Breiðablik

Fréttamynd

Upp­gjörið: Lech Poznan - Breiða­blik 7-1 | Af­hroð í Pól­landi

Breiðablik er svo gott sem úr leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta eftir afhroð í Póllandi. Staðan var jöfn þegar Blikar misstu Viktor Örn Margeirsson af velli með rautt spjald. Í kjölfarið skoruðu heimamenn fjögur mörk áður en fyrri hálfleik lauk. Þeir gerðu svo endanlega út um leikinn og einvígið í síðari hálfleik með þremur mörkum til viðbótar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fjöl­mennasti leikur sem Breiða­blik hefur spilað“

Breiðablik spilar í kvöld fjölmennasta leik í sögu félagsins, á útivelli gegn pólsku meisturunum Lech Poznan í undankeppni Meistaradeildarinnar. Halldór Árnason, þjálfari liðsins, segir Blikana ætla að halda í sín gildi, pressa stíft og stefna á sína allra bestu frammistöðu, svo verði bara að koma í ljós hverju það skilar þeim.

Fótbolti
Fréttamynd

Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum

Austurríski framherjinn Marko Arnautovic er genginn til liðs við Rauðu stjörnuna frá Belgrad í Serbíu og einn af hans fyrstu leikjum fyrir félagið gæti orðið gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Fótbolti
Fréttamynd

Ó­skiljan­legur miði Vestra vekur at­hygli

Vestri heimsótti Breiðablik í fimmtándu umferð Bestu-deildar karla á laugardaginn þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu 1-0 sigur. Það voru þó ekki úrslit leiksins sem vöktu helst athygli sérfræðinga Stúkunnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri

Breiðablik rúllaði yfir Albaníumeistara Egnatia í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta er liðin áttust við í síðari leik einvígis þeirra í 1. umferð. Leiknum lauk 5-0 eftir sýningu grænklæddra á Kópavogsvelli.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“

Ágúst Orri Þorsteinsson skoraði tvö mörk af fimm Breiðabliks í kvöld á móti Egnatia í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Breiðablik sem tapaði fyrri leiknum í Albaníu á grátlegan hátt varð að sækja til sigurs í kvöld og það tókst og rúmlega það.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“

Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er fullur tilhlökkunar fyrir seinni leik Breiðabliks gegn albanska liðinu Egnatia í undankeppni Meistaradeildarinnar. Blikarnir fara inn í leikinn marki undir, en Höskuldur segir þá vita hvað þurfi að gera til að fagna sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir

„Það fer ljómandi vel um okkur. Við erum í strandbæ sem heitir Durres á mjög huggulegu hóteli í sól og hita,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Hans menn hefja Evrópuvertíð sína er liðið mætir Egnatia í Albaníu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ás­geir og Hrannar heiðruðu Jota

Þeir Ásgeir Helgi Orrason, leikmaður Breiðabliks, og Hrannar Snær Magnússon, leikmaður Aftureldingar, fögnuðu báðir að hætti Diogo Jota í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Jota féll frá aðfaranótt fimmtudags.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Fær­eyja

Daniel Obbekjær hefur yfirgefið herbúðir Breiðabliks og heldur nú aftur til Færeyja, þaðan sem hann kom fyrir ári síðan. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir leikstíl liðsins ekki hafa hentað honum og Daniel sé of góður miðvörður til að sitja bara á bekknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hall­dór: Sundur spiluðum Fram

Halldór Árnason var alls ekki sammála mati blaðamanns að Breiðablik hafi sloppið með skrekkinn í leik liðsins gegn Fram í kvöld. Breiðablik jafnaði úr víti á 92. mínútu en færin létu á sér standa hjá Blikum lengi vel í kvöld. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Blikar enn í öðru sæti Bestu deildar karla.

Fótbolti