Áliðnaður

Fréttamynd

Segir methagnað uppskeru af uppbyggingu virkjana

Landsvirkjun skilaði fjörutíuogfimm milljarða króna hagnaði á síðastliðnu ári og leggur stjórn fyrirtækisins til að tuttugu milljarða króna arður verði greiddur í ríkissjóð, fimm milljörðum meira en fjárlög gera ráð fyrir. Forstjórinn segir þetta uppskeru virkjanauppbyggingar síðustu áratuga en endursamningar við stóriðju séu þó stærsti áhrifaþátturinn í góðri afkomu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki tjaldað til einnar nætur í íslenskum áliðnaði

Ríkissjóður hefur verulegar tekjur af ETS-kerfinu, viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir, þar sem ríkið fær úthlutað heimildum sem kallast á við útgjöld stóriðjunnar. Þó að útfærslan hafi ekki verið þannig hér á landi, þá er hugsunin með ETS-kerfinu er sú, að tekjur ríkja af kerfinu renni aftur til atvinnulífsins í formi styrkja til loftslagsvænna verkefna. Ekki er því lagt upp með að þetta sé bein skattlagning heldur að stjórnvöld og atvinnulíf leggist á eitt við að leysa loftslagsvandann.

Umræðan
Fréttamynd

Hag­kerfið við­kvæmara fyrir verð­sveiflum sjávar­af­urða en áls

Hátt afurðaverð sjávarfangs á fyrstu níu mánuðum ársins tryggir að viðskiptajöfnuður þjóðarbúsins hefur haldist í horfinu. Verðþróun á þorski skiptir höfuðmáli fyrir útflutningstekjur Íslands og því gæti skörp, efnahagsleg niðursveifla í Bretlandi haft slæm áhrif á viðskiptajöfnuð Íslands. Hagkerfið er orðið minna viðkvæmt fyrir sveiflum í álverði en áður var.

Innherji
Fréttamynd

Norðurál leggst á árar með Norsk Hydro

Fjöldi álframleiðenda hefur kallað eftir því að viðskiptaþvinganir Vesturlanda nái líka til rússneskra framleiðenda. Norðurál, dótturfélag Century Aluminum á Íslandi, tekur undir þann málflutning og kallar eftir því að hömlur verði settar á útflutning á rússnesku áli til Evrópu og Bandaríkjanna.

Innherji
Fréttamynd

Austfirðir væru ekki það sem þeir eru í dag hefði álverið ekki komið

Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. Fimmtán ár eru um þessar mundir frá því rekstur þess hófst.

Innlent
Fréttamynd

Dregið úr ál­fram­leiðslu í Noregi

Norski álframleiðandinn Norsk Hydro mun draga úr álframleiðslu í það minnsta tímabundið vegna minnkandi eftirspurnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Innherji
Fréttamynd

Flúor ekki mælst meiri í lofti og lömbum við Grundar­tanga

Magn flúors var óvenjuhátt í kringum iðnaðarsvæðið á Grundartanga á seinasta ári þar sem Norðurál, Alur Álvinnsla og Elkem eru meðal annars með starfsemi. Þá var styrkur brennisteinstvíoxíðs og brennisteinsvetnis með því hæsta sem mælst hefur.

Innlent
Fréttamynd

Miklar hækkanir á álverði skilar Norðuráli hagnaði upp á tíu milljarða

Miklar verðhækkanir á álverði á heimsmarkaði skiluðu sér í því að tekjur Norðuráls á Grundartanga jukust um 39 prósent á árinu 2021 og námu samtals 791 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 103 milljarða króna. Mikil umskipti voru í afkomu álversins sem hagnaðist um 79,4 milljónir dala eftir skatta borið saman við tap upp á tæplega 9 milljónir dala á árinu 2020.

Innherji
Fréttamynd

Það er alltaf hægt að gera (eitt­hvað) betur

Við hjá Norðuráli vinnum við að framleiða ál, en við gerum það ekki hvernig sem er. Við teljum okkar hlutverk vera að skapa verðmæti á samkeppnishæfan hátt, framleiða ál sem mætir þörfum viðskiptavina og að vera ábyrgur samfélagsþegn.

Skoðun
Fréttamynd

Lands­virkjun skerti orku til fiski­mjöls­bræðslna

Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjálf­bær orku­fram­tíð

„Sjálfbær orkuframtíð“ er yfirskrift orkustefnu Íslands sem kynnt var í vetur að frumkvæði iðnaðarráðherra, en að henni stóð starfshópur með aðkomu allra þingflokka. Uppleggið var að skapa sátt um framtíðarsýn Íslands í orkumálum.

Skoðun
Fréttamynd

Ál er ekki það sama og ál

Alvarleg staða í loftslagsmálum er flestum ljós, en engu að síður er sláandi að lesa niðurstöður nýútkominnar ástandsskýrslu milliríkjanefndar um loftslagsmál.

Skoðun
Fréttamynd

Í skemmtilegri tilraun á Facebook og skrifar í þakklætisbók daglega

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, segist vera mikil áskorunarmanneskja sem mætti þó bæta sig aðeins í skipulaginu. Dagmar skrifar í þakklætisbók kvölds og morgna og fór í áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlunum. Hætti á Instagram og síðar í öllu á Facebook nema einstaka hópum. Dagmar segir erfiðara að fara í frí frá Facebook en Instagram.

Atvinnulíf