Tölum um tilfinningar Amanda Ásdís Jóhannsdóttir skrifar 18. september 2024 14:03 Það er enn mikilvægara en áður að tala um tilfinningar en samkvæmt rannsóknarniðurstöðum Rannsókna og greiningar kom í ljós að andleg líðan ungmenna hefur mælst lakari en áður og þá sér í lagi meðal stúlkna á aldrinum 13-18 ára. Það er löng bið eftir sérfræðiaðstoð, skortur á úrræðum fyrir ungmenni og þau hafa oft fáa til að tala við um andlega líðan og tilfinningar. Eins og atburðir síðustu vikna bera til kynna er ástæða til að hafa áhyggjur af vopnaburði barna, sem þrátt fyrir að vera lítill hópur, þá er mikilvægt að grípa inn í. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að forvörnum og stuðningi fyrir þau ungmenni sem á þurfa að halda, ein möguleg lausn felur í sér að gefa börnum og ungmennum tækifæri og rými til að tjá sig um erfiðleika og andlega líðan. Mikilvægt er að til staðar sé úrræði þar sem ungmenni geta leitað sér aðgengilegrar og skilvirkrar þjónustu án kostnaðar, áður en illa fer. Þannig má koma í veg fyrir að erfiðleikar sem eru yfirstíganlegir með markvissri ráðgjöf verði óyfirstíganlegir og geti haft slæmar afleiðingar. Bergið Headspace er úrræði sem brúar bilið í þjónustu við ungt fólk og veitir lágþröskuldaþjónustu við ungmenni á aldrinum 12-25 ára án kostnaðar. Markmið Bergsins er að ungmenni geti mætt í öruggt og notalegt umhverfi og fengið stuðning, ráðgjöf og fræðslu með aðstoð fagfólks.Þar eru engin vandamál of lítil eða stór, það eru engir biðlistar og ekki þarf neina tilvísun til að geta sótt þjónustuna. Ungmenni geta mætt eins oft og þau vilja og rætt um það sem þeim liggur á hjarta. Þar sem það eru næstum sex ár síðan Bergið Headspace hóf starfsemi sína er blásið til samverutónleika þann 26 september í Iðnó. Aðgangseyrir er 3.500 kr og rennur allur ágóði óskiptur til Bergsins Headspace. Má þá líka minnast á að öll geta gerst styrktaraðilar Bergsins Headspace hvort sem það er með stakri greiðslu eða mánaðarlegum styrk og einnig er til sölu varningur á síðu samtakanna sem ég hvet öll til að skoða. Það að hafa tækifæri til að tala um tilfinningar, líðan og fá endurgjöf frá hlutlausum aðila er ómetanlegt og ættu öll að búa að því að geta sótt sér þá þjónustu. Ég veit að ég hefði óskað þess að hafa haft aðgang að sambærilegri þjónustu þegar ég var ung að kljást við kvíða og vanlíðan en ég er viss um að það hefði breytt miklu í mínu lífi. Nú skiptir enn meira máli en áður að hafa kærleikann einan að vopni, standa saman og tala um málin: Tala um tilfinningar.Ég hvet öll til að verja dýrmætum samverutíma með fjölskyldu, vinum, kunningjum, ættingjum, vinnufélögum og hlusta á frábært tónlistarfólk á samverutónleikum Bergsins Headspace. Sýnum samstöðu gegn ofbeldi, fjárfestum í geðheilbrigði, styðjum Bergið og styðjum ungmennin okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í velferðarmálum einstaklinga með geðrænar raskanir og stjórnarmeðlimur í Berginu Headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það er enn mikilvægara en áður að tala um tilfinningar en samkvæmt rannsóknarniðurstöðum Rannsókna og greiningar kom í ljós að andleg líðan ungmenna hefur mælst lakari en áður og þá sér í lagi meðal stúlkna á aldrinum 13-18 ára. Það er löng bið eftir sérfræðiaðstoð, skortur á úrræðum fyrir ungmenni og þau hafa oft fáa til að tala við um andlega líðan og tilfinningar. Eins og atburðir síðustu vikna bera til kynna er ástæða til að hafa áhyggjur af vopnaburði barna, sem þrátt fyrir að vera lítill hópur, þá er mikilvægt að grípa inn í. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að forvörnum og stuðningi fyrir þau ungmenni sem á þurfa að halda, ein möguleg lausn felur í sér að gefa börnum og ungmennum tækifæri og rými til að tjá sig um erfiðleika og andlega líðan. Mikilvægt er að til staðar sé úrræði þar sem ungmenni geta leitað sér aðgengilegrar og skilvirkrar þjónustu án kostnaðar, áður en illa fer. Þannig má koma í veg fyrir að erfiðleikar sem eru yfirstíganlegir með markvissri ráðgjöf verði óyfirstíganlegir og geti haft slæmar afleiðingar. Bergið Headspace er úrræði sem brúar bilið í þjónustu við ungt fólk og veitir lágþröskuldaþjónustu við ungmenni á aldrinum 12-25 ára án kostnaðar. Markmið Bergsins er að ungmenni geti mætt í öruggt og notalegt umhverfi og fengið stuðning, ráðgjöf og fræðslu með aðstoð fagfólks.Þar eru engin vandamál of lítil eða stór, það eru engir biðlistar og ekki þarf neina tilvísun til að geta sótt þjónustuna. Ungmenni geta mætt eins oft og þau vilja og rætt um það sem þeim liggur á hjarta. Þar sem það eru næstum sex ár síðan Bergið Headspace hóf starfsemi sína er blásið til samverutónleika þann 26 september í Iðnó. Aðgangseyrir er 3.500 kr og rennur allur ágóði óskiptur til Bergsins Headspace. Má þá líka minnast á að öll geta gerst styrktaraðilar Bergsins Headspace hvort sem það er með stakri greiðslu eða mánaðarlegum styrk og einnig er til sölu varningur á síðu samtakanna sem ég hvet öll til að skoða. Það að hafa tækifæri til að tala um tilfinningar, líðan og fá endurgjöf frá hlutlausum aðila er ómetanlegt og ættu öll að búa að því að geta sótt sér þá þjónustu. Ég veit að ég hefði óskað þess að hafa haft aðgang að sambærilegri þjónustu þegar ég var ung að kljást við kvíða og vanlíðan en ég er viss um að það hefði breytt miklu í mínu lífi. Nú skiptir enn meira máli en áður að hafa kærleikann einan að vopni, standa saman og tala um málin: Tala um tilfinningar.Ég hvet öll til að verja dýrmætum samverutíma með fjölskyldu, vinum, kunningjum, ættingjum, vinnufélögum og hlusta á frábært tónlistarfólk á samverutónleikum Bergsins Headspace. Sýnum samstöðu gegn ofbeldi, fjárfestum í geðheilbrigði, styðjum Bergið og styðjum ungmennin okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í velferðarmálum einstaklinga með geðrænar raskanir og stjórnarmeðlimur í Berginu Headspace.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun