Látum okkur þetta varða! Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 19:01 Afganistan hefur lengi verið í umræðunni í tengslum við það stríð sem þar hefur geysað um áraraðir. Við höfum áður horft með hryllingi á þá meðferð sem konur hafa fengið af hálfu Talíbana, þær hafa ekki haft sjálfstæð réttindi, sjálfstæðan vilja til framkvæmda, menntunar, kosningarréttar og þeim gert að lifa eftir óraunhæfum kröfum Talíbana án allra mannréttinda og með enga rödd. Ágætis árangri hafði verið náð til að stilla þar til friðar milli Talíbana og Afganskra stjórnvalda, mannréttindi og réttindi kvenna höfðu aukist til muna og þær höfðu rödd, gátu farið frjálsar um og notið þeirra réttinda sem okkur hérna vestan hafs þykja sjálfsögð. Síðustu daga höfum við fylgst með fréttum af því að Talíbanar hafa tekið völdin í landinu og afganski forsetinn flúið land, flugi aflýst og hrókyrðum hent úr röðum Talíbana í átt að konum þar í landi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kvenna þar í landi en þessi réttindi sem hart var unnið að því að ná fram verða að vera vernduð. Jafnframt kallar ráðið eftir því að Talíbanar og allir aðrir tryggi að alþjóðlegri mannréttindalöggjöf sé fylgt og réttindi allra íbúa Afganistan séu virt og vernduð. Við getum ekki sem alþjóðasamfélag litið í hina áttina og horft á þetta fara aftur á byrjunarreit. Alþjóðasamstarf og virk þátttaka Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna skiptir sköpum og gefur baráttunni fyrir friði í heiminum aukinn slagkraft. Réttum fram þá aðstoð sem við sem þjóð getum veitt til að vernda mannréttindi kvenna og annarra íbúa í Afganistan. Nú þegar hafa um 400.000 manns verið neydd á flótta vegna ofbeldis á þessu ári og sársaukaþröskuldurinn í heiminum hefur þegar minnkað og þessi átök eru eingöngu til þess fallin að minnka hann enn frekar og auka þann sársauka sem nú þegar er til staðar. Frá upphafi átaka þar í landi hafa yfir fimm miljónir Afgana flúið og eru utan eigin heimalands. Opnum augun og lítum ekki í hina áttina það eru um 82 milljónir manna á flótta í heiminum í dag og sífellt færri þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín sjá sér fært að snúa þangað aftur! Þjóðerni er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Við verðum að setja okkur skýra stefnu um hvernig við sem þjóð meðal þjóða ætlum að koma til aðstoðar. Höfundur er formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Afganistan Framsóknarflokkurinn Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Afganistan hefur lengi verið í umræðunni í tengslum við það stríð sem þar hefur geysað um áraraðir. Við höfum áður horft með hryllingi á þá meðferð sem konur hafa fengið af hálfu Talíbana, þær hafa ekki haft sjálfstæð réttindi, sjálfstæðan vilja til framkvæmda, menntunar, kosningarréttar og þeim gert að lifa eftir óraunhæfum kröfum Talíbana án allra mannréttinda og með enga rödd. Ágætis árangri hafði verið náð til að stilla þar til friðar milli Talíbana og Afganskra stjórnvalda, mannréttindi og réttindi kvenna höfðu aukist til muna og þær höfðu rödd, gátu farið frjálsar um og notið þeirra réttinda sem okkur hérna vestan hafs þykja sjálfsögð. Síðustu daga höfum við fylgst með fréttum af því að Talíbanar hafa tekið völdin í landinu og afganski forsetinn flúið land, flugi aflýst og hrókyrðum hent úr röðum Talíbana í átt að konum þar í landi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kvenna þar í landi en þessi réttindi sem hart var unnið að því að ná fram verða að vera vernduð. Jafnframt kallar ráðið eftir því að Talíbanar og allir aðrir tryggi að alþjóðlegri mannréttindalöggjöf sé fylgt og réttindi allra íbúa Afganistan séu virt og vernduð. Við getum ekki sem alþjóðasamfélag litið í hina áttina og horft á þetta fara aftur á byrjunarreit. Alþjóðasamstarf og virk þátttaka Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna skiptir sköpum og gefur baráttunni fyrir friði í heiminum aukinn slagkraft. Réttum fram þá aðstoð sem við sem þjóð getum veitt til að vernda mannréttindi kvenna og annarra íbúa í Afganistan. Nú þegar hafa um 400.000 manns verið neydd á flótta vegna ofbeldis á þessu ári og sársaukaþröskuldurinn í heiminum hefur þegar minnkað og þessi átök eru eingöngu til þess fallin að minnka hann enn frekar og auka þann sársauka sem nú þegar er til staðar. Frá upphafi átaka þar í landi hafa yfir fimm miljónir Afgana flúið og eru utan eigin heimalands. Opnum augun og lítum ekki í hina áttina það eru um 82 milljónir manna á flótta í heiminum í dag og sífellt færri þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín sjá sér fært að snúa þangað aftur! Þjóðerni er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Við verðum að setja okkur skýra stefnu um hvernig við sem þjóð meðal þjóða ætlum að koma til aðstoðar. Höfundur er formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi til Alþingiskosninga 2021.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun