Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 15:03 Eftir þær umfjallanir og alvarleg mál um börn í skólakerfinu, sitjum við mörg eftir með spurningar eins og: hvernig gat þetta gerst? Hver er að bregðast barninu og fjölskyldu þess? Það er skiljanlegt að fólk verði reitt, sorgmætt og áttavilt. Ef við festumst í að leita að sökudólgi, þá sjáum við ekki það sem raunverulega þarf að breytast er kerfið, menningin og dagleg vinnubrögð okkar fullorðnu. Lausnin að benda á kennara og skólafólk er ekki í boði. Ég hef lengi starfað í leikskóla, þekki álagið, húsnæðisvandann, sáran skort á fagfólki, endalausa manneklu og þá daglegu pressu að láta daginn ganga upp fyrir börn, foreldra, stjórnendur og síðast en ekki síst atvinnulífið.Sem betur fer, þykir þeim sem starfa með börnum vænt um þau, vilja vel og leggja sitt af mörkum til að börnin þroskist á heilbrigðan hátt. Skólarnir eru þéttsettnir af góðu fólki upp til hópa. Það sem vantar að mínu mati er: tími, umhverfi við hæfi og vinnufriður til að vinna faglega með forvarnir, samskipti og viðbrögð. Í skólakerfinu er okkur skylt að uppfylla ákveðin öryggismál, s.s.regluleg námskeið í skyndihjálp og brunavörnum, auk þess að hafa virkt eldvarnareftirlit. Þetta er einfaldlega hluti af fagmennsku í rekstri skóla og stofnana, sem er vel. Að mínu mati verðum við að setja forvarnir sem snúa að samskiptum og viðbrögðum á dagskrá árlega í öllum skólum á öllum skólastigum.Mín sýn hefur verið skýr til fjölda ára hvað þessi mál varðar - á hverju skólaári ætti að vera tímasett og tryggt rými þar sem starfsfólk: ræðir sín á milli samskipti, mörk og líðan fer yfir skýra viðbragðsáætlun þegar grunur um ofbeldi/vanrækslu fær leiðsögn um tilkynningaskyldu, tengsl við barnavernd og farsæld barna skoða eigin samskipti, framkomu, mörk og viðhorf, með faglegri ábyrgð. Þegar við tölum um forvarnir verðum við líka að þora að nefna það sem er óþægilegt á heiðarlegan en faglegan hátt. Í flestum umönnunarstörfum, þar með talið skólum, getur komið upp að einstaklingar glími við vanda sem krefst faglegrar aðstoðar eða endurmats á starfi sínu. Þetta eru manneskjur sem standa frammi fyrir erfiðleikum eða sértækum áskorunum sem þarf að bregðast við af ábyrgð. Það er hluti af fagmennsku að byggja upp menningu þar sem starfsfólk getur: rætt eigin mörk og óöryggi leitað sér aðstoðar ef það finnur að það á í erfiðleikum með samskipti fengið rými til að vinna úr álagstengdum viðfangsefnum eða hegðunarmynstrum rætt faglega um það sem getur haft áhrif á öryggi barna Slík menning er ekki til að stimpla fólk hún er til að vernda bæði börn og starfsfólk. Þetta felur líka í sér að það sé sjálfsagt að samstarfsfólk setji mörk hvert við annað ef það sér hegðun sem ekki samræmist faglegum ramma eða öryggi barna. Það er ekki árás, það er ábyrgð.Og það er jafn mikilvægt að starfsfólk virði mörk hvors annars í samskiptum við bæði börn og foreldra. Faglegt samtal er í raun forvörn í sinni sterkustu mynd, að við höfum skýran, sameiginlegan ramma, að við hlúum að starfsfólki áður en vandamál koma upp og að við tryggjum að farsæld barna sé alltaf í fyrsta sæti. Við verðum að taka umræðuna um það að skólakerfið er undir óraunhæfum væntingum.Leikskólinn er fyrsta skólastigið, það var staðfest í núgildandi leikskólalögum nr. 90/2008 að leikskólinn er formlega skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Hann á að mennta börn, efla félags- og tilfinningaþroska, vera öruggt skjól og mæta sífellt fjölbreyttari þörfum barnahópsins.Þegar skólahúsnæðið er úr sér gengið, rými ófullnægjandi, mannskapur naumur, fagfólk vantar og tíminn þéttsetinn þá verður erfitt að leysa flókin mál um, vanrækslu, ofbeldi, áföll og viðbrögð, nema við gerum það í skipulagðri forgangsröðun.Það er ekki sanngjarnt að kasta ábyrgðinni á einstaka kennara eða deildarstjóra í slíku umhverfi.Við verðum að viðurkenna að álag og aðstæður skipta miklu. Einmitt þess vegna verðum við að byggja upp sameiginlegt faglegt öryggisnet og ekki treysta á að hver og einn „reddi þessu“. Lausnahringurinn, sem ég hef unnið með í leikskólum er dæmi um slíkt öryggisnet. Hann er ekki „enn eitt verkefnið“ heldur lífsstíll í samskiptum: sameiginlegt tungumál um mörk, ábyrgð, virðingu og lausnir. Þegar börn, starfsfólk og foreldrar tala sama tungumál: verður auðveldara að setja og virða mörk verður eðlilegra að taka erfið samtöl þögn og meðvirkni minnkar eykst traust og öryggi í hópnum. Sama á við um samskipti starfsfólks innbyrðis, ef við viljum kenna börnum Lausnahringinn þurfum við að fara eftir honum sjálf. Að stoppa, stjórna okkur, hlusta, hjálpa, leita lausna og setja mörk hvert við annað af virðingu. Að lokum, ef við viljum að börn séu örugg í leik- og grunnskólum, verðum við að tryggja að við fullorðnu séum örugg í hlutverkum okkar. Ekki örugg í þeirri merkingu að við vitum allt heldur að við: þorum að spyrja, þorum að ræða, þorum að leita ráða, þorum að setja mörk, og þorum að viðurkenna eigin takmarkanir. Forvarnir eru ekki viðbragð, heldur er það fagmennska, menning og skuldbinding. Ef við mætumst í Samtalinu, viðurkennum álagið og vanda skólanna, drögum atvinnulífið, foreldra og kerfið allt að borðinu með farsæld barnsins í fyrsta sæti þá getum við raunverulega breytt því hvernig við verndum börnin okkar. Höfundur er leikskólakennari með áherslu á forvarnir í kennslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir þær umfjallanir og alvarleg mál um börn í skólakerfinu, sitjum við mörg eftir með spurningar eins og: hvernig gat þetta gerst? Hver er að bregðast barninu og fjölskyldu þess? Það er skiljanlegt að fólk verði reitt, sorgmætt og áttavilt. Ef við festumst í að leita að sökudólgi, þá sjáum við ekki það sem raunverulega þarf að breytast er kerfið, menningin og dagleg vinnubrögð okkar fullorðnu. Lausnin að benda á kennara og skólafólk er ekki í boði. Ég hef lengi starfað í leikskóla, þekki álagið, húsnæðisvandann, sáran skort á fagfólki, endalausa manneklu og þá daglegu pressu að láta daginn ganga upp fyrir börn, foreldra, stjórnendur og síðast en ekki síst atvinnulífið.Sem betur fer, þykir þeim sem starfa með börnum vænt um þau, vilja vel og leggja sitt af mörkum til að börnin þroskist á heilbrigðan hátt. Skólarnir eru þéttsettnir af góðu fólki upp til hópa. Það sem vantar að mínu mati er: tími, umhverfi við hæfi og vinnufriður til að vinna faglega með forvarnir, samskipti og viðbrögð. Í skólakerfinu er okkur skylt að uppfylla ákveðin öryggismál, s.s.regluleg námskeið í skyndihjálp og brunavörnum, auk þess að hafa virkt eldvarnareftirlit. Þetta er einfaldlega hluti af fagmennsku í rekstri skóla og stofnana, sem er vel. Að mínu mati verðum við að setja forvarnir sem snúa að samskiptum og viðbrögðum á dagskrá árlega í öllum skólum á öllum skólastigum.Mín sýn hefur verið skýr til fjölda ára hvað þessi mál varðar - á hverju skólaári ætti að vera tímasett og tryggt rými þar sem starfsfólk: ræðir sín á milli samskipti, mörk og líðan fer yfir skýra viðbragðsáætlun þegar grunur um ofbeldi/vanrækslu fær leiðsögn um tilkynningaskyldu, tengsl við barnavernd og farsæld barna skoða eigin samskipti, framkomu, mörk og viðhorf, með faglegri ábyrgð. Þegar við tölum um forvarnir verðum við líka að þora að nefna það sem er óþægilegt á heiðarlegan en faglegan hátt. Í flestum umönnunarstörfum, þar með talið skólum, getur komið upp að einstaklingar glími við vanda sem krefst faglegrar aðstoðar eða endurmats á starfi sínu. Þetta eru manneskjur sem standa frammi fyrir erfiðleikum eða sértækum áskorunum sem þarf að bregðast við af ábyrgð. Það er hluti af fagmennsku að byggja upp menningu þar sem starfsfólk getur: rætt eigin mörk og óöryggi leitað sér aðstoðar ef það finnur að það á í erfiðleikum með samskipti fengið rými til að vinna úr álagstengdum viðfangsefnum eða hegðunarmynstrum rætt faglega um það sem getur haft áhrif á öryggi barna Slík menning er ekki til að stimpla fólk hún er til að vernda bæði börn og starfsfólk. Þetta felur líka í sér að það sé sjálfsagt að samstarfsfólk setji mörk hvert við annað ef það sér hegðun sem ekki samræmist faglegum ramma eða öryggi barna. Það er ekki árás, það er ábyrgð.Og það er jafn mikilvægt að starfsfólk virði mörk hvors annars í samskiptum við bæði börn og foreldra. Faglegt samtal er í raun forvörn í sinni sterkustu mynd, að við höfum skýran, sameiginlegan ramma, að við hlúum að starfsfólki áður en vandamál koma upp og að við tryggjum að farsæld barna sé alltaf í fyrsta sæti. Við verðum að taka umræðuna um það að skólakerfið er undir óraunhæfum væntingum.Leikskólinn er fyrsta skólastigið, það var staðfest í núgildandi leikskólalögum nr. 90/2008 að leikskólinn er formlega skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Hann á að mennta börn, efla félags- og tilfinningaþroska, vera öruggt skjól og mæta sífellt fjölbreyttari þörfum barnahópsins.Þegar skólahúsnæðið er úr sér gengið, rými ófullnægjandi, mannskapur naumur, fagfólk vantar og tíminn þéttsetinn þá verður erfitt að leysa flókin mál um, vanrækslu, ofbeldi, áföll og viðbrögð, nema við gerum það í skipulagðri forgangsröðun.Það er ekki sanngjarnt að kasta ábyrgðinni á einstaka kennara eða deildarstjóra í slíku umhverfi.Við verðum að viðurkenna að álag og aðstæður skipta miklu. Einmitt þess vegna verðum við að byggja upp sameiginlegt faglegt öryggisnet og ekki treysta á að hver og einn „reddi þessu“. Lausnahringurinn, sem ég hef unnið með í leikskólum er dæmi um slíkt öryggisnet. Hann er ekki „enn eitt verkefnið“ heldur lífsstíll í samskiptum: sameiginlegt tungumál um mörk, ábyrgð, virðingu og lausnir. Þegar börn, starfsfólk og foreldrar tala sama tungumál: verður auðveldara að setja og virða mörk verður eðlilegra að taka erfið samtöl þögn og meðvirkni minnkar eykst traust og öryggi í hópnum. Sama á við um samskipti starfsfólks innbyrðis, ef við viljum kenna börnum Lausnahringinn þurfum við að fara eftir honum sjálf. Að stoppa, stjórna okkur, hlusta, hjálpa, leita lausna og setja mörk hvert við annað af virðingu. Að lokum, ef við viljum að börn séu örugg í leik- og grunnskólum, verðum við að tryggja að við fullorðnu séum örugg í hlutverkum okkar. Ekki örugg í þeirri merkingu að við vitum allt heldur að við: þorum að spyrja, þorum að ræða, þorum að leita ráða, þorum að setja mörk, og þorum að viðurkenna eigin takmarkanir. Forvarnir eru ekki viðbragð, heldur er það fagmennska, menning og skuldbinding. Ef við mætumst í Samtalinu, viðurkennum álagið og vanda skólanna, drögum atvinnulífið, foreldra og kerfið allt að borðinu með farsæld barnsins í fyrsta sæti þá getum við raunverulega breytt því hvernig við verndum börnin okkar. Höfundur er leikskólakennari með áherslu á forvarnir í kennslu.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun