
Valur

„Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“
Arnór Smárason var á dögunum ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val. Hann sér mikil tækifæri hjá félaginu. Vill halda vel utan um yngri flokka félagsins, þróa hungraða og gæða mikla leikmenn sem gætu reynst meistaraflokkum Vals dýrmætir.

Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu
Grindavíkingar unnu sjö stiga sigur á Val, 97-90, í lokaleik tíundu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta. Grindvíkingar virtust ætla að vinna öruggan sigur en þeir hleyptu Valsmönnum aftur inn í leikinn í fjórða leikhlutanum. Grindavíkurliðið stóðst þó atlögu Íslandsmeistaranna og sá til þess að Valsmenn sitja áfram í fallsæti.

Valsmenn enduðu taphrinuna
Valur vann sex marka sigur á Stjörnunni, 40-34, í fjórtándu umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld.

Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan
Norðanliðin Þór frá Akureyri og Tindastóll frá Sauðárkróki unnu bæði góða heimasigra í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld.

„Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“
Flottur bikarsigur gegn Grindavík í gærkvöld breytir ekki þeirri staðreynd að Íslandsmeistarar Vals sitja í fallsæti í Bónus-deild karla í körfubolta, eftir níu umferðir af 22. Sérfræðingar Körfuboltakvölds veltu vöngum yfir stöðu Vals og þeirri staðreynd að Finnur Freyr Stefánsson þjálfari liðsins þekkti ekki svona slæmt gengi.

„Kane minnir mig stundum á Brynjar Þór Björnsson“
Valur vann ellefu stiga sigur gegn Grindavík 88-77. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með að hafa komist áfram í bikarnum.

Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit
Haukar urðu síðasta liðið til að tryggja sig áfram í átta liða úrslit bikarkeppni kvenna í körfubolta, með öruggum 88-66 sigri gegn Val á Hlíðarenda.

Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val
Arnór Smárason hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val. Hann tekur við starfinu 1. janúar næstkomandi.

Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar
Valsmenn töpuðu öðrum leiknum í röð í gærkvöldi og um leið í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum í Bónus deildinni í körfubolta. Fyrir vikið sitja Íslandsmeistarar í fallsæti deildarinnar.

Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd
Haukar eru komnir á blað. Já þið lásuð rétt, Haukar eru komnir á blað í Bónus deild karla. Haukar lögðu Valsmenn á útivelli 97-104 í 9. umferði deildarinnar og eru komnir með fyrstu stigin sín þennan veturinn.

„Við vorum sjálfum okkur verstir“
Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í Val fóru tómhentir heim úr Mosfellsbæ en liðið tapaði með fjórum mörkum á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. Þetta er annar leikurinn sem liðið tapar í röð í deildinni og Óskar Bjarni viðurkennir að það hafi ekki mikið gengið upp í Mosfellsbæ í kvöld.

Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn
Afturelding sigraði Val með fjórum mörkum í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Mosfellsbæ og var sigurinn nokkuð þægilegur fyrir heimamenn þrátt fyrir jafnan fyrri hálfleik.Það var jafnræði með liðunum í upphafi leiks og voru hornamenn liðanna atkvæðamiklir í upphafi leiks. Liðin skiptust á að skora og var staðan 9-9 um miðbik fyrri hálfleiks.

Framkvæmdastjóraskipti hjá Val
Jóhanna Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Vals. Hún tekur við starfinu af Styrmi Þór Bragasyni um áramótin.

Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð
Eftir fjögur töp í röð vann Valur 23 stiga sigur á Hamri/Þór, 82-59, í 9. umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

Öruggur sigur ÍBV gegn Val
ÍBV vann öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Val í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 34-27.

Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn
Í dag hefði Eyjamaðurinn Kolbeinn Aron Ingibjargarson orðið 35 ára gamall. Eyjamenn minnast hans sérstaklega á heimaleik sínum við Valsmenn í Olís deild karla í handbolta.

Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna
ÍR tók á móti Val í Skógarselinu í kvöld í sínum fyrsta leik undir stjórn Borce Ilievski. Eftir að hafa tapað sjö fyrstu leikjum sínum í deildinni kom loksins sigur í síðasta leik. Annar sigurinn í röð staðreynd eftir dramatískar lokasekúndur.

Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni
Valsmaðurinn Úlfar Páll Monsi Þórðarson stóð sig vel með sínu liði í síðasta Evrópuleik Valsmanna á tímabilinu og kom sér um leið í góðan úrvalshóp.

Porto lagði Val í Portúgal
Valsmenn máttu þola átta marka tap gegn Porto ytra í Evrópudeild karla í handbolta, lokatölur 37-29.

Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð
Njarðvík tók á móti Val í IceMar-höllinni í kvöld þegar áttunda umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Liðin eru í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og var það Njarðvík sem hafði betur hér í kvöld með tíu stigum 77-67.

Tímabært að breyta til
„Þetta var ekkert auðvelt,“ segir Ágúst Jóhannsson sem mun hætta sem þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta í sumar til að taka við karlaliði félagsins.

Líta á tilboðið í Gylfa sem grín
Víkingar gerðu Valsmönnum tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson sem að sögn formanns knattspyrnudeildar Vals var svo óraunhæft að menn litu á það sem grín.

Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum
Valur bar sigurorð af Haukum, 29-33, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 11. umferð Olísdeildar karla í handbolta að Ásvöllum í kvöld. Valur er einu stigi frá toppliðum deildarinnar, FH og Aftureldingu, á meðan Haukar misstu aðeins af lestinni í toppbaráttunni með þessu tapi.

„Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“
Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds kvenna segja að það skorti leikgleði hjá Val og hugarfar liðsins sé ekki nógu gott.

Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan
Stjarnan og Þór Akureyri fögnuðu sigri í leikjum sínum í sjöundu umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

„Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur eftir að hafa horft á sína menn kasta frá sér sigrinum gegn stórliði Vardar í Evrópukeppni karla í handbolta í kvöld.

„Bara svona skítatilfinning“
Úlfar Páll Monsi Þórðarson var súr og svekktur eftir 34-34 jafntefli Vals gegn Vardar í Evrópukeppni karla í handbolta í kvöld.

Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“
Landsliðsmarkvörurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að það sé ekki annað hægt að segja en að það hafi verið svekkjandi að fá aðeins eitt stig á móti stórliði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld.

Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“
Valur og Selfoss mættust í 8-liða úrslitum Kviss á laugardagskvöldið og úr varð hörkukeppni.

Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val
Valsmenn þurftu að sætta sig við 34-34 jafntefli er liðið tók á móti norður-makedónska stórveldinu Vardar í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Víti þegar leiktíminn var liðinn varð Val að falli og Valsmenn eiga ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum.