Handbolti

„Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Anton Rúnarsson, þjálfari Vals.
Anton Rúnarsson, þjálfari Vals. vísir/Sigurjón

Íslandsmeistarar Vals töpuðu fyrir Haukum í 2. umferð Olís deildarinnar í dag. Hauka héldu forystunni allan leikinn og unnu sannfærandi sigur.

„Mér finnst við ekki ná upp okkar leik, hvorki í vörn né sókn og þá fer eins og fer. Það kom samt á köflum góður varnarleikur og sóknarleikur. En þetta var langt því frá að vera eins og við eigum að vera,“ sagði Anton Rúnarsson, þjálfari Vals, eftir tap liðsins í dag.

Thea Imani Sturludóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir voru ekki með liðinu í dag, en þær hafa verið mikilvægar fyrir Íslandsmeistarana.

„Það hjálpar ekki að vera án tveggja mikilvægra leikmanna en við höfum verið án leikmanna undanfarið og allt það. Við erum líka með ungar stelpur sem eru að spila á stóra sviðinu í fyrsta skipti af alvöru og þetta tekur tíma. Þetta er mikil reynsla og þær hafa staðið sig frábærlega. Við munum hjálpa þeim að þroskast.“

„Haukar eru einnig með frábært lið og vildu svo sannarlega gefa okkur leik í dag. Þær spiluðu heilt bara heilt yfir mjög vel,“ sagði Anton að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×