Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. september 2025 18:47 Arna Sif sneri aftur á völlinn eftir langa fjarveru. Vísir/Vilhelm „Tilfinningin er bara ótrúlega góð. Ég var búin að mikla þetta mikið fyrir mér í morgun, enda langur tími síðan síðast en bara gott að vera komin inn í þetta og bara ágætis leikur til að byrja á,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, sem spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deildinni síðan 2023 í dag í 1-1 jafntefli FH og Vals. Arna Sif hefur verið frá vegna alvarlegra meiðsla og svo barneigna síðan í febrúar 2024 þegar hún sleit krossbönd í hné. Fyrir meiðslin hafði hún verið valin besti leikmaður Bestu deildarinnar tvö ár í röð af Bestu mörkunum á Sýn Sport. Hvernig var að koma aftur út á völl á blautt gras í Kaplakrika? „Ég fattaði það reyndar bara inn í klefa að ég er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023 þannig að ég fékk svona smá fiðring í magann. Svo er þetta bara fótbolti, ekkert sérstaklega flókið. Ég er náttúrulega búin að æfa eins og hundur með þessum stelpum í langan tíma þannig að það var mjög auðvelt að koma inn.“ Lék Arna Sif 77 mínútur í leiknum sem er heldur mikið eftir svona langa fjarveru. Arna Sif segist vera sammála því en henni leið þó vel inn á vellinum. „Já, samkvæmt svona ef maður á að vera svaka strangur á þessum protocallum í endurkomunni þá átti ég tæknilega séð að fá 60 mínútur. En mér bara leið vel og skrokkurinn í fínu lagi þannig að við tókum aðeins meira og ég ímyndaði mér að ég hefði alveg getað farið í 90 en það er kannski fínt að vera aðeins skynsamur.“ Arna Sif nýtur þess að spila fótbolta aftur og stefnir á að taka þátt í lokakafla tímabilsins með Val. „Ég er svolítið að taka einn dag í einu. Í dag var gaman og á morgun verður örugglega gaman líka og svo sjáum við bara til með dagana á eftir það og með næstu leiki. Ef að krafta minna er óskað þá er ég mjög tilbúin en ef ég á að vera í öðru hlutverki þá er ég líka mjög klár í það.“ Að lokum var Arna Sif spurð út í gang leiksins. Var hún sátt við leik liðsins að mörgu leyti en fannst þó tækifæri í leiknum að ná í öll stigin. „Þetta var svolítið kaflaskipt. FH er með hörku lið og pressa mikið og það eru svona mikil læti og mér fannst við leysa það vel. Mér fannst við samt geta gert betur með þær stöður sem að við fengum. Vorum oft að komast í ágætis stöður en úrslitaákvarðanir voru ekki nógu góðar. Þannig að það er svona pínu súrt. Mér fannst við hefðum getað refsað þeim aðeins meira og svo bara gera þær vel í restina. Liggja svolítið á okkur en varnarleikurinn var mjög góður heilt yfir hjá liðinu.“ Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Arna Sif hefur verið frá vegna alvarlegra meiðsla og svo barneigna síðan í febrúar 2024 þegar hún sleit krossbönd í hné. Fyrir meiðslin hafði hún verið valin besti leikmaður Bestu deildarinnar tvö ár í röð af Bestu mörkunum á Sýn Sport. Hvernig var að koma aftur út á völl á blautt gras í Kaplakrika? „Ég fattaði það reyndar bara inn í klefa að ég er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023 þannig að ég fékk svona smá fiðring í magann. Svo er þetta bara fótbolti, ekkert sérstaklega flókið. Ég er náttúrulega búin að æfa eins og hundur með þessum stelpum í langan tíma þannig að það var mjög auðvelt að koma inn.“ Lék Arna Sif 77 mínútur í leiknum sem er heldur mikið eftir svona langa fjarveru. Arna Sif segist vera sammála því en henni leið þó vel inn á vellinum. „Já, samkvæmt svona ef maður á að vera svaka strangur á þessum protocallum í endurkomunni þá átti ég tæknilega séð að fá 60 mínútur. En mér bara leið vel og skrokkurinn í fínu lagi þannig að við tókum aðeins meira og ég ímyndaði mér að ég hefði alveg getað farið í 90 en það er kannski fínt að vera aðeins skynsamur.“ Arna Sif nýtur þess að spila fótbolta aftur og stefnir á að taka þátt í lokakafla tímabilsins með Val. „Ég er svolítið að taka einn dag í einu. Í dag var gaman og á morgun verður örugglega gaman líka og svo sjáum við bara til með dagana á eftir það og með næstu leiki. Ef að krafta minna er óskað þá er ég mjög tilbúin en ef ég á að vera í öðru hlutverki þá er ég líka mjög klár í það.“ Að lokum var Arna Sif spurð út í gang leiksins. Var hún sátt við leik liðsins að mörgu leyti en fannst þó tækifæri í leiknum að ná í öll stigin. „Þetta var svolítið kaflaskipt. FH er með hörku lið og pressa mikið og það eru svona mikil læti og mér fannst við leysa það vel. Mér fannst við samt geta gert betur með þær stöður sem að við fengum. Vorum oft að komast í ágætis stöður en úrslitaákvarðanir voru ekki nógu góðar. Þannig að það er svona pínu súrt. Mér fannst við hefðum getað refsað þeim aðeins meira og svo bara gera þær vel í restina. Liggja svolítið á okkur en varnarleikurinn var mjög góður heilt yfir hjá liðinu.“
Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira