Hvar er framtíðarplanið um lífið með COVID? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 12:01 Þann 23. júlí kynnti ríkisstjórnin hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands. Þá töluðu ráðherrar um að ríkisstjórnin væri nú að gefa sér stuttan tíma, 2-3 vikur til að vinna stefnumótunarvinnu um lífið með COVID til framtíðar. Sá tími er tími liðinn. Ekkert hefur heyrst. Í millitíðinni hafa aðgerðir verið framlengdar og aftur nefnt að nú væri unnið að fyrirkomulagi til lengri tíma litið. Nú hlýtur sú krafa að verða sterkari að stjórnvöld svari hvernig þau ætla að nálgast málið til lengri tíma litið. Grunnskólar og framhaldsskólar eru að fara af stað og sóttvarnayfirvöld tala um að það skapi óvissu um þróun smita. Fréttir greina frá því að mörg hundruð börn séu nú þegar í sóttkví vegna smita í leikskólum og frístundaheimilum. Háskólarnir eru sömuleiðis byrjaðir. Allt skólastarf fer af stað með yfirvofandi ógn um sóttkví. Löngu eru orðið ljóst að COVID er ekki tímabundið ástand og viðbrögð stjórnvalda geta ekki heldur verið tímabundin. Það þarf framtíðarplan. Við virðumst nefnilega ekkert val hafa um hvort við ætlum að lifa með veirunni eða ekki, hún virðist því miður ætla að lifa með okkur. Smit eru útbreidd í samfélaginu en alvarleg veikindi hins vegar blessunarlega lítil vegna bólusetninga. Það þarf að virða þá samstöðu sem fólk hefur sýnt. Það þarf að fara vel með þessa samstöðu. Er það ætlun stjórnvalda að mörg hundruð börn og ungmenni séu í sóttkví á næstu vikum eins og líklegt má telja að verði? Síðast í dag var haft eftir Jóni Pétri Zimsen skólastjóra Melaskóla að hinn raunverulegi veldisvöxtur muni birtast í fjölda þeirra sem sæta sóttkví. Mér finnst vanta upp á rætt sé um áhrifin sem þetta hefur. Áhrif á námsframvindu og líðan, áhrifin á heimilin í landinu. Svörin geta ekki lengur bara verið þau að það þurfi að bíða aðeins og sjá. Hlutverk sóttvarnayfirvalda er skýrt og afmarkað. Hið sama á ekki við um stjórnvöld sem eiga að taka tillit til og verja fleiri grundvallarhagsmuni. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram eftir bólusetningu. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna á nokkurra vikna fresti lista um aðgerðir. Þann 23. júlí kom skýrt fram að ríkisstjórnin gæfi sér nú stuttan tíma til stefnumótunar um hvernig ætti að nálgast þetta verkefni til lengri tíma litið. En hvar er framtíðarplanið? Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Þann 23. júlí kynnti ríkisstjórnin hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands. Þá töluðu ráðherrar um að ríkisstjórnin væri nú að gefa sér stuttan tíma, 2-3 vikur til að vinna stefnumótunarvinnu um lífið með COVID til framtíðar. Sá tími er tími liðinn. Ekkert hefur heyrst. Í millitíðinni hafa aðgerðir verið framlengdar og aftur nefnt að nú væri unnið að fyrirkomulagi til lengri tíma litið. Nú hlýtur sú krafa að verða sterkari að stjórnvöld svari hvernig þau ætla að nálgast málið til lengri tíma litið. Grunnskólar og framhaldsskólar eru að fara af stað og sóttvarnayfirvöld tala um að það skapi óvissu um þróun smita. Fréttir greina frá því að mörg hundruð börn séu nú þegar í sóttkví vegna smita í leikskólum og frístundaheimilum. Háskólarnir eru sömuleiðis byrjaðir. Allt skólastarf fer af stað með yfirvofandi ógn um sóttkví. Löngu eru orðið ljóst að COVID er ekki tímabundið ástand og viðbrögð stjórnvalda geta ekki heldur verið tímabundin. Það þarf framtíðarplan. Við virðumst nefnilega ekkert val hafa um hvort við ætlum að lifa með veirunni eða ekki, hún virðist því miður ætla að lifa með okkur. Smit eru útbreidd í samfélaginu en alvarleg veikindi hins vegar blessunarlega lítil vegna bólusetninga. Það þarf að virða þá samstöðu sem fólk hefur sýnt. Það þarf að fara vel með þessa samstöðu. Er það ætlun stjórnvalda að mörg hundruð börn og ungmenni séu í sóttkví á næstu vikum eins og líklegt má telja að verði? Síðast í dag var haft eftir Jóni Pétri Zimsen skólastjóra Melaskóla að hinn raunverulegi veldisvöxtur muni birtast í fjölda þeirra sem sæta sóttkví. Mér finnst vanta upp á rætt sé um áhrifin sem þetta hefur. Áhrif á námsframvindu og líðan, áhrifin á heimilin í landinu. Svörin geta ekki lengur bara verið þau að það þurfi að bíða aðeins og sjá. Hlutverk sóttvarnayfirvalda er skýrt og afmarkað. Hið sama á ekki við um stjórnvöld sem eiga að taka tillit til og verja fleiri grundvallarhagsmuni. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram eftir bólusetningu. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna á nokkurra vikna fresti lista um aðgerðir. Þann 23. júlí kom skýrt fram að ríkisstjórnin gæfi sér nú stuttan tíma til stefnumótunar um hvernig ætti að nálgast þetta verkefni til lengri tíma litið. En hvar er framtíðarplanið? Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun