Hafa allir raunverulegan kosningarétt? Árni Múli Jónasson skrifar 18. ágúst 2021 15:00 Það er óumdeilanlegt að það eru mjög mikilsverð mannréttindi fólgin í því að fá kjósa og taka þannig þátt í að velja þá fulltrúa til að setja lög og stjórna ríki og sveitarfélögum. Þessi réttindi, sem varða ekki aðeins mannréttindi heldur eru algjör forsenda þess að ríki geti með réttu kallað sig lýðræðisríki, hafa verið staðfest í ýmsum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Í samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland er skuldbundið til framfylgja, er mjög mikil áhersla lögð á skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki raunverulegan kosningarétt. Sú mikla áhersla er skýr yfirlýsing þjóða heims um að uppræta verði þá mismunun sem fatlað þarf að þola og tryggja því raunveruleg tækifæri til þátttöku í stjórnmálum hindranalaust og til jafns við aðra. Grundvallarþáttur í réttinum til að kjósa er að enginn þarf að sýna fram á að hann hafi einhverja tiltekna þekkingu á hinu eða þessu. Rétturinn á nefnilega að vera og þarf að vera skilyrðislaus því að öll skilyrði eru til þess fallin að útiloka einhverja einstaklinga eða tiltekna hópa fólks og skilyrði af þessu tagi eru mjög oft tæki vondra valdhafa til að mismuna og kúga þá sem eru þeim ekki þóknanlegir. Flestir þekkja þá ljótu sögu hvernig hópum fólks hefur verið neitað um réttinn til að kjósa. Konur höfðu t.a.m. mjög lengi ekki þennan rétt og í mörgum löndum njóta þær hans ekki enn, þeir einir höfðu kosningarétt sem gátu sýnt fram á þeir væru svo og svo efnaðir og þá hefur fólki af tilteknum kynþætti, litarhætti eða trú verið neitað um þennan rétt beint eða óbeint og er svo enn. Raunar er víða verið að skerða þessi réttindi með beinum og óbeinum hætti enn þann dag í dag og m.a.s. í Bandaríkjunum sem oft hafa gert tilkall til að vera í forystu fyrir vestræn lýðræðisríki. Kosningaréttur fatlaðs fólks Fatlað fólk hefur hvarvetna í heiminum mátt þola að vera svipt kosningarétti vegna djúpstæðra fordóma og mismununar í lögum og/eða framkvæmd laga og þannig er það enn mjög víða. Ísland er engin undantekning frá því þó að mjög margt hafi skánað og annað muni skána þegar ný kosningalög taka gildi í byrjun næsta árs. En þetta er ekki bara spurning um að lög og reglur kveði á um rétt allra til að kjósa án mismununar. Þetta er líka spurning um ýmsar hindranir í umhverfi og viðhorfum fólks sem mæta fötluðu fólki þegar það ætlar að nýta kosningaréttinn. Er tryggt að þeir sem þess þurfa fá aðstoð til að komast á kjörstað? Er tryggt að aðgengi á kjörstað sé hindrunarlaust og öruggt? Er nokkur hætta á að fólk telji eðlilegt að fatlað fólk nýti ekki kosningarétt sinn og dragi jafnvel úr því að gera það? Og svona mætti áfram lengi telja. Fatlað fólk er því miður enn þá mjög jaðarsettur hópur í íslensku samfélagi. Flest fatlað fólk hefur litlar tekjur og örorkubætur eru skammarlega lágar í okkar ríka landi. Fatlað fólk hefur minni tækifæri til menntunar en fólk almennt. Fatlað fólk hefur því almennt lítil völd og áhrif í samfélaginu á grundvelli mikilla peninga, eigna eða félagslegrar stöðu, eins og ýmsir aðrir hópar hafa. Það má því með veigamiklum rökum halda því fram að rétturinn til að kjósa, hindranalaust, sé fáum hópum fólks mikilvægari en einmitt fötluðu fólki. Ef við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa réttinn til að kjósa og ekki bara í orði heldur í einnig í verki, er það á ábyrgð okkar allra að gera það sem í okkar valdi stendur, hvers og eins, til að ryðja úr vegi öllum þeim beinu og óbeinu hindrunum sem standa því í vegi að allt fatlað fólk njóti í raun kosningaréttar til jafns við aðra. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Árni Múli Jónasson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það er óumdeilanlegt að það eru mjög mikilsverð mannréttindi fólgin í því að fá kjósa og taka þannig þátt í að velja þá fulltrúa til að setja lög og stjórna ríki og sveitarfélögum. Þessi réttindi, sem varða ekki aðeins mannréttindi heldur eru algjör forsenda þess að ríki geti með réttu kallað sig lýðræðisríki, hafa verið staðfest í ýmsum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Í samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland er skuldbundið til framfylgja, er mjög mikil áhersla lögð á skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki raunverulegan kosningarétt. Sú mikla áhersla er skýr yfirlýsing þjóða heims um að uppræta verði þá mismunun sem fatlað þarf að þola og tryggja því raunveruleg tækifæri til þátttöku í stjórnmálum hindranalaust og til jafns við aðra. Grundvallarþáttur í réttinum til að kjósa er að enginn þarf að sýna fram á að hann hafi einhverja tiltekna þekkingu á hinu eða þessu. Rétturinn á nefnilega að vera og þarf að vera skilyrðislaus því að öll skilyrði eru til þess fallin að útiloka einhverja einstaklinga eða tiltekna hópa fólks og skilyrði af þessu tagi eru mjög oft tæki vondra valdhafa til að mismuna og kúga þá sem eru þeim ekki þóknanlegir. Flestir þekkja þá ljótu sögu hvernig hópum fólks hefur verið neitað um réttinn til að kjósa. Konur höfðu t.a.m. mjög lengi ekki þennan rétt og í mörgum löndum njóta þær hans ekki enn, þeir einir höfðu kosningarétt sem gátu sýnt fram á þeir væru svo og svo efnaðir og þá hefur fólki af tilteknum kynþætti, litarhætti eða trú verið neitað um þennan rétt beint eða óbeint og er svo enn. Raunar er víða verið að skerða þessi réttindi með beinum og óbeinum hætti enn þann dag í dag og m.a.s. í Bandaríkjunum sem oft hafa gert tilkall til að vera í forystu fyrir vestræn lýðræðisríki. Kosningaréttur fatlaðs fólks Fatlað fólk hefur hvarvetna í heiminum mátt þola að vera svipt kosningarétti vegna djúpstæðra fordóma og mismununar í lögum og/eða framkvæmd laga og þannig er það enn mjög víða. Ísland er engin undantekning frá því þó að mjög margt hafi skánað og annað muni skána þegar ný kosningalög taka gildi í byrjun næsta árs. En þetta er ekki bara spurning um að lög og reglur kveði á um rétt allra til að kjósa án mismununar. Þetta er líka spurning um ýmsar hindranir í umhverfi og viðhorfum fólks sem mæta fötluðu fólki þegar það ætlar að nýta kosningaréttinn. Er tryggt að þeir sem þess þurfa fá aðstoð til að komast á kjörstað? Er tryggt að aðgengi á kjörstað sé hindrunarlaust og öruggt? Er nokkur hætta á að fólk telji eðlilegt að fatlað fólk nýti ekki kosningarétt sinn og dragi jafnvel úr því að gera það? Og svona mætti áfram lengi telja. Fatlað fólk er því miður enn þá mjög jaðarsettur hópur í íslensku samfélagi. Flest fatlað fólk hefur litlar tekjur og örorkubætur eru skammarlega lágar í okkar ríka landi. Fatlað fólk hefur minni tækifæri til menntunar en fólk almennt. Fatlað fólk hefur því almennt lítil völd og áhrif í samfélaginu á grundvelli mikilla peninga, eigna eða félagslegrar stöðu, eins og ýmsir aðrir hópar hafa. Það má því með veigamiklum rökum halda því fram að rétturinn til að kjósa, hindranalaust, sé fáum hópum fólks mikilvægari en einmitt fötluðu fólki. Ef við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa réttinn til að kjósa og ekki bara í orði heldur í einnig í verki, er það á ábyrgð okkar allra að gera það sem í okkar valdi stendur, hvers og eins, til að ryðja úr vegi öllum þeim beinu og óbeinu hindrunum sem standa því í vegi að allt fatlað fólk njóti í raun kosningaréttar til jafns við aðra. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun