Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. september 2025 18:47 Arna Sif sneri aftur á völlinn eftir langa fjarveru. Vísir/Vilhelm „Tilfinningin er bara ótrúlega góð. Ég var búin að mikla þetta mikið fyrir mér í morgun, enda langur tími síðan síðast en bara gott að vera komin inn í þetta og bara ágætis leikur til að byrja á,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, sem spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deildinni síðan 2023 í dag í 1-1 jafntefli FH og Vals. Arna Sif hefur verið frá vegna alvarlegra meiðsla og svo barneigna síðan í febrúar 2024 þegar hún sleit krossbönd í hné. Fyrir meiðslin hafði hún verið valin besti leikmaður Bestu deildarinnar tvö ár í röð af Bestu mörkunum á Sýn Sport. Hvernig var að koma aftur út á völl á blautt gras í Kaplakrika? „Ég fattaði það reyndar bara inn í klefa að ég er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023 þannig að ég fékk svona smá fiðring í magann. Svo er þetta bara fótbolti, ekkert sérstaklega flókið. Ég er náttúrulega búin að æfa eins og hundur með þessum stelpum í langan tíma þannig að það var mjög auðvelt að koma inn.“ Lék Arna Sif 77 mínútur í leiknum sem er heldur mikið eftir svona langa fjarveru. Arna Sif segist vera sammála því en henni leið þó vel inn á vellinum. „Já, samkvæmt svona ef maður á að vera svaka strangur á þessum protocallum í endurkomunni þá átti ég tæknilega séð að fá 60 mínútur. En mér bara leið vel og skrokkurinn í fínu lagi þannig að við tókum aðeins meira og ég ímyndaði mér að ég hefði alveg getað farið í 90 en það er kannski fínt að vera aðeins skynsamur.“ Arna Sif nýtur þess að spila fótbolta aftur og stefnir á að taka þátt í lokakafla tímabilsins með Val. „Ég er svolítið að taka einn dag í einu. Í dag var gaman og á morgun verður örugglega gaman líka og svo sjáum við bara til með dagana á eftir það og með næstu leiki. Ef að krafta minna er óskað þá er ég mjög tilbúin en ef ég á að vera í öðru hlutverki þá er ég líka mjög klár í það.“ Að lokum var Arna Sif spurð út í gang leiksins. Var hún sátt við leik liðsins að mörgu leyti en fannst þó tækifæri í leiknum að ná í öll stigin. „Þetta var svolítið kaflaskipt. FH er með hörku lið og pressa mikið og það eru svona mikil læti og mér fannst við leysa það vel. Mér fannst við samt geta gert betur með þær stöður sem að við fengum. Vorum oft að komast í ágætis stöður en úrslitaákvarðanir voru ekki nógu góðar. Þannig að það er svona pínu súrt. Mér fannst við hefðum getað refsað þeim aðeins meira og svo bara gera þær vel í restina. Liggja svolítið á okkur en varnarleikurinn var mjög góður heilt yfir hjá liðinu.“ Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Arna Sif hefur verið frá vegna alvarlegra meiðsla og svo barneigna síðan í febrúar 2024 þegar hún sleit krossbönd í hné. Fyrir meiðslin hafði hún verið valin besti leikmaður Bestu deildarinnar tvö ár í röð af Bestu mörkunum á Sýn Sport. Hvernig var að koma aftur út á völl á blautt gras í Kaplakrika? „Ég fattaði það reyndar bara inn í klefa að ég er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023 þannig að ég fékk svona smá fiðring í magann. Svo er þetta bara fótbolti, ekkert sérstaklega flókið. Ég er náttúrulega búin að æfa eins og hundur með þessum stelpum í langan tíma þannig að það var mjög auðvelt að koma inn.“ Lék Arna Sif 77 mínútur í leiknum sem er heldur mikið eftir svona langa fjarveru. Arna Sif segist vera sammála því en henni leið þó vel inn á vellinum. „Já, samkvæmt svona ef maður á að vera svaka strangur á þessum protocallum í endurkomunni þá átti ég tæknilega séð að fá 60 mínútur. En mér bara leið vel og skrokkurinn í fínu lagi þannig að við tókum aðeins meira og ég ímyndaði mér að ég hefði alveg getað farið í 90 en það er kannski fínt að vera aðeins skynsamur.“ Arna Sif nýtur þess að spila fótbolta aftur og stefnir á að taka þátt í lokakafla tímabilsins með Val. „Ég er svolítið að taka einn dag í einu. Í dag var gaman og á morgun verður örugglega gaman líka og svo sjáum við bara til með dagana á eftir það og með næstu leiki. Ef að krafta minna er óskað þá er ég mjög tilbúin en ef ég á að vera í öðru hlutverki þá er ég líka mjög klár í það.“ Að lokum var Arna Sif spurð út í gang leiksins. Var hún sátt við leik liðsins að mörgu leyti en fannst þó tækifæri í leiknum að ná í öll stigin. „Þetta var svolítið kaflaskipt. FH er með hörku lið og pressa mikið og það eru svona mikil læti og mér fannst við leysa það vel. Mér fannst við samt geta gert betur með þær stöður sem að við fengum. Vorum oft að komast í ágætis stöður en úrslitaákvarðanir voru ekki nógu góðar. Þannig að það er svona pínu súrt. Mér fannst við hefðum getað refsað þeim aðeins meira og svo bara gera þær vel í restina. Liggja svolítið á okkur en varnarleikurinn var mjög góður heilt yfir hjá liðinu.“
Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira