„Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2025 22:31 Srdjan Tufagdzic, Túfa, þjálfari Vals. Vísir/Diego Valur tapaði gegn Fram í 21. Umferð Bestu deildar karla í kvöld þegar Fram skoraði sigurmarkið í uppbótartíma úr vítaspyrnu. Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals ræddi við Vísi eftir leik og var sársvekktur. Hann viðurkenndi að tilfinningin væru mjög súr eftir leik: „Sérstaklega því mér fannst við ekki eiga að tapa þessum leik. Hörkuleikur og það eru kaflar í leiknum þar sem við erum bara miklu betri. Er mest ósáttur við byrjunina í seinni hálfleik, þá hættum við að gera það við vorum að gera vel í fyrri hálfleik. Leyfum Fram að taka aðeins yfir leikinn. Heilt yfir fannst mér við þó eiga skilið að vinna þennan leik,“ sagði Tufa. Valur vann Aftureldingu í síðustu umferð þar sem liðið var frábært í seinni hálfleik eftir slakan fyrri hálfleik. Tufa sagði það ekki áhyggjuefni að Valur væri að spila einn hálfleik vel þessa dagana. „Ég held að þetta var ekki leikur tveggja hálfleik ef þú horfir á það útfrá frammistöðu, bara miðað við mörk. Mér finnst eftir að þeir jafna þá tökum við leikinn yfir aftur og erum að skapa færi. Mér fannst við spila vel eftir það,“ sagði Túfa. Túfa sagði sitt lið kannski hafa komið of varfærið inní fyrstu mínútur seinni hálfleiksins: „Það var ekki planið okkar eða ætlun. Við vildum bara halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik. Ýta þeim ofar og þrýsta þeim í langa bolta. Fram gerir líka vel.“ Dómaratríó dagsins var umdeilt og voru Valsarar allt annað en sáttir við þeirra ákvarðanir í dag. „Mér finnst dómarinn með nokkra ranga dóma í dag. Fyrst þegar Tryggvi sleppur í gegn, er búinn að sjá það aftur og það var ekki rangstaða. Hefðum getað komist í 2-0 þar. Mér finnst við geta fengið víti líka þegar var brotið á Marius (Lundemo) og miðað við viðbrögð minna leikmanna og Sigga sjálfs var þetta ekki víti sem við fáum á okkur. Alltof harður dómur og þetta hefur mikil áhrif á úrslitin. Mér finnst við mjög óheppnir með dómgæslu í dag,“ sagði Túfa og bætti við: „Öðruvísi þegar dómarar gera mistök sem hafa ekki áhrif á niðurstöðuna en í dag höfðu þeir mikil áhrif á úrslitin.“ Besta deild karla Valur Fram Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Hann viðurkenndi að tilfinningin væru mjög súr eftir leik: „Sérstaklega því mér fannst við ekki eiga að tapa þessum leik. Hörkuleikur og það eru kaflar í leiknum þar sem við erum bara miklu betri. Er mest ósáttur við byrjunina í seinni hálfleik, þá hættum við að gera það við vorum að gera vel í fyrri hálfleik. Leyfum Fram að taka aðeins yfir leikinn. Heilt yfir fannst mér við þó eiga skilið að vinna þennan leik,“ sagði Tufa. Valur vann Aftureldingu í síðustu umferð þar sem liðið var frábært í seinni hálfleik eftir slakan fyrri hálfleik. Tufa sagði það ekki áhyggjuefni að Valur væri að spila einn hálfleik vel þessa dagana. „Ég held að þetta var ekki leikur tveggja hálfleik ef þú horfir á það útfrá frammistöðu, bara miðað við mörk. Mér finnst eftir að þeir jafna þá tökum við leikinn yfir aftur og erum að skapa færi. Mér fannst við spila vel eftir það,“ sagði Túfa. Túfa sagði sitt lið kannski hafa komið of varfærið inní fyrstu mínútur seinni hálfleiksins: „Það var ekki planið okkar eða ætlun. Við vildum bara halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik. Ýta þeim ofar og þrýsta þeim í langa bolta. Fram gerir líka vel.“ Dómaratríó dagsins var umdeilt og voru Valsarar allt annað en sáttir við þeirra ákvarðanir í dag. „Mér finnst dómarinn með nokkra ranga dóma í dag. Fyrst þegar Tryggvi sleppur í gegn, er búinn að sjá það aftur og það var ekki rangstaða. Hefðum getað komist í 2-0 þar. Mér finnst við geta fengið víti líka þegar var brotið á Marius (Lundemo) og miðað við viðbrögð minna leikmanna og Sigga sjálfs var þetta ekki víti sem við fáum á okkur. Alltof harður dómur og þetta hefur mikil áhrif á úrslitin. Mér finnst við mjög óheppnir með dómgæslu í dag,“ sagði Túfa og bætti við: „Öðruvísi þegar dómarar gera mistök sem hafa ekki áhrif á niðurstöðuna en í dag höfðu þeir mikil áhrif á úrslitin.“
Besta deild karla Valur Fram Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki