Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Siggeir Ævarsson skrifar 6. september 2025 18:16 Fjölnismenn í Grindavík í sumar, þegar allt lék í lyndi Vísir/Hulda Margrét Fjölnismenn eru fallnir úr Lengjudeild karla eftir 2-1 tap gegn Þór á Akureyri. Heil umferð var leikin í dag og er óhætt að segja að mjög spennandi lokaumferð sé framundan. Fjölnismenn þurftu nauðsynlega á sigri að halda fyrir norðan í dag en á 84. mínútu fengu heimamenn víti sem Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði úr. Það reyndist sigurmark leiksins. Á sama tíma tóku Leiknismenn á móti Selfossi og hirtu öll þrjú stigin með 2-0 sigri. Leiknir fer þá í 20 stig og úr fallsæti, einu stigi á undan Selfossi sem sígur niður í 11. sætið með 19 stig. Grindvíkingar, sem eru einnig í bullandi fallhættu, léku sinn fyrsta leik undir nýrri stjórn eftir að Haraldur Árni Hróðmarsson var látinn taka pokann sinn á dögunum. Þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu ÍR á heimavelli 3-1. Markahrókurinn Adam Árni Róbertsson skoraði tvö fyrstu mörk Grindvíkinga og lagði upp það þriðja. Hann er þá kominn með 14 mörk í deildinni og er markahæstur ásamt Oumar Diouck. Með sigrinum fara Grindvíkingar í 21 stig, stigi á undan Leikni en ennþá í fallhættu enda aðeins tveimur stigum á undan Selfyssingum. Fylkir fékk Völsung í heimsókn þar sem Húsvíkingarnir björguðu sér endanlega frá falli með 1-2 sigri. Staðan í neðri hlutanum fyrir lokaumferðina er þá svona: 8. sæti - Grindavík 21 stig9. sæti - Fylkir 20 stig10. sæti - Leiknir 20 stig 11. sæti - Selfoss 19 stig12. sæti - Fjölnir 15 stig Liðin í 8. - 11. sæti geta því öll ennþá fallið. Grindavík tekur á móti Njarðvík í lokaumferðinni, Fylkir sækir ÍR heim, Leiknir sækir Fjölni heim og Selfoss tekur á móti Keflavík. Hart barist á toppnum líka Á toppi deildarinnar er spennan ekki minni en Þórsarar sitja á toppnum eftir úrslit dagsins með 42 stig. Þróttarar koma þar strax á eftir með 41 og Njarðvík er með 40, svo að þessi þrjú lið eiga öll möguleika á að taka toppsætið í lokaumferðinni og fara beint upp. Þróttarar töpuðu þremur stigum í dag þegar liðið steinlá á útivelli gegn HK, 5-2 þar sem Jóhann Þór Arnarsson skoraði þrennu. Njarðvíkingar töpuðu einnig þremur stigum þegar liðið tapaði gegn Keflavík, 2-1. Þróttur og Þór mætast einmitt í lokaumferðinni en Njarðvíkingar verða að stóla á að þeim leik ljúki með jafntefli ef þeir ætla sér að eiga möguleika á toppsætinu. Þeir þurfa þá að vinna Grindavík og vona að markatalan dugi þeim í toppsætið. Lengjudeild karla Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Fjölnismenn þurftu nauðsynlega á sigri að halda fyrir norðan í dag en á 84. mínútu fengu heimamenn víti sem Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði úr. Það reyndist sigurmark leiksins. Á sama tíma tóku Leiknismenn á móti Selfossi og hirtu öll þrjú stigin með 2-0 sigri. Leiknir fer þá í 20 stig og úr fallsæti, einu stigi á undan Selfossi sem sígur niður í 11. sætið með 19 stig. Grindvíkingar, sem eru einnig í bullandi fallhættu, léku sinn fyrsta leik undir nýrri stjórn eftir að Haraldur Árni Hróðmarsson var látinn taka pokann sinn á dögunum. Þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu ÍR á heimavelli 3-1. Markahrókurinn Adam Árni Róbertsson skoraði tvö fyrstu mörk Grindvíkinga og lagði upp það þriðja. Hann er þá kominn með 14 mörk í deildinni og er markahæstur ásamt Oumar Diouck. Með sigrinum fara Grindvíkingar í 21 stig, stigi á undan Leikni en ennþá í fallhættu enda aðeins tveimur stigum á undan Selfyssingum. Fylkir fékk Völsung í heimsókn þar sem Húsvíkingarnir björguðu sér endanlega frá falli með 1-2 sigri. Staðan í neðri hlutanum fyrir lokaumferðina er þá svona: 8. sæti - Grindavík 21 stig9. sæti - Fylkir 20 stig10. sæti - Leiknir 20 stig 11. sæti - Selfoss 19 stig12. sæti - Fjölnir 15 stig Liðin í 8. - 11. sæti geta því öll ennþá fallið. Grindavík tekur á móti Njarðvík í lokaumferðinni, Fylkir sækir ÍR heim, Leiknir sækir Fjölni heim og Selfoss tekur á móti Keflavík. Hart barist á toppnum líka Á toppi deildarinnar er spennan ekki minni en Þórsarar sitja á toppnum eftir úrslit dagsins með 42 stig. Þróttarar koma þar strax á eftir með 41 og Njarðvík er með 40, svo að þessi þrjú lið eiga öll möguleika á að taka toppsætið í lokaumferðinni og fara beint upp. Þróttarar töpuðu þremur stigum í dag þegar liðið steinlá á útivelli gegn HK, 5-2 þar sem Jóhann Þór Arnarsson skoraði þrennu. Njarðvíkingar töpuðu einnig þremur stigum þegar liðið tapaði gegn Keflavík, 2-1. Þróttur og Þór mætast einmitt í lokaumferðinni en Njarðvíkingar verða að stóla á að þeim leik ljúki með jafntefli ef þeir ætla sér að eiga möguleika á toppsætinu. Þeir þurfa þá að vinna Grindavík og vona að markatalan dugi þeim í toppsætið.
Lengjudeild karla Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira