„Sami rassinn undir þeim öllum“ Oddný G. Harðardóttir skrifar 20. ágúst 2021 12:01 Það var árið 2012 sem við sáum til lands í fjármálum ríkisins, gátum lokað fjárlagagatinu og hafið uppbyggingu eftir stórkostlegt efnahagshrun. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við 2009 voru stýrivextir 18% og verðbólgan líka um 18%. Og enginn vildi lána okkur nema alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, ekki einu sinni hin Norðurlöndin. Þetta voru erfiðir tímar. Nú eru stýrivextirnir 1% og verðbólga 4,3%. Auðvelt er fyrir ríkið að fá ódýr lán. Lærum af reynslunni Sem fjármálaráðherra bar ég ábyrgð á samningu fjárlagafrumvarps ársins 2013. Bættur hagur barna var yfirskrift þess frumvarps. Barnabætur hækkuðu þá alls um 30%, fleiri fengu barnabætur og upphæðir hækkuðu. Áætlun var gerð um fríar tannlækningar barna og fyrstu skrefin tekin í þá átt og áætlun staðfest um 12 mánaða fæðingarorlof. Fjármagn til framhaldsskólanna var aukið og uppbygging hafin á heilbrigðisþjónustunni eftir mikinn niðurskurð. En við fengum ekki að byggja upp í góðærinu. Það verkefni var falið Sjálfstæðisflokki og Framsókn og þeir flokkar slógu af allar okkar áætlanir nema fríar tannlækningar barna. Þær fengu að standa sem betur fer. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fékk í arf hallalaus fjárlög, lága vexti og verðbólgu, mikinn fjölda ferðamanna, makríl og lágt olíuverð. Þessa rausnarlegu meðgjöf nýtti sú stjórn ekki til innviðauppbyggingar á meðan slaki var enn í hagkerfinu og innviðaskuldin stendur enn. En þau lækkuðu veiðigjöldin sem útgerðarrisarnir borga af nýtingu þjóðarauðlindarinnar. Sjónarhorn barna Á mínum pólitíska ferli hef ég alltaf barist fyrir bættum hag barna. Ég var í aðstöðu til að láta verkin tala sem ráðherra og hef sem þingmaður lagt fram fjölda tillagna um þau mál. Það er mælikvarði á það hversu gott samfélag er hvernig búið er að börnum. Betri kjör barnafjölskyldna eru mikilvæg en líka að afinn og amman búi við mannsæmandi kjör og komið sé fram við þau af virðingu á efri árum. Að mamman og pabbinn hafi vinnu, fjölskyldan þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði og heilbrigðisþjónustan sé fyrir alla. Öll börn hafi sömu tækifæri til að þroskast, skólarnir mæti þeim þar sem þau eru og þau séu varin fyrir hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Samfélagið sé öruggt og gott með löggæslu, eftirliti, neytendavernd og sókn gegn loftlagsvá af mannavöldum. Þetta eru allt grundvallaratriði. Og ég mun halda áfram að vinna að hag barna og horfa á pólitíkina út frá víðu sjónarhorni þeirra. Það er ekki sami rassinn undir öllum stjórnmálamönnum. Það sýna dæmin með skýrum hætti. Það skiptir máli hverjir stjórna. Kjósum Samfylkinguna 25. september. Það borgar sig. Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Það var árið 2012 sem við sáum til lands í fjármálum ríkisins, gátum lokað fjárlagagatinu og hafið uppbyggingu eftir stórkostlegt efnahagshrun. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við 2009 voru stýrivextir 18% og verðbólgan líka um 18%. Og enginn vildi lána okkur nema alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, ekki einu sinni hin Norðurlöndin. Þetta voru erfiðir tímar. Nú eru stýrivextirnir 1% og verðbólga 4,3%. Auðvelt er fyrir ríkið að fá ódýr lán. Lærum af reynslunni Sem fjármálaráðherra bar ég ábyrgð á samningu fjárlagafrumvarps ársins 2013. Bættur hagur barna var yfirskrift þess frumvarps. Barnabætur hækkuðu þá alls um 30%, fleiri fengu barnabætur og upphæðir hækkuðu. Áætlun var gerð um fríar tannlækningar barna og fyrstu skrefin tekin í þá átt og áætlun staðfest um 12 mánaða fæðingarorlof. Fjármagn til framhaldsskólanna var aukið og uppbygging hafin á heilbrigðisþjónustunni eftir mikinn niðurskurð. En við fengum ekki að byggja upp í góðærinu. Það verkefni var falið Sjálfstæðisflokki og Framsókn og þeir flokkar slógu af allar okkar áætlanir nema fríar tannlækningar barna. Þær fengu að standa sem betur fer. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fékk í arf hallalaus fjárlög, lága vexti og verðbólgu, mikinn fjölda ferðamanna, makríl og lágt olíuverð. Þessa rausnarlegu meðgjöf nýtti sú stjórn ekki til innviðauppbyggingar á meðan slaki var enn í hagkerfinu og innviðaskuldin stendur enn. En þau lækkuðu veiðigjöldin sem útgerðarrisarnir borga af nýtingu þjóðarauðlindarinnar. Sjónarhorn barna Á mínum pólitíska ferli hef ég alltaf barist fyrir bættum hag barna. Ég var í aðstöðu til að láta verkin tala sem ráðherra og hef sem þingmaður lagt fram fjölda tillagna um þau mál. Það er mælikvarði á það hversu gott samfélag er hvernig búið er að börnum. Betri kjör barnafjölskyldna eru mikilvæg en líka að afinn og amman búi við mannsæmandi kjör og komið sé fram við þau af virðingu á efri árum. Að mamman og pabbinn hafi vinnu, fjölskyldan þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði og heilbrigðisþjónustan sé fyrir alla. Öll börn hafi sömu tækifæri til að þroskast, skólarnir mæti þeim þar sem þau eru og þau séu varin fyrir hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Samfélagið sé öruggt og gott með löggæslu, eftirliti, neytendavernd og sókn gegn loftlagsvá af mannavöldum. Þetta eru allt grundvallaratriði. Og ég mun halda áfram að vinna að hag barna og horfa á pólitíkina út frá víðu sjónarhorni þeirra. Það er ekki sami rassinn undir öllum stjórnmálamönnum. Það sýna dæmin með skýrum hætti. Það skiptir máli hverjir stjórna. Kjósum Samfylkinguna 25. september. Það borgar sig. Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun