila gúrku og eitthvað. Við reynum að gera þetta eins gleðilegt og hægt er,“ „Ég var smá súr í líkamanum eftir þriggja tíma Finnlandsferð á leik. Þannig að ég veit ekki hvernig ég verð á mánudag og þriðjudag. Ég verð sennilega bara í hjólastól frá Keflavík heim,“ segir Þráinn. Segir kæruna aumkunarverða Það bætti ekki úr sök að þegar Haukamenn lentu í Munchen var þeim tjáð að þeir væru fallnir úr bikarkeppninni. ÍBV var dæmdur 10-0 sigur vegna mistaka við skýrslugerð í kringum 37-29 sigurs Hauka á Eyjamönnum í bikarnum á dögunum. „Þetta er svo grátbroslegt og asnalegt að maður á eiginlega ekki til orð. Þetta er ákveðið fordæmi sem er verið að gefa með þessu, það þurfa allar skýrslur að vera réttar og þarf að framfylgja því,“ segir Þráinn og bætir við: „Ég verð að vera hreinskilinn, að mér finnst aumkunarvert þegar þú tapar með átta og átt ekki breik í leik, að þú hafir í þér að kæra hann.“ Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Haukar deildu flugi með fréttamönnum sem voru á leið á Evrópumót kvenna í handbolta sem hefst í Innsbruck í dag en Ísland hefur leik á morgun. Fyrsti leggur ferðalags Haukamanna var til Munchen í Þýskalandi. Þegar þetta er skrifað hafa fréttamennirnir komið sér fyrir í Innsbruck, tekið viðtöl og kíkt á landsliðsæfingu og gist eina nótt á hóteli á meðan Haukar eru enn á ferðalagi rúmum sólarhring síðar. „Fyrsta flugið er búið og núna tekur við litla sex tíma chillið á flugvellinum hérna í Munchen. Við fljúgum þaðan til Istanbúl. Við slökum þar í einhverja tvo tíma. Svo förum við frá Istanbúl til Bakú. Eftir það eru það einhverjir fjórir eða fimm tímar í rútu. Við eigum alveg sólarhring eftir ennþá,“ sagði Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Haukaliðsins, við lendinguna í Munchen klukkan 11 í gærmorgun. Gera má ráð fyrir að Haukamenn komi ekki á hótelið sitt í bænum Mingachevir fyrr en um hádegisbilið í dag. Menn voru enn að jafna sig eftir leik við Aftureldingu í fyrrakvöld þegar þeir tíuðu sig til brottfarar á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er alveg þvæla en ég náði að sofa, sem betur fer. Það reyndar fór aðeins með mig að ég náði ekkert að sofa í nótt út af þessum leik í gær. En jú, jú þetta sleppur,“ segir Þráinn. Kvíðir meira heimferðinni Nóg af spilastokkum og borðspilum eru þá með í för svo menn geti drepið tímann á ferðalaginu. Þeir fá þá daginn í dag og morgundaginn til að jafna sig af ferðalaginu áður en taka við leikirnir tveir við heimamenn á laugardag og sunnudag. Haukar mæta liði Kur í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins en þeir unnu lið Cocks frá Finnlandi í síðustu umferð. Þráinn sagðist í gær kvíða meira fyrir ferðalaginu sem tekur við þá, heldur en því sem stendur nú yfir. „Ég er eiginlega mest stressaður fyrir heimferðinni. Við erum að spila laugardag og sunnudag og förum svo beint heim eftir leikinn á sunnudag. Ég er eiginlega meira stressaður fyrir heimferðinni, hvernig manni líður eiginlega þá. Við strákarnir reynum að gera gott úr þessu strákarnir. Við tókum pöbbkviss með, ætlum að spila gúrku og eitthvað. Við reynum að gera þetta eins gleðilegt og hægt er,“ „Ég var smá súr í líkamanum eftir þriggja tíma Finnlandsferð á leik. Þannig að ég veit ekki hvernig ég verð á mánudag og þriðjudag. Ég verð sennilega bara í hjólastól frá Keflavík heim,“ segir Þráinn. Segir kæruna aumkunarverða Það bætti ekki úr sök að þegar Haukamenn lentu í Munchen var þeim tjáð að þeir væru fallnir úr bikarkeppninni. ÍBV var dæmdur 10-0 sigur vegna mistaka við skýrslugerð í kringum 37-29 sigurs Hauka á Eyjamönnum í bikarnum á dögunum. „Þetta er svo grátbroslegt og asnalegt að maður á eiginlega ekki til orð. Þetta er ákveðið fordæmi sem er verið að gefa með þessu, það þurfa allar skýrslur að vera réttar og þarf að framfylgja því,“ segir Þráinn og bætir við: „Ég verð að vera hreinskilinn, að mér finnst aumkunarvert þegar þú tapar með átta og átt ekki breik í leik, að þú hafir í þér að kæra hann.“
Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira