Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir og Katrín Þrastardóttir skrifa 16. september 2024 15:01 Fyrir flest okkar eru tengslin sem við eigum við maka okkar og fjölskyldu það sem skiptir okkur mestu máli. Í nútímasamfélagi er hraðinn mikill og fylgja því ýmsir streituvaldar sem herja á fjölskyldulífið. Til að bæta og viðhalda heilbrigðum samböndum teljum við fjölskyldufræðingar áríðandi að hlúa að forvörnum þegar kemur að fjölskyldueiningunni. Foreldrahlutverkið er oft krefjandi og mikilvægt að foreldrar hafi aðgengi að stuðningi fagaðila þegar þörf krefur. Einnig er mikilvægt að stuðla að fjölskylduvænni vinnumenningu en það hjálpar okkur við að halda góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Fjölskylduvæn vinnumenning leiðir af sér sterkari foreldra og öflugra starfsfólk. Þegar álagið er mikið, hvort sem það er í vinnu eða einkalífi getur verið gagnlegt að nýta sér fjölskyldu- og parameðferð. Við búum í samfélagi með fjölbreyttum fjölskyldugerðum, auknum samfélagslegum væntingum og innreið samfélagsmiðla og annarrar tækni inn á heimilin. Því geta fylgt áskoranir sem fjölskyldur nútímans þurfa að takast á við. Í fjölskyldu- og parameðferð er unnið að því að bæta samskipti og styrkja tengsl innan fjölskyldna og parsambanda, með það að markmiði að stuðla að betri andlegri og tilfinningalegri heilsu allra aðila. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð byggða á gagnreyndum aðferðum. Þeir leggja áherslu á að skilja á hvaða hátt einstaklingar tengjast sínum nánustu auk þess sem áhrif uppeldis og aðstæðna í upprunafjölskyldu hvers og eins eru kortlögð. Með fjölskyldumeðferð er til dæmis hægt að vinna með rótgróin vandamál með það að markmiði að byggja upp sterkari tengsl og bæta samskipti. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að fyrstu tengsl okkar við foreldra, eða umönnunaraðila, móti einstaklinginn og hafi áhrif á væntingar hans og hegðun í samböndum síðar á ævinni. Það tengslamynstur sem einstaklingar þróa með sér í æsku hefur áhrif á hvernig þeir eiga samskipti, takast á við áskoranir og tjá tilfinningar. Í fjölskyldumeðferð eru tengslamynstur skoðuð og leitast við að efla skilning fjölskyldumeðlima á eigin þörfum og annarra. Ekki er hægt að líta framhjá áhrifum uppruna okkar, fjölskyldunnar sem við ólumst upp innan. Það samskiptamynstur og tilfinningaleg viðbrögð sem hafa verið ríkjandi í uppvexti okkar, koma gjarnan fram endurtekið í samskiptum á fullorðinsárum. Í fjölskyldumeðferð er boðið upp á rými til að skoða og skilja þessi áhrif á samskipti. Með auknum skilningi myndast tækifæri til að vinna saman að því að brjóta upp neikvæð mynstur og koma á heilbrigðari leiðum til tengsla og samskipta. Það er breytilegt hver sækja fjölskyldumeðferð. Það getur verið hjón eða par, fullorðin börn og foreldrar þeirra eða jafnvel foreldar með börn sín. Allt fer það eftir því hvert markmiðið er hverju sinni. Í fjölskyldu- og parameðferð gefast tækifæri til að skapa varanleg og þroskandi tengsl, sem ekki aðeins þola áskoranir nútímans heldur einnig stuðla að vellíðan og betri lífsgæðum til framtíðar. Höfundar eru fjölskyldufræðingar og starfa hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Geðheilbrigði Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir flest okkar eru tengslin sem við eigum við maka okkar og fjölskyldu það sem skiptir okkur mestu máli. Í nútímasamfélagi er hraðinn mikill og fylgja því ýmsir streituvaldar sem herja á fjölskyldulífið. Til að bæta og viðhalda heilbrigðum samböndum teljum við fjölskyldufræðingar áríðandi að hlúa að forvörnum þegar kemur að fjölskyldueiningunni. Foreldrahlutverkið er oft krefjandi og mikilvægt að foreldrar hafi aðgengi að stuðningi fagaðila þegar þörf krefur. Einnig er mikilvægt að stuðla að fjölskylduvænni vinnumenningu en það hjálpar okkur við að halda góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Fjölskylduvæn vinnumenning leiðir af sér sterkari foreldra og öflugra starfsfólk. Þegar álagið er mikið, hvort sem það er í vinnu eða einkalífi getur verið gagnlegt að nýta sér fjölskyldu- og parameðferð. Við búum í samfélagi með fjölbreyttum fjölskyldugerðum, auknum samfélagslegum væntingum og innreið samfélagsmiðla og annarrar tækni inn á heimilin. Því geta fylgt áskoranir sem fjölskyldur nútímans þurfa að takast á við. Í fjölskyldu- og parameðferð er unnið að því að bæta samskipti og styrkja tengsl innan fjölskyldna og parsambanda, með það að markmiði að stuðla að betri andlegri og tilfinningalegri heilsu allra aðila. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð byggða á gagnreyndum aðferðum. Þeir leggja áherslu á að skilja á hvaða hátt einstaklingar tengjast sínum nánustu auk þess sem áhrif uppeldis og aðstæðna í upprunafjölskyldu hvers og eins eru kortlögð. Með fjölskyldumeðferð er til dæmis hægt að vinna með rótgróin vandamál með það að markmiði að byggja upp sterkari tengsl og bæta samskipti. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að fyrstu tengsl okkar við foreldra, eða umönnunaraðila, móti einstaklinginn og hafi áhrif á væntingar hans og hegðun í samböndum síðar á ævinni. Það tengslamynstur sem einstaklingar þróa með sér í æsku hefur áhrif á hvernig þeir eiga samskipti, takast á við áskoranir og tjá tilfinningar. Í fjölskyldumeðferð eru tengslamynstur skoðuð og leitast við að efla skilning fjölskyldumeðlima á eigin þörfum og annarra. Ekki er hægt að líta framhjá áhrifum uppruna okkar, fjölskyldunnar sem við ólumst upp innan. Það samskiptamynstur og tilfinningaleg viðbrögð sem hafa verið ríkjandi í uppvexti okkar, koma gjarnan fram endurtekið í samskiptum á fullorðinsárum. Í fjölskyldumeðferð er boðið upp á rými til að skoða og skilja þessi áhrif á samskipti. Með auknum skilningi myndast tækifæri til að vinna saman að því að brjóta upp neikvæð mynstur og koma á heilbrigðari leiðum til tengsla og samskipta. Það er breytilegt hver sækja fjölskyldumeðferð. Það getur verið hjón eða par, fullorðin börn og foreldrar þeirra eða jafnvel foreldar með börn sín. Allt fer það eftir því hvert markmiðið er hverju sinni. Í fjölskyldu- og parameðferð gefast tækifæri til að skapa varanleg og þroskandi tengsl, sem ekki aðeins þola áskoranir nútímans heldur einnig stuðla að vellíðan og betri lífsgæðum til framtíðar. Höfundar eru fjölskyldufræðingar og starfa hjá Auðnast.
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun