Má búast við hasar í hörkuverkefni Valur Páll Eiríksson skrifar 8. nóvember 2024 15:32 Valskonur eiga hörkuverkefni fyrir höndum gegn sterku liði Kristianstad. vísir / hulda margrét Valur mætir sterku Íslendingaliði Kristianstad í EHF-bikar kvenna í handbolta að Hlíðarenda klukkan 16:30 á morgun. Þjálfari Vals vill viðhalda góðu gengi gegn sterkum andstæðingi. „Við erum búin að skoða Kristianstad vel. Þær hafa verið að spila á stórum köflum gríðarlega vel í sænsku deildinni. Þær eru með þétt og gott lið. Þannig að við þurfum að leika vel til að ná í hagstæð og góð úrslit,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, í samtali við íþróttadeild. Með liði Kristianstad leika þær Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Berta Rut Harðardóttir. Það gerir verkefnið þeim mun áhugaverðara og ávallt skemmtilegt þegar Íslendingalið koma hingað heim í Evrópuverkefni. „Jóhanna hefur verið í lykilhlutverki og verið að standa sig gríðarlega vel þarna úti. Berta hefur verið kannski í minna hlutverki en ég vonast til að sjá hana á vellinum á morgun. Hún er, eins og við munum úr deildinni hér, góður og mjög svo klókur leikmaður sem verður gaman að sjá í deildinni á morgun,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, býst við hörkuleik.Vísir/Anton Brink Valskonur koma fullar sjálfstrausts inn í verkefnið enda unnið alla átta leiki sína í deildinni til þessa eftir mikla sigurgöngu á síðasta tímabili. Ljóst er að verkefnið er ærið og má búast við hasar þar sem bæði lið vilja keyra upp hraðann. „Okkur hefur gengið vel og stelpurnar hafa spilað vel, bæði núna í haust og í fyrra. Við fáum aðeins öðruvísi mótherja. Þær eru líkamlega sterkar og spila sterka 6-0 vörn, þar sem Jóhanna er einmitt í miðju varnarinnar. Við þurfum að spila vel agaðan og góðan sóknarleik. Svo þurfum við að skila okkur vel til baka því þær keyra mjög hátt tempo í hraðaupphlaupunum,“ segir Ágúst. Valur vann þá öruggan sigur á Zalgiris Kaunas frá Litáen í síðustu umferð en ljóst er að Kristianstad er allt annað skrímsli en þær litáísku. „Við hefðum alveg getað verið heppnari með drátt núna. En að sama skapi er ferðalagið þægilegt í útileikinn, sem er kosturinn. Sænska deildin er sterk og hærra skrifuð en sú íslenska. Það reynir svolítið á okkur og verður gaman að sjá,“ segir Ágúst. Nóg verður um að vera á Hlíðarenda fyrir leik og treystir Ágúst á góðan stuðning. Ég er sannfærður að með góðum stuðningi áhorfenda, það er góð dagskrá í Valsheimilinu fyrir bæði krakka og fullorðna, með góðum stuðningi er ég sannfærður um að við getum komið á óvart og náð í góð úrslit á morgun,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Kristianstad er klukkan 16:30 að Hlíðarenda á morgun. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Sjá meira
„Við erum búin að skoða Kristianstad vel. Þær hafa verið að spila á stórum köflum gríðarlega vel í sænsku deildinni. Þær eru með þétt og gott lið. Þannig að við þurfum að leika vel til að ná í hagstæð og góð úrslit,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, í samtali við íþróttadeild. Með liði Kristianstad leika þær Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Berta Rut Harðardóttir. Það gerir verkefnið þeim mun áhugaverðara og ávallt skemmtilegt þegar Íslendingalið koma hingað heim í Evrópuverkefni. „Jóhanna hefur verið í lykilhlutverki og verið að standa sig gríðarlega vel þarna úti. Berta hefur verið kannski í minna hlutverki en ég vonast til að sjá hana á vellinum á morgun. Hún er, eins og við munum úr deildinni hér, góður og mjög svo klókur leikmaður sem verður gaman að sjá í deildinni á morgun,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, býst við hörkuleik.Vísir/Anton Brink Valskonur koma fullar sjálfstrausts inn í verkefnið enda unnið alla átta leiki sína í deildinni til þessa eftir mikla sigurgöngu á síðasta tímabili. Ljóst er að verkefnið er ærið og má búast við hasar þar sem bæði lið vilja keyra upp hraðann. „Okkur hefur gengið vel og stelpurnar hafa spilað vel, bæði núna í haust og í fyrra. Við fáum aðeins öðruvísi mótherja. Þær eru líkamlega sterkar og spila sterka 6-0 vörn, þar sem Jóhanna er einmitt í miðju varnarinnar. Við þurfum að spila vel agaðan og góðan sóknarleik. Svo þurfum við að skila okkur vel til baka því þær keyra mjög hátt tempo í hraðaupphlaupunum,“ segir Ágúst. Valur vann þá öruggan sigur á Zalgiris Kaunas frá Litáen í síðustu umferð en ljóst er að Kristianstad er allt annað skrímsli en þær litáísku. „Við hefðum alveg getað verið heppnari með drátt núna. En að sama skapi er ferðalagið þægilegt í útileikinn, sem er kosturinn. Sænska deildin er sterk og hærra skrifuð en sú íslenska. Það reynir svolítið á okkur og verður gaman að sjá,“ segir Ágúst. Nóg verður um að vera á Hlíðarenda fyrir leik og treystir Ágúst á góðan stuðning. Ég er sannfærður að með góðum stuðningi áhorfenda, það er góð dagskrá í Valsheimilinu fyrir bæði krakka og fullorðna, með góðum stuðningi er ég sannfærður um að við getum komið á óvart og náð í góð úrslit á morgun,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Kristianstad er klukkan 16:30 að Hlíðarenda á morgun.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Sjá meira