Hafa allir raunverulegan kosningarétt? Árni Múli Jónasson skrifar 18. ágúst 2021 15:00 Það er óumdeilanlegt að það eru mjög mikilsverð mannréttindi fólgin í því að fá kjósa og taka þannig þátt í að velja þá fulltrúa til að setja lög og stjórna ríki og sveitarfélögum. Þessi réttindi, sem varða ekki aðeins mannréttindi heldur eru algjör forsenda þess að ríki geti með réttu kallað sig lýðræðisríki, hafa verið staðfest í ýmsum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Í samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland er skuldbundið til framfylgja, er mjög mikil áhersla lögð á skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki raunverulegan kosningarétt. Sú mikla áhersla er skýr yfirlýsing þjóða heims um að uppræta verði þá mismunun sem fatlað þarf að þola og tryggja því raunveruleg tækifæri til þátttöku í stjórnmálum hindranalaust og til jafns við aðra. Grundvallarþáttur í réttinum til að kjósa er að enginn þarf að sýna fram á að hann hafi einhverja tiltekna þekkingu á hinu eða þessu. Rétturinn á nefnilega að vera og þarf að vera skilyrðislaus því að öll skilyrði eru til þess fallin að útiloka einhverja einstaklinga eða tiltekna hópa fólks og skilyrði af þessu tagi eru mjög oft tæki vondra valdhafa til að mismuna og kúga þá sem eru þeim ekki þóknanlegir. Flestir þekkja þá ljótu sögu hvernig hópum fólks hefur verið neitað um réttinn til að kjósa. Konur höfðu t.a.m. mjög lengi ekki þennan rétt og í mörgum löndum njóta þær hans ekki enn, þeir einir höfðu kosningarétt sem gátu sýnt fram á þeir væru svo og svo efnaðir og þá hefur fólki af tilteknum kynþætti, litarhætti eða trú verið neitað um þennan rétt beint eða óbeint og er svo enn. Raunar er víða verið að skerða þessi réttindi með beinum og óbeinum hætti enn þann dag í dag og m.a.s. í Bandaríkjunum sem oft hafa gert tilkall til að vera í forystu fyrir vestræn lýðræðisríki. Kosningaréttur fatlaðs fólks Fatlað fólk hefur hvarvetna í heiminum mátt þola að vera svipt kosningarétti vegna djúpstæðra fordóma og mismununar í lögum og/eða framkvæmd laga og þannig er það enn mjög víða. Ísland er engin undantekning frá því þó að mjög margt hafi skánað og annað muni skána þegar ný kosningalög taka gildi í byrjun næsta árs. En þetta er ekki bara spurning um að lög og reglur kveði á um rétt allra til að kjósa án mismununar. Þetta er líka spurning um ýmsar hindranir í umhverfi og viðhorfum fólks sem mæta fötluðu fólki þegar það ætlar að nýta kosningaréttinn. Er tryggt að þeir sem þess þurfa fá aðstoð til að komast á kjörstað? Er tryggt að aðgengi á kjörstað sé hindrunarlaust og öruggt? Er nokkur hætta á að fólk telji eðlilegt að fatlað fólk nýti ekki kosningarétt sinn og dragi jafnvel úr því að gera það? Og svona mætti áfram lengi telja. Fatlað fólk er því miður enn þá mjög jaðarsettur hópur í íslensku samfélagi. Flest fatlað fólk hefur litlar tekjur og örorkubætur eru skammarlega lágar í okkar ríka landi. Fatlað fólk hefur minni tækifæri til menntunar en fólk almennt. Fatlað fólk hefur því almennt lítil völd og áhrif í samfélaginu á grundvelli mikilla peninga, eigna eða félagslegrar stöðu, eins og ýmsir aðrir hópar hafa. Það má því með veigamiklum rökum halda því fram að rétturinn til að kjósa, hindranalaust, sé fáum hópum fólks mikilvægari en einmitt fötluðu fólki. Ef við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa réttinn til að kjósa og ekki bara í orði heldur í einnig í verki, er það á ábyrgð okkar allra að gera það sem í okkar valdi stendur, hvers og eins, til að ryðja úr vegi öllum þeim beinu og óbeinu hindrunum sem standa því í vegi að allt fatlað fólk njóti í raun kosningaréttar til jafns við aðra. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Árni Múli Jónasson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það er óumdeilanlegt að það eru mjög mikilsverð mannréttindi fólgin í því að fá kjósa og taka þannig þátt í að velja þá fulltrúa til að setja lög og stjórna ríki og sveitarfélögum. Þessi réttindi, sem varða ekki aðeins mannréttindi heldur eru algjör forsenda þess að ríki geti með réttu kallað sig lýðræðisríki, hafa verið staðfest í ýmsum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Í samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland er skuldbundið til framfylgja, er mjög mikil áhersla lögð á skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki raunverulegan kosningarétt. Sú mikla áhersla er skýr yfirlýsing þjóða heims um að uppræta verði þá mismunun sem fatlað þarf að þola og tryggja því raunveruleg tækifæri til þátttöku í stjórnmálum hindranalaust og til jafns við aðra. Grundvallarþáttur í réttinum til að kjósa er að enginn þarf að sýna fram á að hann hafi einhverja tiltekna þekkingu á hinu eða þessu. Rétturinn á nefnilega að vera og þarf að vera skilyrðislaus því að öll skilyrði eru til þess fallin að útiloka einhverja einstaklinga eða tiltekna hópa fólks og skilyrði af þessu tagi eru mjög oft tæki vondra valdhafa til að mismuna og kúga þá sem eru þeim ekki þóknanlegir. Flestir þekkja þá ljótu sögu hvernig hópum fólks hefur verið neitað um réttinn til að kjósa. Konur höfðu t.a.m. mjög lengi ekki þennan rétt og í mörgum löndum njóta þær hans ekki enn, þeir einir höfðu kosningarétt sem gátu sýnt fram á þeir væru svo og svo efnaðir og þá hefur fólki af tilteknum kynþætti, litarhætti eða trú verið neitað um þennan rétt beint eða óbeint og er svo enn. Raunar er víða verið að skerða þessi réttindi með beinum og óbeinum hætti enn þann dag í dag og m.a.s. í Bandaríkjunum sem oft hafa gert tilkall til að vera í forystu fyrir vestræn lýðræðisríki. Kosningaréttur fatlaðs fólks Fatlað fólk hefur hvarvetna í heiminum mátt þola að vera svipt kosningarétti vegna djúpstæðra fordóma og mismununar í lögum og/eða framkvæmd laga og þannig er það enn mjög víða. Ísland er engin undantekning frá því þó að mjög margt hafi skánað og annað muni skána þegar ný kosningalög taka gildi í byrjun næsta árs. En þetta er ekki bara spurning um að lög og reglur kveði á um rétt allra til að kjósa án mismununar. Þetta er líka spurning um ýmsar hindranir í umhverfi og viðhorfum fólks sem mæta fötluðu fólki þegar það ætlar að nýta kosningaréttinn. Er tryggt að þeir sem þess þurfa fá aðstoð til að komast á kjörstað? Er tryggt að aðgengi á kjörstað sé hindrunarlaust og öruggt? Er nokkur hætta á að fólk telji eðlilegt að fatlað fólk nýti ekki kosningarétt sinn og dragi jafnvel úr því að gera það? Og svona mætti áfram lengi telja. Fatlað fólk er því miður enn þá mjög jaðarsettur hópur í íslensku samfélagi. Flest fatlað fólk hefur litlar tekjur og örorkubætur eru skammarlega lágar í okkar ríka landi. Fatlað fólk hefur minni tækifæri til menntunar en fólk almennt. Fatlað fólk hefur því almennt lítil völd og áhrif í samfélaginu á grundvelli mikilla peninga, eigna eða félagslegrar stöðu, eins og ýmsir aðrir hópar hafa. Það má því með veigamiklum rökum halda því fram að rétturinn til að kjósa, hindranalaust, sé fáum hópum fólks mikilvægari en einmitt fötluðu fólki. Ef við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa réttinn til að kjósa og ekki bara í orði heldur í einnig í verki, er það á ábyrgð okkar allra að gera það sem í okkar valdi stendur, hvers og eins, til að ryðja úr vegi öllum þeim beinu og óbeinu hindrunum sem standa því í vegi að allt fatlað fólk njóti í raun kosningaréttar til jafns við aðra. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun