Fæðuöryggi á Íslandi í breyttu loftslagi og heimi Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2021 08:30 Hamfarir þessa sumars sýna mynd framtíðarinnar: fjölbreyttra skaða og annarra afleiðinga í kjölfarið, samtímis á mörgum löndum. Raunar er þessi mynd of bjartsýn, sökum þess að loftslagið mun hlýna enn meira, líklega að 1,5 gráðna mörkunum árið 2030 og hugsanlega 2 gráðna árið 2050. Við náðum 1,2 í fyrra. Vitaskuld er beinn skaði: dauðsföll og eignaspjöll, sýnileg í myndböndum. En við eigum að íhuga einnig áhrif á landbúnað af völdum hitabylgna, þurrviðris, flóða og annarra hamfara. Atburðir þessa árs hafa örugglega skemmt nokkuð matvælaframleiðslu og -dreifingu um heim, en líklega ekki nógu mikið til þess að við finnum fyrir því á Íslandi. Þetta getur breyst. Hamfarir geta versnað með komandi hlýnun loftslags, jafnvel að hætti sem kemur á óvart eins og hitabylgjan á Norður-Ameríku fyrir mánuði. Fæðuöryggi verður mikilvægara og enn mikilvægara Væru meiriháttar hitabylgjur og þurrviðri á Bandaríkjunum, Brasílíu og Suður Rússlandi, miklir vatnavextir í Gulafljóti og Jangtse í Kína og veikar monsúnrigningar á Indlandi -- í stærstu fimm kornframleiðendum heims -- yrðu líklega hækkanir matarverða á heimsvísu sem gætu haft áhrif hér, og verri áhrif á fátækari löndum. Rannsóknir eru í gangi um hugsanlegan skort á framleiðslu í helstu landbúnaðarsvæðum veraldar samtímis (e. Multiple Breadbasket Failure), en lítið er nú vitað. Á þessu ári hafa verið hitabylgja og þurrviðri á Norður-Ameríku og vatnavextir í Gulafljóti. 2 af 5. Þess má einnig geta að í svartsýnni sviðsmyndum geti þurrviðri orðið algeng eða varanleg, þ.e. að aðstæður á sumum helstu landbúnaðarsvæðum heims breytist þannig að þau verði ónýt, glatist. Utan þess er mannfjöldi heims enn að aukast hratt meðan nothæft land til landbúnaðar minnkar sakir loftslagsbreytinga, ofbeitar og annars tjóns. Þannig er raunsæislegt að matarverð hækki jafnvel án hamfara. Vitandi þetta, eigum við skyldu til að auka frumframleiðslu matar (hitaeininga og próteins) á Íslandi, ekki bara fyrir okkur landsmenn sjálfa til þess að fæða okkur meðan hugsanlegur matarskortur stendur, en einnig fyrir alla menn heims. Útflutningur frá Íslandi gæti bjargað mannslífum. Þess má líka geta að hátt matarverð myndi þýða hagnað fyrir matvælaframleiðendur -- "tækifæri" ef við viljum líta á málið þannig. Við þurfum að hefja skipulagningu strax Til þess að auka frumframleiðslu matar á Íslandi á að huga að því máli í aðlögunaráætlun við loftslagsbreytingum. Auðvitað breytist veðurfar á Íslandi líka meðan sjórinn hlýnar og súrnar með því að taka upp koltvísýring beint frá loftslagi. Af því getum við ekki reitt matvælaframleiðslu okkar á sjávarútveg og búfjárrækt. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti drög að loftslagsaðlögunarstefnu í Samráðsgáttinni í júní, sem kveður stuttum orðum á um fæðuöryggi, helst á síðu 44. og kafla 9.3. Drögin eru fín byrjun, og vonandi verður stefnan ítarlegri varðandi fæðuöryggi, því þetta er mikið þjóðaröryggismál. Píratar eiga líka loftslagsaðlögunarstefnu, samda og samþykkta í seinni helming ársins 2020. Hún kallar á að áætlanir miðast að bölsýnum sviðsmyndum (3-4 gráðna hlýnun, sem er alveg möguleg innan lífstíðar sumra okkar ef mannkyn breytir ekki ákveðið um stefnu) og leggur mikla áherslu á fæðuöryggi. Matarframleiðsla og -dreifing á Íslandi eigi að vera eins óháð innflutningi og mögulegt er. Hættulegt væri að vænta bara þess besta eða jafnvel miðlungssviðsmyndar, því teljandi líkur eru ennþá á mjög slæmri þróun í loftslagsmálum og við gætum reynst óheppnir -- og besta sviðsmynd krefur merkilegrar og stórtækrar samvinnu meðal þjóða heimsins, sem er alls ekki sjálfgefin. Við eigum að láta Ísland geta staðist verstu raunsæislegar aðstæðurnar. Og meðan við undirbúum kerfi okkar fyrir slæmar aðstæður ættum við að gera allt sem við getum til þess að forðast þær: minnka losun Íslands að núlli og hjálpa öðrum löndum til þess líka. Höfundur er forritari og í 17. sæti á lista Pírata í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Matvælaframleiðsla Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Hamfarir þessa sumars sýna mynd framtíðarinnar: fjölbreyttra skaða og annarra afleiðinga í kjölfarið, samtímis á mörgum löndum. Raunar er þessi mynd of bjartsýn, sökum þess að loftslagið mun hlýna enn meira, líklega að 1,5 gráðna mörkunum árið 2030 og hugsanlega 2 gráðna árið 2050. Við náðum 1,2 í fyrra. Vitaskuld er beinn skaði: dauðsföll og eignaspjöll, sýnileg í myndböndum. En við eigum að íhuga einnig áhrif á landbúnað af völdum hitabylgna, þurrviðris, flóða og annarra hamfara. Atburðir þessa árs hafa örugglega skemmt nokkuð matvælaframleiðslu og -dreifingu um heim, en líklega ekki nógu mikið til þess að við finnum fyrir því á Íslandi. Þetta getur breyst. Hamfarir geta versnað með komandi hlýnun loftslags, jafnvel að hætti sem kemur á óvart eins og hitabylgjan á Norður-Ameríku fyrir mánuði. Fæðuöryggi verður mikilvægara og enn mikilvægara Væru meiriháttar hitabylgjur og þurrviðri á Bandaríkjunum, Brasílíu og Suður Rússlandi, miklir vatnavextir í Gulafljóti og Jangtse í Kína og veikar monsúnrigningar á Indlandi -- í stærstu fimm kornframleiðendum heims -- yrðu líklega hækkanir matarverða á heimsvísu sem gætu haft áhrif hér, og verri áhrif á fátækari löndum. Rannsóknir eru í gangi um hugsanlegan skort á framleiðslu í helstu landbúnaðarsvæðum veraldar samtímis (e. Multiple Breadbasket Failure), en lítið er nú vitað. Á þessu ári hafa verið hitabylgja og þurrviðri á Norður-Ameríku og vatnavextir í Gulafljóti. 2 af 5. Þess má einnig geta að í svartsýnni sviðsmyndum geti þurrviðri orðið algeng eða varanleg, þ.e. að aðstæður á sumum helstu landbúnaðarsvæðum heims breytist þannig að þau verði ónýt, glatist. Utan þess er mannfjöldi heims enn að aukast hratt meðan nothæft land til landbúnaðar minnkar sakir loftslagsbreytinga, ofbeitar og annars tjóns. Þannig er raunsæislegt að matarverð hækki jafnvel án hamfara. Vitandi þetta, eigum við skyldu til að auka frumframleiðslu matar (hitaeininga og próteins) á Íslandi, ekki bara fyrir okkur landsmenn sjálfa til þess að fæða okkur meðan hugsanlegur matarskortur stendur, en einnig fyrir alla menn heims. Útflutningur frá Íslandi gæti bjargað mannslífum. Þess má líka geta að hátt matarverð myndi þýða hagnað fyrir matvælaframleiðendur -- "tækifæri" ef við viljum líta á málið þannig. Við þurfum að hefja skipulagningu strax Til þess að auka frumframleiðslu matar á Íslandi á að huga að því máli í aðlögunaráætlun við loftslagsbreytingum. Auðvitað breytist veðurfar á Íslandi líka meðan sjórinn hlýnar og súrnar með því að taka upp koltvísýring beint frá loftslagi. Af því getum við ekki reitt matvælaframleiðslu okkar á sjávarútveg og búfjárrækt. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti drög að loftslagsaðlögunarstefnu í Samráðsgáttinni í júní, sem kveður stuttum orðum á um fæðuöryggi, helst á síðu 44. og kafla 9.3. Drögin eru fín byrjun, og vonandi verður stefnan ítarlegri varðandi fæðuöryggi, því þetta er mikið þjóðaröryggismál. Píratar eiga líka loftslagsaðlögunarstefnu, samda og samþykkta í seinni helming ársins 2020. Hún kallar á að áætlanir miðast að bölsýnum sviðsmyndum (3-4 gráðna hlýnun, sem er alveg möguleg innan lífstíðar sumra okkar ef mannkyn breytir ekki ákveðið um stefnu) og leggur mikla áherslu á fæðuöryggi. Matarframleiðsla og -dreifing á Íslandi eigi að vera eins óháð innflutningi og mögulegt er. Hættulegt væri að vænta bara þess besta eða jafnvel miðlungssviðsmyndar, því teljandi líkur eru ennþá á mjög slæmri þróun í loftslagsmálum og við gætum reynst óheppnir -- og besta sviðsmynd krefur merkilegrar og stórtækrar samvinnu meðal þjóða heimsins, sem er alls ekki sjálfgefin. Við eigum að láta Ísland geta staðist verstu raunsæislegar aðstæðurnar. Og meðan við undirbúum kerfi okkar fyrir slæmar aðstæður ættum við að gera allt sem við getum til þess að forðast þær: minnka losun Íslands að núlli og hjálpa öðrum löndum til þess líka. Höfundur er forritari og í 17. sæti á lista Pírata í Reykjavík Norður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar