„Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. janúar 2025 22:35 Ágúst Jóhannsson hefur ekki tapað leik með Val í langan tíma. vísir / anton brink „Ég er mjög ánægður, fannst við spila mjög vel og sérstaklega í seinni hálfleik. Vorum mjög sannfærandi og vinnum í raun bara nokkuð sannfærandi,“ sagði stoltur og sáttur Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir 31-28 sigur sinna kvenna í toppslag Olís deildarinnar gegn Fram. Eftir tvo leiki á fimm dögum í upphafi árs flýgur liðið svo til Spánar í nótt. „Það er mikið álag og pressa á liðinu, smá meiðsli líka og annað, þannig að ég er bara mjög ánægður... Fram er auðvitað með hörkulið, helling af landsliðsmönnum og feykilega góðan útlending í markinu. En við erum með góða breidd og ég var ánægður með ungu stelpurnar, þær stóðu sig vel. Ásthildur sem dæmi með góð mörk í horninu, við erum að gefa þessum stelpum tækifæri og þær eru að standa sig vel. Frammistaðan hjá liðinu heilt yfir góð og vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum á laugardaginn,“ hélt Ágúst áfram. Valur hefur nú leikið tvo leiki í deild á aðeins fimm dögum og ekki linnir álaginu því framundan er einvígi í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins gegn spænska meistaraliðinu frá Malaga. „Við æfðum vel og þær voru mjög duglegar í pásunni. Standið er bara gott og það er líka okkar [þjálfaranna] að nýta breiddina, hreyfa við liðinu svolítið og það tókst bara fínt í dag. Náðum að hvíla ágætlega í fyrri hálfleik, vorum bara ferskar og áttum mikið á tanknum í lokin.“ Liðið mun fljúga til Spánar í nótt og spila síðdegis á laugardag. „Klárlega [mikil spenna]. Erum að mæta Spánarmeisturunum og liðinu sem er í efsta sæti þar, en við erum að sama skapi með sannfærandi stöðu í deildinni hér og búnar að vera dóminerandi hérna á Íslandi. Þannig að það verður gaman að máta okkur við þetta lið, við förum full bjartsýni en vitum að við erum að spila á móti feykilega góðu liði,“ sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Valur EHF-bikarinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira
„Það er mikið álag og pressa á liðinu, smá meiðsli líka og annað, þannig að ég er bara mjög ánægður... Fram er auðvitað með hörkulið, helling af landsliðsmönnum og feykilega góðan útlending í markinu. En við erum með góða breidd og ég var ánægður með ungu stelpurnar, þær stóðu sig vel. Ásthildur sem dæmi með góð mörk í horninu, við erum að gefa þessum stelpum tækifæri og þær eru að standa sig vel. Frammistaðan hjá liðinu heilt yfir góð og vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum á laugardaginn,“ hélt Ágúst áfram. Valur hefur nú leikið tvo leiki í deild á aðeins fimm dögum og ekki linnir álaginu því framundan er einvígi í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins gegn spænska meistaraliðinu frá Malaga. „Við æfðum vel og þær voru mjög duglegar í pásunni. Standið er bara gott og það er líka okkar [þjálfaranna] að nýta breiddina, hreyfa við liðinu svolítið og það tókst bara fínt í dag. Náðum að hvíla ágætlega í fyrri hálfleik, vorum bara ferskar og áttum mikið á tanknum í lokin.“ Liðið mun fljúga til Spánar í nótt og spila síðdegis á laugardag. „Klárlega [mikil spenna]. Erum að mæta Spánarmeisturunum og liðinu sem er í efsta sæti þar, en við erum að sama skapi með sannfærandi stöðu í deildinni hér og búnar að vera dóminerandi hérna á Íslandi. Þannig að það verður gaman að máta okkur við þetta lið, við förum full bjartsýni en vitum að við erum að spila á móti feykilega góðu liði,“ sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Valur EHF-bikarinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira