Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 11:31 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki einhug innan Evrópusambandsins um verndartollana sem sambandið hyggst leggja á Ísland. Vísir/anton brink Forsætisráðherra hafnar því að ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið trufli hana í að gæta hagsmunum Íslands á alþjóðavettvangi. Hún líti á allar sínar utanlandsferðir í embætti sem hagsmunagæsluferðir. Líkt og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið leggja tolla á kísiljárn og járnblendi. Forstjóri Elkem, eina kísiljárnframleiðanda landsins, segir að tollarnir komi til með að þurrka samkeppnishæfni félagsins út. Ríkisstjórnin hefur í leið sætt gagnrýni fyrir að standa ekki vörð um hagsmuni landsins með nægilegum þunga, og ráðamenn sagt ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið ástæðu þess. Í viðtali við Helga Seljan í Morgunglugganum á Rás 1 í morgun segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra það af og frá. „Allir þeir fundir sem ég hef átt eftir að ég tók embætti, og það sama á við um utanríkisráðherra, hafa falið í sér mjög skýr skilaboð af okkar hálfu að standa með hagsmunum Íslands. Ég, til dæmis, álít allar mínar utanlandsferðir fyrst og fremst sem hagsmunagæsluferðir. Við erum með skýr skilaboð á öllum funsum, hvort sem það eru tollar eða verndaraðgerðir, af því að við höfum haft áhyggjur af ekki endilega bara þessu heldur almennt alþjóðamálum þegar kemur að verndartollum út af stöðunni sem er uppi í Bandaríkjunum og annars staðar,“ sagði Kristrún í viðtalinu. Hún segir ákvörðun Evrópusambandsins um verndartollana á kísiljárn ekki léttvæga. „Fólki finnst þetta auðvitað ekki jákvætt skref að því leytinu til að það er aldrei jákvætt að ráðast í svona aðgerðir. Þetta er viðskiptablokk sem trúir á frjálsa samkeppni en er auðvitað að eiga við það eins og við höfum auðvitað fundið fyrir í okkar eigin geirum hér heima.“ Hún tekur undir með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um að ef slíkum verndaraðgerðum yrði komið á væri það brot á EES-samningnum. „Það er ekki einhugur, að ég tel, meðal landa Evrópusambandsins um þetta. En ég held að það dyljist engu um það að munurinn þar á eru hagsmunir. Það eru hagsmunir ákveðinna landa undir en annarra ekki.“ Hún ítrekar að sú staða sem upp er komin í tengslum við verndartollana hafi ekkert að gera með skort á hagsmunagæslu af hálfu Íslands. Evrópusambandið Utanríkismál Skattar og tollar Áliðnaður Samfylkingin Tengdar fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. 28. júlí 2025 21:40 Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03 Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið leggja tolla á kísiljárn og járnblendi. Forstjóri Elkem, eina kísiljárnframleiðanda landsins, segir að tollarnir komi til með að þurrka samkeppnishæfni félagsins út. Ríkisstjórnin hefur í leið sætt gagnrýni fyrir að standa ekki vörð um hagsmuni landsins með nægilegum þunga, og ráðamenn sagt ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið ástæðu þess. Í viðtali við Helga Seljan í Morgunglugganum á Rás 1 í morgun segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra það af og frá. „Allir þeir fundir sem ég hef átt eftir að ég tók embætti, og það sama á við um utanríkisráðherra, hafa falið í sér mjög skýr skilaboð af okkar hálfu að standa með hagsmunum Íslands. Ég, til dæmis, álít allar mínar utanlandsferðir fyrst og fremst sem hagsmunagæsluferðir. Við erum með skýr skilaboð á öllum funsum, hvort sem það eru tollar eða verndaraðgerðir, af því að við höfum haft áhyggjur af ekki endilega bara þessu heldur almennt alþjóðamálum þegar kemur að verndartollum út af stöðunni sem er uppi í Bandaríkjunum og annars staðar,“ sagði Kristrún í viðtalinu. Hún segir ákvörðun Evrópusambandsins um verndartollana á kísiljárn ekki léttvæga. „Fólki finnst þetta auðvitað ekki jákvætt skref að því leytinu til að það er aldrei jákvætt að ráðast í svona aðgerðir. Þetta er viðskiptablokk sem trúir á frjálsa samkeppni en er auðvitað að eiga við það eins og við höfum auðvitað fundið fyrir í okkar eigin geirum hér heima.“ Hún tekur undir með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um að ef slíkum verndaraðgerðum yrði komið á væri það brot á EES-samningnum. „Það er ekki einhugur, að ég tel, meðal landa Evrópusambandsins um þetta. En ég held að það dyljist engu um það að munurinn þar á eru hagsmunir. Það eru hagsmunir ákveðinna landa undir en annarra ekki.“ Hún ítrekar að sú staða sem upp er komin í tengslum við verndartollana hafi ekkert að gera með skort á hagsmunagæslu af hálfu Íslands.
Evrópusambandið Utanríkismál Skattar og tollar Áliðnaður Samfylkingin Tengdar fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. 28. júlí 2025 21:40 Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03 Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. 28. júlí 2025 21:40
Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03
Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17