Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 23:46 Trump sagði fréttamanni frá fyrirhuguðum tollum um borð í forsetaflugvélinni. Í sömu flugferð skrifaði hann undir plagg sem kvað á um að 9. febrúar yrði framvegis „dagur Ameríkuflóans.“ Trump hefur breytt, eða sagst vilja breyta, nafni Mexíkóflóa í Ameríkuflóa. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla leggja 25 prósenta toll á allan innflutning á stáli og áli strax á morgun. Þá muni hann einnig leggja gagnkvæma tolla á öll ríki sem hafa lagt tolla á bandarískan útflutning. Trump sagði þetta við fréttamenn er hann var um borð í forsetaflugvélinni Air Force One á leið á Ofurskálina. Samkvæmt BBC á hann að hafa sagt að tollarnir muni eiga við um „allt stál“ og ál sem flutt er inn til Bandaríkjanna. Þeir eigi að taka gildi strax á mánudaginn. Þá muni gagnkvæmu tollarnir taka gildi á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. „Þetta er einfalt, ef þau rukka okkur, þá rukkum við þau. Þetta verður frábært fyrir alla, líka hin löndin,“ sagði Trump. Hætti við tolla á Mexíkó og Kanada Donald Trump hótaði fyrir rúmlega viku að leggja 25 prósenta toll á allar vorur frá Kanada og Mexíkó, og tíu prósenta toll á vörur frá Kína. Tollunum gegn Mexíkó og Kanada var frestað eftir að leiðtogar ríkjanna lofuðu að stórefla landamæragæslu sína með það að markmiði að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Árið 2018 lagði ríkisstjórn Trumps í Bandaríkjunum 25 prósent toll á allan stálinnflutning og 10 prósent á allan álinnflutning frá Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu. Samkomulag náðist rúmu ári síðar um að afnema tollana gegn Mexíkó og Kanada, en þá voru gerðir viðskiptasamningar milli landanna þriggja, USMCA samkomulagið. BBC. Íslenskt ál fer að langmestu til Evrópu Í nýrri greiningu sem Samtök Iðnaðarins fóru fyrir kom fram að frá Íslandi hefðu verið fluttar út iðnaðarvörur til Bandaríkjanna og ESB fyrir um 422 milljarða króna árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu og Hagstofu Íslands. Þá hafi vöruútflutningur iðnaðarvara til ESB numið 382 milljörðum króna, eða rétt um 91 prósenti. Þar af hafi um 300 milljarðar samanstaðið af álútflutningi. „Allt ál sem að framleitt er hér á landi fer til Evrópu meira og minna,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. Verðmæti iðnaðarvara sem fluttar voru frá Íslandi til Bandaríkjanna numu um 40 milljörðum árið 2023, og þar var hugverkaiðnaður í aðalhlutverki. „Við erum að sjá það til dæmis að lækningavörur og tæki er það sem við flytjum mest af út til Bandaríkjanna þegar kemur að iðnaðarvörum. Síðan eru það matvæla-, drykkjar- og landbúnaðarvörur,“ segir Sigurður. Sigurður hefur sagt að mikilvægt sé fyrir Ísland að gæta hagsmuna sinna gagnvart bæði ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning. Á vefsíðu Samtaka álframleiðanda á Íslandi er sagt frá því að allt ál sem framleitt er á Íslandi sé að uppistöðu flutt til Evrópusambandsins. Þá sé ál frá Norðuráli til að mynda selt til Rotterdam og þaðan fari það í dreifingu til annarra Evrópulanda. Það sé meðal annars notað í framleiðslu Mercedes Benz bíla, og íhluti fyrir bíla eins og felgur. Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Áliðnaður Tengdar fréttir Hvað gengur Trump til með tollum? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins. 3. febrúar 2025 11:40 Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna sem áttu að beinast að Kanada hefur verið frestað. 3. febrúar 2025 22:05 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Trump sagði þetta við fréttamenn er hann var um borð í forsetaflugvélinni Air Force One á leið á Ofurskálina. Samkvæmt BBC á hann að hafa sagt að tollarnir muni eiga við um „allt stál“ og ál sem flutt er inn til Bandaríkjanna. Þeir eigi að taka gildi strax á mánudaginn. Þá muni gagnkvæmu tollarnir taka gildi á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. „Þetta er einfalt, ef þau rukka okkur, þá rukkum við þau. Þetta verður frábært fyrir alla, líka hin löndin,“ sagði Trump. Hætti við tolla á Mexíkó og Kanada Donald Trump hótaði fyrir rúmlega viku að leggja 25 prósenta toll á allar vorur frá Kanada og Mexíkó, og tíu prósenta toll á vörur frá Kína. Tollunum gegn Mexíkó og Kanada var frestað eftir að leiðtogar ríkjanna lofuðu að stórefla landamæragæslu sína með það að markmiði að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Árið 2018 lagði ríkisstjórn Trumps í Bandaríkjunum 25 prósent toll á allan stálinnflutning og 10 prósent á allan álinnflutning frá Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu. Samkomulag náðist rúmu ári síðar um að afnema tollana gegn Mexíkó og Kanada, en þá voru gerðir viðskiptasamningar milli landanna þriggja, USMCA samkomulagið. BBC. Íslenskt ál fer að langmestu til Evrópu Í nýrri greiningu sem Samtök Iðnaðarins fóru fyrir kom fram að frá Íslandi hefðu verið fluttar út iðnaðarvörur til Bandaríkjanna og ESB fyrir um 422 milljarða króna árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu og Hagstofu Íslands. Þá hafi vöruútflutningur iðnaðarvara til ESB numið 382 milljörðum króna, eða rétt um 91 prósenti. Þar af hafi um 300 milljarðar samanstaðið af álútflutningi. „Allt ál sem að framleitt er hér á landi fer til Evrópu meira og minna,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. Verðmæti iðnaðarvara sem fluttar voru frá Íslandi til Bandaríkjanna numu um 40 milljörðum árið 2023, og þar var hugverkaiðnaður í aðalhlutverki. „Við erum að sjá það til dæmis að lækningavörur og tæki er það sem við flytjum mest af út til Bandaríkjanna þegar kemur að iðnaðarvörum. Síðan eru það matvæla-, drykkjar- og landbúnaðarvörur,“ segir Sigurður. Sigurður hefur sagt að mikilvægt sé fyrir Ísland að gæta hagsmuna sinna gagnvart bæði ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning. Á vefsíðu Samtaka álframleiðanda á Íslandi er sagt frá því að allt ál sem framleitt er á Íslandi sé að uppistöðu flutt til Evrópusambandsins. Þá sé ál frá Norðuráli til að mynda selt til Rotterdam og þaðan fari það í dreifingu til annarra Evrópulanda. Það sé meðal annars notað í framleiðslu Mercedes Benz bíla, og íhluti fyrir bíla eins og felgur.
Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Áliðnaður Tengdar fréttir Hvað gengur Trump til með tollum? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins. 3. febrúar 2025 11:40 Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna sem áttu að beinast að Kanada hefur verið frestað. 3. febrúar 2025 22:05 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Hvað gengur Trump til með tollum? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins. 3. febrúar 2025 11:40
Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22
Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna sem áttu að beinast að Kanada hefur verið frestað. 3. febrúar 2025 22:05