Fótbolti

„Eins og í lífinu er kastað í þig alls­konar skít“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í kvöld.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego

„Þetta er bara eins svekkjandi og það verður,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Val í kvöld.

Blikar voru með forystu í leiknum þegar venjulegum leiktíma lauk, en vítaspyrna í uppbótartíma skilaði Valsmönnum stigi.

„Við vorum hrikalega góðir í fyrri hálfleik og alveg fram að markinu og komumst verðskuldað yfir. Auðvitað setja þeir okkur undir smá pressu en mér fannst þeir samt ekkert ógna okkur mikið. Við verjumst vel og mér fannst bara eins og við værum með þetta.“

„Mér fannst við hættulegir í skyndisóknum og líklegir til að komast í 2-0. En fótbolti er bara eins og hann er og eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít og annan leikinn í röð hérna á Hlíðarenda fáum við á okkur mark seint í uppbótartíma, sem er auðvitað bara mjög svekkjandi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×