Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Siggeir Ævarsson skrifar 6. september 2025 18:16 Fjölnismenn í Grindavík í sumar, þegar allt lék í lyndi Vísir/Hulda Margrét Fjölnismenn eru fallnir úr Lengjudeild karla eftir 2-1 tap gegn Þór á Akureyri. Heil umferð var leikin í dag og er óhætt að segja að mjög spennandi lokaumferð sé framundan. Fjölnismenn þurftu nauðsynlega á sigri að halda fyrir norðan í dag en á 84. mínútu fengu heimamenn víti sem Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði úr. Það reyndist sigurmark leiksins. Á sama tíma tóku Leiknismenn á móti Selfossi og hirtu öll þrjú stigin með 2-0 sigri. Leiknir fer þá í 20 stig og úr fallsæti, einu stigi á undan Selfossi sem sígur niður í 11. sætið með 19 stig. Grindvíkingar, sem eru einnig í bullandi fallhættu, léku sinn fyrsta leik undir nýrri stjórn eftir að Haraldur Árni Hróðmarsson var látinn taka pokann sinn á dögunum. Þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu ÍR á heimavelli 3-1. Markahrókurinn Adam Árni Róbertsson skoraði tvö fyrstu mörk Grindvíkinga og lagði upp það þriðja. Hann er þá kominn með 14 mörk í deildinni og er markahæstur ásamt Oumar Diouck. Með sigrinum fara Grindvíkingar í 21 stig, stigi á undan Leikni en ennþá í fallhættu enda aðeins tveimur stigum á undan Selfyssingum. Fylkir fékk Völsung í heimsókn þar sem Húsvíkingarnir björguðu sér endanlega frá falli með 1-2 sigri. Staðan í neðri hlutanum fyrir lokaumferðina er þá svona: 8. sæti - Grindavík 21 stig9. sæti - Fylkir 20 stig10. sæti - Leiknir 20 stig 11. sæti - Selfoss 19 stig12. sæti - Fjölnir 15 stig Liðin í 8. - 11. sæti geta því öll ennþá fallið. Grindavík tekur á móti Njarðvík í lokaumferðinni, Fylkir sækir ÍR heim, Leiknir sækir Fjölni heim og Selfoss tekur á móti Keflavík. Hart barist á toppnum líka Á toppi deildarinnar er spennan ekki minni en Þórsarar sitja á toppnum eftir úrslit dagsins með 42 stig. Þróttarar koma þar strax á eftir með 41 og Njarðvík er með 40, svo að þessi þrjú lið eiga öll möguleika á að taka toppsætið í lokaumferðinni og fara beint upp. Þróttarar töpuðu þremur stigum í dag þegar liðið steinlá á útivelli gegn HK, 5-2 þar sem Jóhann Þór Arnarsson skoraði þrennu. Njarðvíkingar töpuðu einnig þremur stigum þegar liðið tapaði gegn Keflavík, 2-1. Þróttur og Þór mætast einmitt í lokaumferðinni en Njarðvíkingar verða að stóla á að þeim leik ljúki með jafntefli ef þeir ætla sér að eiga möguleika á toppsætinu. Þeir þurfa þá að vinna Grindavík og vona að markatalan dugi þeim í toppsætið. Lengjudeild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
Fjölnismenn þurftu nauðsynlega á sigri að halda fyrir norðan í dag en á 84. mínútu fengu heimamenn víti sem Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði úr. Það reyndist sigurmark leiksins. Á sama tíma tóku Leiknismenn á móti Selfossi og hirtu öll þrjú stigin með 2-0 sigri. Leiknir fer þá í 20 stig og úr fallsæti, einu stigi á undan Selfossi sem sígur niður í 11. sætið með 19 stig. Grindvíkingar, sem eru einnig í bullandi fallhættu, léku sinn fyrsta leik undir nýrri stjórn eftir að Haraldur Árni Hróðmarsson var látinn taka pokann sinn á dögunum. Þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu ÍR á heimavelli 3-1. Markahrókurinn Adam Árni Róbertsson skoraði tvö fyrstu mörk Grindvíkinga og lagði upp það þriðja. Hann er þá kominn með 14 mörk í deildinni og er markahæstur ásamt Oumar Diouck. Með sigrinum fara Grindvíkingar í 21 stig, stigi á undan Leikni en ennþá í fallhættu enda aðeins tveimur stigum á undan Selfyssingum. Fylkir fékk Völsung í heimsókn þar sem Húsvíkingarnir björguðu sér endanlega frá falli með 1-2 sigri. Staðan í neðri hlutanum fyrir lokaumferðina er þá svona: 8. sæti - Grindavík 21 stig9. sæti - Fylkir 20 stig10. sæti - Leiknir 20 stig 11. sæti - Selfoss 19 stig12. sæti - Fjölnir 15 stig Liðin í 8. - 11. sæti geta því öll ennþá fallið. Grindavík tekur á móti Njarðvík í lokaumferðinni, Fylkir sækir ÍR heim, Leiknir sækir Fjölni heim og Selfoss tekur á móti Keflavík. Hart barist á toppnum líka Á toppi deildarinnar er spennan ekki minni en Þórsarar sitja á toppnum eftir úrslit dagsins með 42 stig. Þróttarar koma þar strax á eftir með 41 og Njarðvík er með 40, svo að þessi þrjú lið eiga öll möguleika á að taka toppsætið í lokaumferðinni og fara beint upp. Þróttarar töpuðu þremur stigum í dag þegar liðið steinlá á útivelli gegn HK, 5-2 þar sem Jóhann Þór Arnarsson skoraði þrennu. Njarðvíkingar töpuðu einnig þremur stigum þegar liðið tapaði gegn Keflavík, 2-1. Þróttur og Þór mætast einmitt í lokaumferðinni en Njarðvíkingar verða að stóla á að þeim leik ljúki með jafntefli ef þeir ætla sér að eiga möguleika á toppsætinu. Þeir þurfa þá að vinna Grindavík og vona að markatalan dugi þeim í toppsætið.
Lengjudeild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira