„Sami rassinn undir þeim öllum“ Oddný G. Harðardóttir skrifar 20. ágúst 2021 12:01 Það var árið 2012 sem við sáum til lands í fjármálum ríkisins, gátum lokað fjárlagagatinu og hafið uppbyggingu eftir stórkostlegt efnahagshrun. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við 2009 voru stýrivextir 18% og verðbólgan líka um 18%. Og enginn vildi lána okkur nema alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, ekki einu sinni hin Norðurlöndin. Þetta voru erfiðir tímar. Nú eru stýrivextirnir 1% og verðbólga 4,3%. Auðvelt er fyrir ríkið að fá ódýr lán. Lærum af reynslunni Sem fjármálaráðherra bar ég ábyrgð á samningu fjárlagafrumvarps ársins 2013. Bættur hagur barna var yfirskrift þess frumvarps. Barnabætur hækkuðu þá alls um 30%, fleiri fengu barnabætur og upphæðir hækkuðu. Áætlun var gerð um fríar tannlækningar barna og fyrstu skrefin tekin í þá átt og áætlun staðfest um 12 mánaða fæðingarorlof. Fjármagn til framhaldsskólanna var aukið og uppbygging hafin á heilbrigðisþjónustunni eftir mikinn niðurskurð. En við fengum ekki að byggja upp í góðærinu. Það verkefni var falið Sjálfstæðisflokki og Framsókn og þeir flokkar slógu af allar okkar áætlanir nema fríar tannlækningar barna. Þær fengu að standa sem betur fer. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fékk í arf hallalaus fjárlög, lága vexti og verðbólgu, mikinn fjölda ferðamanna, makríl og lágt olíuverð. Þessa rausnarlegu meðgjöf nýtti sú stjórn ekki til innviðauppbyggingar á meðan slaki var enn í hagkerfinu og innviðaskuldin stendur enn. En þau lækkuðu veiðigjöldin sem útgerðarrisarnir borga af nýtingu þjóðarauðlindarinnar. Sjónarhorn barna Á mínum pólitíska ferli hef ég alltaf barist fyrir bættum hag barna. Ég var í aðstöðu til að láta verkin tala sem ráðherra og hef sem þingmaður lagt fram fjölda tillagna um þau mál. Það er mælikvarði á það hversu gott samfélag er hvernig búið er að börnum. Betri kjör barnafjölskyldna eru mikilvæg en líka að afinn og amman búi við mannsæmandi kjör og komið sé fram við þau af virðingu á efri árum. Að mamman og pabbinn hafi vinnu, fjölskyldan þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði og heilbrigðisþjónustan sé fyrir alla. Öll börn hafi sömu tækifæri til að þroskast, skólarnir mæti þeim þar sem þau eru og þau séu varin fyrir hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Samfélagið sé öruggt og gott með löggæslu, eftirliti, neytendavernd og sókn gegn loftlagsvá af mannavöldum. Þetta eru allt grundvallaratriði. Og ég mun halda áfram að vinna að hag barna og horfa á pólitíkina út frá víðu sjónarhorni þeirra. Það er ekki sami rassinn undir öllum stjórnmálamönnum. Það sýna dæmin með skýrum hætti. Það skiptir máli hverjir stjórna. Kjósum Samfylkinguna 25. september. Það borgar sig. Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það var árið 2012 sem við sáum til lands í fjármálum ríkisins, gátum lokað fjárlagagatinu og hafið uppbyggingu eftir stórkostlegt efnahagshrun. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við 2009 voru stýrivextir 18% og verðbólgan líka um 18%. Og enginn vildi lána okkur nema alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, ekki einu sinni hin Norðurlöndin. Þetta voru erfiðir tímar. Nú eru stýrivextirnir 1% og verðbólga 4,3%. Auðvelt er fyrir ríkið að fá ódýr lán. Lærum af reynslunni Sem fjármálaráðherra bar ég ábyrgð á samningu fjárlagafrumvarps ársins 2013. Bættur hagur barna var yfirskrift þess frumvarps. Barnabætur hækkuðu þá alls um 30%, fleiri fengu barnabætur og upphæðir hækkuðu. Áætlun var gerð um fríar tannlækningar barna og fyrstu skrefin tekin í þá átt og áætlun staðfest um 12 mánaða fæðingarorlof. Fjármagn til framhaldsskólanna var aukið og uppbygging hafin á heilbrigðisþjónustunni eftir mikinn niðurskurð. En við fengum ekki að byggja upp í góðærinu. Það verkefni var falið Sjálfstæðisflokki og Framsókn og þeir flokkar slógu af allar okkar áætlanir nema fríar tannlækningar barna. Þær fengu að standa sem betur fer. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fékk í arf hallalaus fjárlög, lága vexti og verðbólgu, mikinn fjölda ferðamanna, makríl og lágt olíuverð. Þessa rausnarlegu meðgjöf nýtti sú stjórn ekki til innviðauppbyggingar á meðan slaki var enn í hagkerfinu og innviðaskuldin stendur enn. En þau lækkuðu veiðigjöldin sem útgerðarrisarnir borga af nýtingu þjóðarauðlindarinnar. Sjónarhorn barna Á mínum pólitíska ferli hef ég alltaf barist fyrir bættum hag barna. Ég var í aðstöðu til að láta verkin tala sem ráðherra og hef sem þingmaður lagt fram fjölda tillagna um þau mál. Það er mælikvarði á það hversu gott samfélag er hvernig búið er að börnum. Betri kjör barnafjölskyldna eru mikilvæg en líka að afinn og amman búi við mannsæmandi kjör og komið sé fram við þau af virðingu á efri árum. Að mamman og pabbinn hafi vinnu, fjölskyldan þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði og heilbrigðisþjónustan sé fyrir alla. Öll börn hafi sömu tækifæri til að þroskast, skólarnir mæti þeim þar sem þau eru og þau séu varin fyrir hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Samfélagið sé öruggt og gott með löggæslu, eftirliti, neytendavernd og sókn gegn loftlagsvá af mannavöldum. Þetta eru allt grundvallaratriði. Og ég mun halda áfram að vinna að hag barna og horfa á pólitíkina út frá víðu sjónarhorni þeirra. Það er ekki sami rassinn undir öllum stjórnmálamönnum. Það sýna dæmin með skýrum hætti. Það skiptir máli hverjir stjórna. Kjósum Samfylkinguna 25. september. Það borgar sig. Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun