Látum okkur þetta varða! Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 19:01 Afganistan hefur lengi verið í umræðunni í tengslum við það stríð sem þar hefur geysað um áraraðir. Við höfum áður horft með hryllingi á þá meðferð sem konur hafa fengið af hálfu Talíbana, þær hafa ekki haft sjálfstæð réttindi, sjálfstæðan vilja til framkvæmda, menntunar, kosningarréttar og þeim gert að lifa eftir óraunhæfum kröfum Talíbana án allra mannréttinda og með enga rödd. Ágætis árangri hafði verið náð til að stilla þar til friðar milli Talíbana og Afganskra stjórnvalda, mannréttindi og réttindi kvenna höfðu aukist til muna og þær höfðu rödd, gátu farið frjálsar um og notið þeirra réttinda sem okkur hérna vestan hafs þykja sjálfsögð. Síðustu daga höfum við fylgst með fréttum af því að Talíbanar hafa tekið völdin í landinu og afganski forsetinn flúið land, flugi aflýst og hrókyrðum hent úr röðum Talíbana í átt að konum þar í landi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kvenna þar í landi en þessi réttindi sem hart var unnið að því að ná fram verða að vera vernduð. Jafnframt kallar ráðið eftir því að Talíbanar og allir aðrir tryggi að alþjóðlegri mannréttindalöggjöf sé fylgt og réttindi allra íbúa Afganistan séu virt og vernduð. Við getum ekki sem alþjóðasamfélag litið í hina áttina og horft á þetta fara aftur á byrjunarreit. Alþjóðasamstarf og virk þátttaka Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna skiptir sköpum og gefur baráttunni fyrir friði í heiminum aukinn slagkraft. Réttum fram þá aðstoð sem við sem þjóð getum veitt til að vernda mannréttindi kvenna og annarra íbúa í Afganistan. Nú þegar hafa um 400.000 manns verið neydd á flótta vegna ofbeldis á þessu ári og sársaukaþröskuldurinn í heiminum hefur þegar minnkað og þessi átök eru eingöngu til þess fallin að minnka hann enn frekar og auka þann sársauka sem nú þegar er til staðar. Frá upphafi átaka þar í landi hafa yfir fimm miljónir Afgana flúið og eru utan eigin heimalands. Opnum augun og lítum ekki í hina áttina það eru um 82 milljónir manna á flótta í heiminum í dag og sífellt færri þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín sjá sér fært að snúa þangað aftur! Þjóðerni er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Við verðum að setja okkur skýra stefnu um hvernig við sem þjóð meðal þjóða ætlum að koma til aðstoðar. Höfundur er formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Afganistan Framsóknarflokkurinn Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Afganistan hefur lengi verið í umræðunni í tengslum við það stríð sem þar hefur geysað um áraraðir. Við höfum áður horft með hryllingi á þá meðferð sem konur hafa fengið af hálfu Talíbana, þær hafa ekki haft sjálfstæð réttindi, sjálfstæðan vilja til framkvæmda, menntunar, kosningarréttar og þeim gert að lifa eftir óraunhæfum kröfum Talíbana án allra mannréttinda og með enga rödd. Ágætis árangri hafði verið náð til að stilla þar til friðar milli Talíbana og Afganskra stjórnvalda, mannréttindi og réttindi kvenna höfðu aukist til muna og þær höfðu rödd, gátu farið frjálsar um og notið þeirra réttinda sem okkur hérna vestan hafs þykja sjálfsögð. Síðustu daga höfum við fylgst með fréttum af því að Talíbanar hafa tekið völdin í landinu og afganski forsetinn flúið land, flugi aflýst og hrókyrðum hent úr röðum Talíbana í átt að konum þar í landi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kvenna þar í landi en þessi réttindi sem hart var unnið að því að ná fram verða að vera vernduð. Jafnframt kallar ráðið eftir því að Talíbanar og allir aðrir tryggi að alþjóðlegri mannréttindalöggjöf sé fylgt og réttindi allra íbúa Afganistan séu virt og vernduð. Við getum ekki sem alþjóðasamfélag litið í hina áttina og horft á þetta fara aftur á byrjunarreit. Alþjóðasamstarf og virk þátttaka Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna skiptir sköpum og gefur baráttunni fyrir friði í heiminum aukinn slagkraft. Réttum fram þá aðstoð sem við sem þjóð getum veitt til að vernda mannréttindi kvenna og annarra íbúa í Afganistan. Nú þegar hafa um 400.000 manns verið neydd á flótta vegna ofbeldis á þessu ári og sársaukaþröskuldurinn í heiminum hefur þegar minnkað og þessi átök eru eingöngu til þess fallin að minnka hann enn frekar og auka þann sársauka sem nú þegar er til staðar. Frá upphafi átaka þar í landi hafa yfir fimm miljónir Afgana flúið og eru utan eigin heimalands. Opnum augun og lítum ekki í hina áttina það eru um 82 milljónir manna á flótta í heiminum í dag og sífellt færri þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín sjá sér fært að snúa þangað aftur! Þjóðerni er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Við verðum að setja okkur skýra stefnu um hvernig við sem þjóð meðal þjóða ætlum að koma til aðstoðar. Höfundur er formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi til Alþingiskosninga 2021.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun