Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. september 2024 13:30 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, átti sæti í stýrihópnum sem skilaði skýrslu til ráðherra fyrir rúmu ári síðan. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir. Fyrir rúmum tveimur árum skipaði mennta- og barnamálaráðherra stýrihóp sérfræðinga sem var falið að kortleggja og greina þjónustuþörf barna með fjölþættan vanda eða miklar þroska- og geðraskanir. Þá var hópnum falið að endurskoða fyrirkomulag úrræða og þjónustu. Hópurinn skilaði af sér skýrslu með tillögum fyrir rúmu ári, sem virðist hafa legið ofan í skúffu síðan. Málið strandar á fjármögnun að sögn Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, sem átti sæti í stýrihópnum. Hún segir bæjarstjóra í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og borgarstjóra hafa óskað eftir fundi með ráðherrum sem málaflokkurinn heyrir undir. „Við bíðum bara eftir þeim fundi en viljum leggja áherslu á að þessi skýrsla verði tekin upp og að unnið verði eftir henni,“ segir Regína. Regína bendir á að það hafi gengið vel að stytta biðlista á Bugl. Í dag bíða börn að meðaltali í um þrjá mánuði eftir þjónustu, sem Regína segir þó enn vera of langan tíma. Tugir á biðlista Samkvæmt kortlagningu hópsins þurftu 127 börn á úrræðum að halda þegar skýrslan var unnin. Hluti þeirra var þegar í þjónustu en tugir á biðlista. Í skýrslunni eru lögð til nokkur úrræði en Regína leggur sérstaka áherslu á eitt þeirra; stigskiptan búsetukjarna þar sem börn gætu fengið þjónustu eftir þörfum. „Við gætum verið þar með mismunandi hópa en samnýtt starfsfólk og værum með eitt til tvö börn í hverri einingu þó þetta væri samrekið. Þetta eru þá börn með mjög alvarlegan geð- og þroskavanda og tengslaröskun,“ segir Regína og bætir við undir þennan hóp falli börn sem eru sum hver vistuð í einkareknum úrræðum í dag, líkt og í Klettabæ og Vinakoti. Þess fyrir utan þurfi einnig að huga að ósakhæfum börnum sem þurfi vistun vegna alvarlegra afbrota. Þjónusta við hópinn er í skýrslunni sögð vera brotakennd, dreifð og flókin. Regína segir að með búsetukjarna sem þessum yrði til þekking í málaflokknum á einum stað. „Þarna held ég að sé afar brýnt að við komum upp miðlægri þjónustu og þekkingu sem hægt er að miðla. Við teljum að það þurfi að gera betur og að það þurfi að leysa úr þessum hnút sem fjármögnunin er,“ segir Regína. Börn og uppeldi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Geðheilbrigði Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum skipaði mennta- og barnamálaráðherra stýrihóp sérfræðinga sem var falið að kortleggja og greina þjónustuþörf barna með fjölþættan vanda eða miklar þroska- og geðraskanir. Þá var hópnum falið að endurskoða fyrirkomulag úrræða og þjónustu. Hópurinn skilaði af sér skýrslu með tillögum fyrir rúmu ári, sem virðist hafa legið ofan í skúffu síðan. Málið strandar á fjármögnun að sögn Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, sem átti sæti í stýrihópnum. Hún segir bæjarstjóra í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og borgarstjóra hafa óskað eftir fundi með ráðherrum sem málaflokkurinn heyrir undir. „Við bíðum bara eftir þeim fundi en viljum leggja áherslu á að þessi skýrsla verði tekin upp og að unnið verði eftir henni,“ segir Regína. Regína bendir á að það hafi gengið vel að stytta biðlista á Bugl. Í dag bíða börn að meðaltali í um þrjá mánuði eftir þjónustu, sem Regína segir þó enn vera of langan tíma. Tugir á biðlista Samkvæmt kortlagningu hópsins þurftu 127 börn á úrræðum að halda þegar skýrslan var unnin. Hluti þeirra var þegar í þjónustu en tugir á biðlista. Í skýrslunni eru lögð til nokkur úrræði en Regína leggur sérstaka áherslu á eitt þeirra; stigskiptan búsetukjarna þar sem börn gætu fengið þjónustu eftir þörfum. „Við gætum verið þar með mismunandi hópa en samnýtt starfsfólk og værum með eitt til tvö börn í hverri einingu þó þetta væri samrekið. Þetta eru þá börn með mjög alvarlegan geð- og þroskavanda og tengslaröskun,“ segir Regína og bætir við undir þennan hóp falli börn sem eru sum hver vistuð í einkareknum úrræðum í dag, líkt og í Klettabæ og Vinakoti. Þess fyrir utan þurfi einnig að huga að ósakhæfum börnum sem þurfi vistun vegna alvarlegra afbrota. Þjónusta við hópinn er í skýrslunni sögð vera brotakennd, dreifð og flókin. Regína segir að með búsetukjarna sem þessum yrði til þekking í málaflokknum á einum stað. „Þarna held ég að sé afar brýnt að við komum upp miðlægri þjónustu og þekkingu sem hægt er að miðla. Við teljum að það þurfi að gera betur og að það þurfi að leysa úr þessum hnút sem fjármögnunin er,“ segir Regína.
Börn og uppeldi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Geðheilbrigði Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira