Lengjudeild karla

Fréttamynd

Tryggir ÍBV Bestu deildar sæti í dag? | „Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila“

Eyja­menn eru með ör­lögin í sínum höndum fyrir loka­um­ferð Lengju­deildar karla í fót­bolta í dag. Sigur gegn Leikni Reykja­vík gull­tryggir sæti ÍBV í Bestu deildinni á næsta tíma­bili og myndi um leið binda endi á stutta veru liðsins í næst­efstu deild. Her­mann Hreiðars­son, þjálfari ÍBV segir sína menn klára í al­vöru leik gegn hættu­legu liði Leiknis sem hefur að engu öðru að keppa nema stoltinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll

Eyjamenn eru ansi nálægt því að geta fagnað sæti í Bestu deild karla í fótbolta eftir 6-0 risasigur á Grindavík í næstsíðustu umferð Lengjudeildarinnar í dag. Grótta féll en ÍR bjó sér til góða von um að fara í umspil.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kefl­víkingar unnu Suður­nesja­slaginn

Keflavík vann sinn fimmta sigur í röð í Lengjudeild karla þegar liðið lagði nágranna sína úr Grindavík að velli í kvöld. Afturelding og Leiknir gerðu jafntefli í hinum leik kvöldsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron Einar heim í Þorpið

Aron Einar Gunnarsson hefur samið við uppeldisfélagið Þór á Akureyri og verður kynntur sem leikmaður liðsins í dag. Vera má að hann fari á láni til Belgíu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Njarð­víkingar hægðu á Þrótturum

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld og það má segja að það hafi ekki vantað hitann, þó svo að það sé bölvuð kuldatíð. Tvö rauð spjöld fóru á loft og tvö víti voru dæmd.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þegar mamma er glöð, þá eru allir glaðir“

Það eru margir sem ráku upp stór augu þegar að Aftur­elding greindi frá því að mark­vörðurinn Jökull Andrés­son kæmi á láni til fé­lagsins frá enska liðinu Rea­ding. Þar með tekur hann slaginn með liðinu í Lengju­deildinni út tíma­bilið. Það eru margir á því að Jökull gæti spilað á hærra getu­stigi. Hann elskar hins vegar pressuna sem fylgir því að vera kominn aftur í upp­eldis­fé­lagið í Mos­fells­bæ.

Íslenski boltinn