Látum okkur þetta varða! Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 19:01 Afganistan hefur lengi verið í umræðunni í tengslum við það stríð sem þar hefur geysað um áraraðir. Við höfum áður horft með hryllingi á þá meðferð sem konur hafa fengið af hálfu Talíbana, þær hafa ekki haft sjálfstæð réttindi, sjálfstæðan vilja til framkvæmda, menntunar, kosningarréttar og þeim gert að lifa eftir óraunhæfum kröfum Talíbana án allra mannréttinda og með enga rödd. Ágætis árangri hafði verið náð til að stilla þar til friðar milli Talíbana og Afganskra stjórnvalda, mannréttindi og réttindi kvenna höfðu aukist til muna og þær höfðu rödd, gátu farið frjálsar um og notið þeirra réttinda sem okkur hérna vestan hafs þykja sjálfsögð. Síðustu daga höfum við fylgst með fréttum af því að Talíbanar hafa tekið völdin í landinu og afganski forsetinn flúið land, flugi aflýst og hrókyrðum hent úr röðum Talíbana í átt að konum þar í landi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kvenna þar í landi en þessi réttindi sem hart var unnið að því að ná fram verða að vera vernduð. Jafnframt kallar ráðið eftir því að Talíbanar og allir aðrir tryggi að alþjóðlegri mannréttindalöggjöf sé fylgt og réttindi allra íbúa Afganistan séu virt og vernduð. Við getum ekki sem alþjóðasamfélag litið í hina áttina og horft á þetta fara aftur á byrjunarreit. Alþjóðasamstarf og virk þátttaka Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna skiptir sköpum og gefur baráttunni fyrir friði í heiminum aukinn slagkraft. Réttum fram þá aðstoð sem við sem þjóð getum veitt til að vernda mannréttindi kvenna og annarra íbúa í Afganistan. Nú þegar hafa um 400.000 manns verið neydd á flótta vegna ofbeldis á þessu ári og sársaukaþröskuldurinn í heiminum hefur þegar minnkað og þessi átök eru eingöngu til þess fallin að minnka hann enn frekar og auka þann sársauka sem nú þegar er til staðar. Frá upphafi átaka þar í landi hafa yfir fimm miljónir Afgana flúið og eru utan eigin heimalands. Opnum augun og lítum ekki í hina áttina það eru um 82 milljónir manna á flótta í heiminum í dag og sífellt færri þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín sjá sér fært að snúa þangað aftur! Þjóðerni er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Við verðum að setja okkur skýra stefnu um hvernig við sem þjóð meðal þjóða ætlum að koma til aðstoðar. Höfundur er formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Afganistan Framsóknarflokkurinn Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Afganistan hefur lengi verið í umræðunni í tengslum við það stríð sem þar hefur geysað um áraraðir. Við höfum áður horft með hryllingi á þá meðferð sem konur hafa fengið af hálfu Talíbana, þær hafa ekki haft sjálfstæð réttindi, sjálfstæðan vilja til framkvæmda, menntunar, kosningarréttar og þeim gert að lifa eftir óraunhæfum kröfum Talíbana án allra mannréttinda og með enga rödd. Ágætis árangri hafði verið náð til að stilla þar til friðar milli Talíbana og Afganskra stjórnvalda, mannréttindi og réttindi kvenna höfðu aukist til muna og þær höfðu rödd, gátu farið frjálsar um og notið þeirra réttinda sem okkur hérna vestan hafs þykja sjálfsögð. Síðustu daga höfum við fylgst með fréttum af því að Talíbanar hafa tekið völdin í landinu og afganski forsetinn flúið land, flugi aflýst og hrókyrðum hent úr röðum Talíbana í átt að konum þar í landi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kvenna þar í landi en þessi réttindi sem hart var unnið að því að ná fram verða að vera vernduð. Jafnframt kallar ráðið eftir því að Talíbanar og allir aðrir tryggi að alþjóðlegri mannréttindalöggjöf sé fylgt og réttindi allra íbúa Afganistan séu virt og vernduð. Við getum ekki sem alþjóðasamfélag litið í hina áttina og horft á þetta fara aftur á byrjunarreit. Alþjóðasamstarf og virk þátttaka Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna skiptir sköpum og gefur baráttunni fyrir friði í heiminum aukinn slagkraft. Réttum fram þá aðstoð sem við sem þjóð getum veitt til að vernda mannréttindi kvenna og annarra íbúa í Afganistan. Nú þegar hafa um 400.000 manns verið neydd á flótta vegna ofbeldis á þessu ári og sársaukaþröskuldurinn í heiminum hefur þegar minnkað og þessi átök eru eingöngu til þess fallin að minnka hann enn frekar og auka þann sársauka sem nú þegar er til staðar. Frá upphafi átaka þar í landi hafa yfir fimm miljónir Afgana flúið og eru utan eigin heimalands. Opnum augun og lítum ekki í hina áttina það eru um 82 milljónir manna á flótta í heiminum í dag og sífellt færri þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín sjá sér fært að snúa þangað aftur! Þjóðerni er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Við verðum að setja okkur skýra stefnu um hvernig við sem þjóð meðal þjóða ætlum að koma til aðstoðar. Höfundur er formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi til Alþingiskosninga 2021.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar