Álverið vildi ekki þurfa að vakta Norðurá og firðina Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2025 11:39 Álvar Fjarðaáls við Reyðarfjörð. Jóhann K. Jóhannsson Úrskurðarnefnd hafnaði því að ógilda ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi álversins á Reyðarfirði. Fyrirtækið mótmælti því að vera gert að vakta möguleg umhverfisáhrif starfsemi þess á Norðurá, Reyðarfjörð og Eskifjörð. Alcoa Fjarðaál kærði ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi álversins til ársins 2040 vegna breytinga sem voru gerðar á því í fyrra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Breytingarnar komu til vegna vatnaáæltunar Íslands sem fjallar meðal annars um vöktun á umhverfisáhrifum á svonefnd vatnshlot, skilgreind vatnasvæði eins og ár eða firði. Þá bætti stofnunin inn í starfsleyfi álversins kvöðum um vöktun Norðurár og vatns í Reyðarfirði og Eskifirði vegna mögulegra áhrifa starfseminnar á það. Eldra starfsleyfið lagði fyrir skyldu á fyrirtækið að taka reglulega sýni úr vatni og sjó á tíu stöðvum á nálægum vatnasviðum. Þessu andmælti fyrirtækið og vísaði til þess að ekkert beint frárennsli væri frá álverinu til sjávar. Taldi fyrirtækið að vöktunarskyldan væri of íþyngjandi. Benti það á að önnur umfangsmikil starfsemi sem losaði fráveituvatn væri í Reyðarfirði auk fiskeldis í opnum sjókvíum. Umhverfisstofnun mótmæli á móti að Alcoa fullyrti að fyrirtækinu væri svo gott sem einu gert að annast vöktunina. Í starfsleyfinu kæmi skýrt fram að vöktun skyldi vera í samræmi við umfang losunar. Starfsleyfi annarrar starfsemi á svæðinu sem Alcoa vísaði til væru frá því að áður en breytingar hefðu verið gerðar vegna vatnaáætlunar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á að ákvæði nýja starfsleyfisins um aukna vöktunarskyldu væru nokkuð óskýr og að það ylli ákveðinni réttaróvissu um umfang og kostnað álversins af vöktuninni. Þegar það var borið undir Umhverfisstofnun hvort að breytingarnar á starfsleyfinu ykju vöktunarskyldu og á hvaða hátt sagði hún að vöktunaráætlun hefði enn ekki verið uppfærð en viðbúið væri að hún tæki breytingum vegna aukinnar vöktunarskyldu. Skyldurnar yrðu útfærðar nánar þegar áætlunin yrði uppfærð. Í því ljósi taldi úrskurðarnefndin ákvörðun stofnunarinnar ekki háða svo verulegum annmörkum að hún gæti fallist á kröfu Alcoa um að fella hana úr gildi. Mögulegt væri þó hægt að bera ágreining um umfang vöktunarinnar undir úskurðarnefndina síðar. Stóriðja Umhverfismál Vatn Fjarðabyggð Áliðnaður Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Alcoa Fjarðaál kærði ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi álversins til ársins 2040 vegna breytinga sem voru gerðar á því í fyrra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Breytingarnar komu til vegna vatnaáæltunar Íslands sem fjallar meðal annars um vöktun á umhverfisáhrifum á svonefnd vatnshlot, skilgreind vatnasvæði eins og ár eða firði. Þá bætti stofnunin inn í starfsleyfi álversins kvöðum um vöktun Norðurár og vatns í Reyðarfirði og Eskifirði vegna mögulegra áhrifa starfseminnar á það. Eldra starfsleyfið lagði fyrir skyldu á fyrirtækið að taka reglulega sýni úr vatni og sjó á tíu stöðvum á nálægum vatnasviðum. Þessu andmælti fyrirtækið og vísaði til þess að ekkert beint frárennsli væri frá álverinu til sjávar. Taldi fyrirtækið að vöktunarskyldan væri of íþyngjandi. Benti það á að önnur umfangsmikil starfsemi sem losaði fráveituvatn væri í Reyðarfirði auk fiskeldis í opnum sjókvíum. Umhverfisstofnun mótmæli á móti að Alcoa fullyrti að fyrirtækinu væri svo gott sem einu gert að annast vöktunina. Í starfsleyfinu kæmi skýrt fram að vöktun skyldi vera í samræmi við umfang losunar. Starfsleyfi annarrar starfsemi á svæðinu sem Alcoa vísaði til væru frá því að áður en breytingar hefðu verið gerðar vegna vatnaáætlunar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á að ákvæði nýja starfsleyfisins um aukna vöktunarskyldu væru nokkuð óskýr og að það ylli ákveðinni réttaróvissu um umfang og kostnað álversins af vöktuninni. Þegar það var borið undir Umhverfisstofnun hvort að breytingarnar á starfsleyfinu ykju vöktunarskyldu og á hvaða hátt sagði hún að vöktunaráætlun hefði enn ekki verið uppfærð en viðbúið væri að hún tæki breytingum vegna aukinnar vöktunarskyldu. Skyldurnar yrðu útfærðar nánar þegar áætlunin yrði uppfærð. Í því ljósi taldi úrskurðarnefndin ákvörðun stofnunarinnar ekki háða svo verulegum annmörkum að hún gæti fallist á kröfu Alcoa um að fella hana úr gildi. Mögulegt væri þó hægt að bera ágreining um umfang vöktunarinnar undir úskurðarnefndina síðar.
Stóriðja Umhverfismál Vatn Fjarðabyggð Áliðnaður Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira