Skoðun: Kosningar 2021

Fréttamynd

Sjávarútvegsstefna Viðreisnar

Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan.

Skoðun
Fréttamynd

Ég á vin...

Sem heitir Sayed Khanoghli og flúði landið sitt, Afganistan þegar hann var 12 ára gamall vegna pólitískra ofsókna. Hann komst aleinn hingað til lands fyrir þremur árum og hefur fest hér rætur. Hann stundar nú nám í Borgarholtsskóla, er formaður ungliðahreyfingar Amnesty International á Íslandi og á hér marga góða vini. Við kynntumst vegna þess að ég starfa á Alþingi og er með skrifstofu við Austurvöll og Sayed vinnur í 10/11

Skoðun
Fréttamynd

Heilsa og heil­brigðis­varnir, út fyrir boxið

Nýlega sat ég vef-fund með sálfræðingi í einum af grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Á þennan kvöldfund mættu um 80 foreldrar. Sálfræðingurinn er einn okkar allra besti sérfræðingur í málefnum barna og unglinga.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru múturnar?

Spurningin sem vofir yfir íslenskum stjórnmálum, en er aldrei lögð fram er: Hvar eru múturnar? Öll grunnkerfi samfélagsins hafa verið sveigð að þörfum fjármagns- og fyrirtækjaeigenda, auðugasta fóiki landsins. Þetta hefur verið gert af stjórnmálafólki, sem kjörið er til að gæta hagsmuna almennings.

Skoðun
Fréttamynd

„Sami rassinn undir þeim öllum“

Það var árið 2012 sem við sáum til lands í fjármálum ríkisins, gátum lokað fjárlagagatinu og hafið uppbyggingu eftir stórkostlegt efnahagshrun. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við 2009 voru stýrivextir 18% og verðbólgan líka um 18%.

Skoðun
Fréttamynd

Það sem enginn þorir að ræða!

Grænir orkugjafar hafa verið grundvöllur lífsskilyrða í landinu og knúið efnahagslífið áfram. Við Íslendingar höfum náð eftirtektarverðum árangri við útskiptum jarðefnaeldsneytis fyrir hreina orkugjafa og nú liggur fyrir að taka þarf enn stærri skref.

Skoðun
Fréttamynd

Hin­segin réttindi - hvar stendur Ís­land

Þegar jafnréttisbarátta hinsegin fólks er til umræðu í samfélaginu nú til dags er oft einblínt á persónulegu hliðina. Við fáum að heyra reynslusögur og skoðanapistla um fordóma og mismunun í garð hinsegin fólks. Þessar sögur eiga fyllilega rétt á sér, það er mikilvægt að þær séu sagðar, og að á þær sé hlustað, en þær einar og sér birta ekki heildarmyndina.

Skoðun
Fréttamynd

Jafna þarf aðgengi að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni

Nokkuð hefur verið rætt um heilbrigðiskerfið síðustu misseri, hvernig skuli byggja það upp og hvort auka eigi þátt einkageirans. Í dag er fjórðungur kerfisins rekin af einkaaðilum, kerfið sjálft fer sístækkandi með fjölgun íbúa og hækkandi lífaldri ásamt aukum fjölda ferðamanna. Framsóknarflokkurinn styður blandað kerfi og telur að það sé farsæll kostur til að efla heilbrigðiskerfið í heild.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eiga börnin okkar að búa?

Árin 2005-2007 ríkti þórðargleði hjá fólki sem var að kaupa íbúðarhúsnæði sem hækkaði í verði nánast mánaðarlega. Dæmi voru um að íbúð tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Alvöru McKinsey II

Í fyrri pistli fór ég stuttlega yfir hvað segir í raun og veru í nýlegri skýrslu McKinsey um heilbrigðiskerfið. Þar tel ég mig eiginlega hafa verið að koma sitjandi ríkisstjórn til varnar gagnvart innri gagnrýni fjármálaráðherra sem heldur því fram að þeirra eigin fjárfestingar í kerfinu hafi ekki verið að nýtast sem skyldi.

Skoðun
Fréttamynd

Vændi ein birtingar­mynd af kyn­ferðis­of­beldi

Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar grein 13. ágúst með yfirskriftina „Réttindi fólks í kynlífsvinnu“ þar sem hún hvetur til upplýsts samtals um málefnið. Þeirri áskorun er mér ljúft að taka. Ég mun þó ekki tala um kynlífsvinnu heldur nota orðið vændi, orðið sem mjög mörg þeirra sem stunda eða hafa stundað vændi kjósa sjálf að sé notað.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er fram­tíðar­planið um lífið með CO­VID?

Þann 23. júlí kynnti ríkisstjórnin hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands. Þá töluðu ráðherrar um að ríkisstjórnin væri nú að gefa sér stuttan tíma, 2-3 vikur til að vinna stefnumótunarvinnu um lífið með COVID til framtíðar. Sá tími er tími liðinn. Ekkert hefur heyrst.

Skoðun
Fréttamynd

Völdin heim í hérað

Eitt þarf ekki að útiloka annað. Ýmsir félagar mínir innan Pírata hafa að undanförnu vakið máls á því óréttlæti sem felst í ójöfnu atkvæðavægi milli kjördæma. Þá hafa þingmenn flokksins sjálfir lagt fram þingmál til að jafna leikinn.

Skoðun
Fréttamynd

Bak­hjarlar verð­mæta­sköpunar

Viðkvæm staða í heilbrigðiskerfinu gerir það að verkum að erfiðara er að aflétta sóttvarnartakmörkunum en vonir stóðu til. Daglegt líf fjölskyldna og rekstur fyrirtækja líður fyrir ástandið. Ef velferðarþjónustan er löskuð reynist nefnilega erfitt að sækja fram – lífsgæði fólks rýrna.

Skoðun
Fréttamynd

Fæðu­öryggi á Ís­landi í breyttu lofts­lagi og heimi

Hamfarir þessa sumars sýna mynd framtíðarinnar: fjölbreyttra skaða og annarra afleiðinga í kjölfarið, samtímis á mörgum löndum. Raunar er þessi mynd of bjartsýn, sökum þess að loftslagið mun hlýna enn meira, líklega að 1,5 gráðna mörkunum árið 2030 og hugsanlega 2 gráðna árið 2050. Við náðum 1,2 í fyrra.

Skoðun
Fréttamynd

Börn og foreldrar eru besta fjárfestingin!

Vellíðan og velsæld barna ættu alltaf að vera okkar helsta keppikefli. Þótt við séum flest sammála um það eru kappsmálin hins vegar fleiri og áherslan á börnin á það til að vera víkjandi í önnum okkar og amstri. 

Skoðun
Fréttamynd

Hvar munu milljón Íslendingar búa?

Árið 2050 verða Íslendingar orðnir 450 þúsund talsins, samkvæmt spá Hagstofunnar, tvöfalt fleiri en þegar ég fæddist. Það fær mig til þess að hugsa hvernig Ísland muni eiginlega líta út þegar næstum hálf milljón Íslendinga býr hér - svo ekki sé talað um þegar við verðum orðin milljón talsins, sama hvenær það verður. Hvar mun fólk búa?

Skoðun
Fréttamynd

Þegar mér var nóg boðið og fór í framboð

Haustið 2019 urðu straumhvörf hjá mér. Það er saga að segja frá því hvað stórviðri skall á í mínum huga, þennan annars stillta haustdag, og ég sá að ég varð að gera eitthvað róttækt.

Skoðun
Fréttamynd

Rán í Reykjanesbæ

Árið 2014 var leigufyrirtækið Heimavellir stofnað með samruna þriggja leigufyrirtækja á húsnæðismarkaðinum. Markmiðið var að vera með fyrirtæki sem gæti keypt gífurlegan fjölda af íbúðum sem komist höfðu í eign ríkisins í kjölfar hrunsins og með því að ríkið fékk íbúðir sem herinn á Keflavíkurflugvelli hafði notað áður en hann hunskaðist á brott.

Skoðun
Fréttamynd

Bylting ör­yrkjanna er hafin!

Það þarf varla að tiltaka aðkomu Sósíalista að stofnun velferðarkerfisins á sínum tíma en það átti að verða það besta í heimi þannig að þjóðin gæti með stolti sýnt fram á að hún tryggði velferð þeirra veikustu.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa allir raun­veru­legan kosninga­rétt?

Það er óumdeilanlegt að það eru mjög mikilsverð mannréttindi fólgin í því að fá kjósa og taka þannig þátt í að velja þá fulltrúa til að setja lög og stjórna ríki og sveitarfélögum.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra rétt­lætir skað­lega þróun

Það er dapurlegt að horfa upp á Vinstri græn og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra réttlæta þróun sem veldur því að rúmanýting á Landspítala er langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum.

Skoðun
Fréttamynd

Gefum heil­brigðis­þjónustunni tæki­færi

Í íslenskum stjórnmálum er blessunarlega breið samstaða um að heilbrigðisþjónusta skuli vera aðgengileg fólki óháð efnahag þess. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott heilbrigðiskerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Og svo þarf að vera áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Að selja frá sér hug­vitið

Það eru ekki margar afurðir á heimsmarkaði sem við Íslendingar getum eignað okkur. Lambakjötið okkar er oft nefnt í þessu sambandi en það er svo sem framleitt annars staðar þó að við í belgingi teljum okkur framleiða besta lambakjöt í heimi.

Skoðun
Fréttamynd

Við lækkum skatta og álögur

Sjaldan hefur verið jafn mikil ástæða og í núverandi árferði til að stuðla að uppsveiflu í þjóðfélaginu með hvataaðgerðum. Aukin umsvif og fjárfesting atvinnulífsins mun gera það að verkum að við náum að rétta af fjárhag ríkisins sem er forsenda áframhaldandi uppbyggingar á öllum sviðum og þeirra lífsgæða sem við búum við í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Látum okkur þetta varða!

Afganistan hefur lengi verið í umræðunni í tengslum við það stríð sem þar hefur geysað um áraraðir. Við höfum áður horft með hryllingi á þá meðferð sem konur hafa fengið af hálfu Talíbana, þær hafa ekki haft sjálfstæð réttindi, sjálfstæðan vilja til framkvæmda, menntunar, kosningarréttar og þeim gert að lifa eftir óraunhæfum kröfum Talíbana án allra mannréttinda og með enga rödd.

Skoðun
Fréttamynd

Út­brunnir starfs­menn slökkva elda

Það er löngu þekkt að á krísutímum þá koma brestir í innviðum fyrr í ljós. Margra ára sparnaður magnar áhrifin og orsakar keðjuverkun sem getur keyrt kerfi um koll. Þau okkar sem hafa starfað innan almannavarnakerfisins þekkjum vel þær takmarkanir sem margir innviðir okkar glíma við.

Skoðun
Fréttamynd

Heilbrigt kerfi?

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja að aldrei hafi verið settir eins miklir peningar í heilbrigðiskerfið og nú. Og skilja ekkert í fólki að vera að kvarta undan skorti á þjónustu og löngum biðtíma. En þjónustan er ekki alls staðar góð og fólkið sem þarf á henni að halda finnur fyrir því sjálft á eigin skinni, sama hvað ráðherrarnir segja.

Skoðun