Geðheilbrigði

Fréttamynd

Stór­aukinn stuðningur við ungt fólk í við­kvæmri stöðu

Lífið getur verið flókið og það getur stundum verið erfitt að fóta sig, sérstaklega meðan við erum ung. Við getum auðveldlega hrasað á þessari vegferð sem lífið er. Við sem samfélag verðum að aðstoða ungt fólk aftur á fætur sem lendir í viðkvæmri stöðu, til dæmis vegna andlegra veikinda, og eru ekki virkir þátttakendur í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

„Hann bara gerði það sem hann vildi og skilaði mér síðan“

Birgitta Ýr Jósepsdóttir er 27 ára kona sem hefur upplifað einelti, misnotkun og barnsmissi. Hún lýsir því hvernig hún þyngdist um fimmtíu kíló á örstuttum tíma sökum vanlíðunar. Hún sigraðist á áföllunum og lifir í dag hamingjusömu lífi. Sindri Sindrason fékk að heyra sögu Birgittu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu mögu­­leika

Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að standa saman að bættum kjörum fanga

Rauði krossinn deilir þeim áhyggjum sem fram komu í umfjöllun Kompás um andlega veika fanga á Stöð 2 á mánudag. Við höfum verulegar áhyggjur af einstaklingum sem glíma við fatlanir og alvarlegan geðrænan vanda og eru að afplána dóma í fangelsum landsins, en samkvæmt Páli Winkel, fangelsismálastjóra, eru um fjórir til átta einstaklingar hverju sinni í fangelsunum sem ættu frekar að vera á geðheilbrigðisstofnunum.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjar leiðir í geð­heil­brigðis­málum

Ráðstefnan „Þörf fyrir samfélagsbreytingar? – nýjar leiðir til þess að hugsa um geðheilbrigðismál“ fer fram dagana 27. og 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi. Lögð verður áhersla á notendamiðaða nálgun sem er farin að ryðja sér til rúms víða.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er al­einn allan daginn mamma“

Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 

Innlent
Fréttamynd

Prinsessan á sportröndinni í meðal­hárri geð­hæð

Mér finnst jafn mikilvægt að deila erfiðum köflum úr lífinu og þeim góðu. Kannski hjálpar það einhverjum sem er ekki á góðum stað heldur, sem er bara mjög líklegt. En það er sjaldnast að það sé opinberað á samfélagsmiðlum, við sjáum öll bara ævintýrin og sigrana. En við þurfum bæði, og án erfiðleika myndum við líklegast staðna. En það er lengi hægt að gera vont verra ef maður hlustar ekki á líkamann, og keyrir sig áfram í ósanngjarnri ósérhlífni, eins og er lenskan.

Skoðun
Fréttamynd

Geðsvið Landspítala fær líka nýtt húsnæði

Nýtt húsnæði Landspítala undir geðþjónustu mun rísa en þrettán og hálfur milljarður er eyrnamerktur verkefninu. Fjármálaráðherra segir uppbyggingu Landspítalans langstærstu fjárfestingu Íslandssögunnar en hún hljóðar upp á 210 milljarða í heild.

Innlent
Fréttamynd

Er bylting fram­undan?

Slæm geðheilsa og andleg vanlíðan á meðal barna og ungmenna er líklegast ein stærsta áskorun samtímans okkar. Sjálfsvígstíðni ungs fólks á Íslandi er óbærilega og óforsvaranlega há og er sjálfsvíg algengasta dánarorsök ungra íslenskra karlmanna. Mörg sjálfsvíg eru fyrirbyggjanleg.

Skoðun
Fréttamynd

Stór hópur í lausu lofti eftir nýja skilgreiningu á kulnun

Sálfræðingar hafa áhyggjur af því að ný og þrengri skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar WHO á kulnun – um að hún geti eingöngu verið vinnutengd – verði til þess að fólk sem búið er að keyra streitukerfið sitt í þrot fái ekki viðurkenningu á vanda sínum og að það geti átt á hættu að fá ranga greiningu. Sálfræðingarnir benda á að það geti verið skaðlegt fyrir fólk í kulnun að fá meðferð við þunglyndi. Vont ástand geti orðið verra.

Innlent
Fréttamynd

Kulnun - stýrir orðfærið ástandinu?

Kulnunarhugtakið hefur verið fólki hugleikið um nokkurt skeið og var meðal annars valið orð ársins árið 2018. Í orðfæri Íslendinga hingað til hefur það vísað til þess ástands og líðan þeirra sem hafa þurft á veikindaleyfi að halda í kjölfar mikils álags í langan tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“

„Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987.

Áskorun
Fréttamynd

Svona losna ég við hnútinn í maganum

Ég er svo upptekinn að ég er upptekinn af því að vera upptekinn, ég elska að tala um hvað ég er undir miklu álagi, hvað ég er þreyttur og hvað ég hef lítinn tíma. Áfram með smjörið! Ég lifi í samfélagi sem byggist á neyslu og keyrslu, í menningu sem elskar lútherskt vinnusiðferði og yfirvinnu. Ég fékk afkomuótta í vöggugjöf og hungruð áfallastreita fylgdi með erfðaefninu. Þeir fiska sem róa!

Skoðun
Fréttamynd

1157 börn á biðlista fyrir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð

Þeim börnum sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna kallaði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021. Þá biðu 738 börn en þau voru 830 í september 2022. Í febrúar 2023 voru þetta 1157 börn sem öll höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Það eru því 419 fleiri börn sem bíða nú eftir greiningu borið saman við desember 2021.

Innlent
Fréttamynd

Ein­mana­leiki og ó­hamingja eykst meðal ungs fólks

Einmanaleiki hefur aukist eftir Covid og íslensk ungmenni eru óhamingjusamari en þau voru eftir hrun samkvæmt nýjum tölum frá Landlækni. Sérfræðingur í hamingju segir skort á gæðastundum og umhyggju frá foreldrum spila þar stórt hlutverk.

Innlent
Fréttamynd

Stuðlum að vel­líðan barna

Alþjóðlegi ham­ingju­dag­ur­inn er hald­inn í ellefta sinn í dag, 20. mars, að frum­kvæði Sam­einuðu þjóðanna. Mark­miðið er að vekja stjórn­völd og ein­stak­linga til vit­und­ar um mik­il­vægi ham­ingj­unn­ar.

Skoðun