Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 11:31 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki einhug innan Evrópusambandsins um verndartollana sem sambandið hyggst leggja á Ísland. Vísir/anton brink Forsætisráðherra hafnar því að ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið trufli hana í að gæta hagsmunum Íslands á alþjóðavettvangi. Hún líti á allar sínar utanlandsferðir í embætti sem hagsmunagæsluferðir. Líkt og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið leggja tolla á kísiljárn og járnblendi. Forstjóri Elkem, eina kísiljárnframleiðanda landsins, segir að tollarnir komi til með að þurrka samkeppnishæfni félagsins út. Ríkisstjórnin hefur í leið sætt gagnrýni fyrir að standa ekki vörð um hagsmuni landsins með nægilegum þunga, og ráðamenn sagt ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið ástæðu þess. Í viðtali við Helga Seljan í Morgunglugganum á Rás 1 í morgun segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra það af og frá. „Allir þeir fundir sem ég hef átt eftir að ég tók embætti, og það sama á við um utanríkisráðherra, hafa falið í sér mjög skýr skilaboð af okkar hálfu að standa með hagsmunum Íslands. Ég, til dæmis, álít allar mínar utanlandsferðir fyrst og fremst sem hagsmunagæsluferðir. Við erum með skýr skilaboð á öllum funsum, hvort sem það eru tollar eða verndaraðgerðir, af því að við höfum haft áhyggjur af ekki endilega bara þessu heldur almennt alþjóðamálum þegar kemur að verndartollum út af stöðunni sem er uppi í Bandaríkjunum og annars staðar,“ sagði Kristrún í viðtalinu. Hún segir ákvörðun Evrópusambandsins um verndartollana á kísiljárn ekki léttvæga. „Fólki finnst þetta auðvitað ekki jákvætt skref að því leytinu til að það er aldrei jákvætt að ráðast í svona aðgerðir. Þetta er viðskiptablokk sem trúir á frjálsa samkeppni en er auðvitað að eiga við það eins og við höfum auðvitað fundið fyrir í okkar eigin geirum hér heima.“ Hún tekur undir með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um að ef slíkum verndaraðgerðum yrði komið á væri það brot á EES-samningnum. „Það er ekki einhugur, að ég tel, meðal landa Evrópusambandsins um þetta. En ég held að það dyljist engu um það að munurinn þar á eru hagsmunir. Það eru hagsmunir ákveðinna landa undir en annarra ekki.“ Hún ítrekar að sú staða sem upp er komin í tengslum við verndartollana hafi ekkert að gera með skort á hagsmunagæslu af hálfu Íslands. Evrópusambandið Utanríkismál Skattar og tollar Áliðnaður Samfylkingin Tengdar fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. 28. júlí 2025 21:40 Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03 Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið leggja tolla á kísiljárn og járnblendi. Forstjóri Elkem, eina kísiljárnframleiðanda landsins, segir að tollarnir komi til með að þurrka samkeppnishæfni félagsins út. Ríkisstjórnin hefur í leið sætt gagnrýni fyrir að standa ekki vörð um hagsmuni landsins með nægilegum þunga, og ráðamenn sagt ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið ástæðu þess. Í viðtali við Helga Seljan í Morgunglugganum á Rás 1 í morgun segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra það af og frá. „Allir þeir fundir sem ég hef átt eftir að ég tók embætti, og það sama á við um utanríkisráðherra, hafa falið í sér mjög skýr skilaboð af okkar hálfu að standa með hagsmunum Íslands. Ég, til dæmis, álít allar mínar utanlandsferðir fyrst og fremst sem hagsmunagæsluferðir. Við erum með skýr skilaboð á öllum funsum, hvort sem það eru tollar eða verndaraðgerðir, af því að við höfum haft áhyggjur af ekki endilega bara þessu heldur almennt alþjóðamálum þegar kemur að verndartollum út af stöðunni sem er uppi í Bandaríkjunum og annars staðar,“ sagði Kristrún í viðtalinu. Hún segir ákvörðun Evrópusambandsins um verndartollana á kísiljárn ekki léttvæga. „Fólki finnst þetta auðvitað ekki jákvætt skref að því leytinu til að það er aldrei jákvætt að ráðast í svona aðgerðir. Þetta er viðskiptablokk sem trúir á frjálsa samkeppni en er auðvitað að eiga við það eins og við höfum auðvitað fundið fyrir í okkar eigin geirum hér heima.“ Hún tekur undir með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um að ef slíkum verndaraðgerðum yrði komið á væri það brot á EES-samningnum. „Það er ekki einhugur, að ég tel, meðal landa Evrópusambandsins um þetta. En ég held að það dyljist engu um það að munurinn þar á eru hagsmunir. Það eru hagsmunir ákveðinna landa undir en annarra ekki.“ Hún ítrekar að sú staða sem upp er komin í tengslum við verndartollana hafi ekkert að gera með skort á hagsmunagæslu af hálfu Íslands.
Evrópusambandið Utanríkismál Skattar og tollar Áliðnaður Samfylkingin Tengdar fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. 28. júlí 2025 21:40 Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03 Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. 28. júlí 2025 21:40
Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03
Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17