Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar 25. nóvember 2025 08:18 Það er óhætt að segja að nýjustu vendingar í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins séu eins og beint upp úr handriti að farsakenndum gamanleik. ESB hefur ákveðið að beita okkur „hefndartollum,“ sem er auðvitað bara fágaðra orðalag yfir verndartolla, þótt allir viti að tollar verndi aldrei neitt nema eymdina. Málið varðar tvær eimyrjuspúandi málmbræðslur, þar sem önnur er reyndar gjaldþrota og á sér ekki viðreisnar von, semsagt ekki beint mesta ógnin við efnahagslegan stöðugleika álfunnar. En kaldhæðnin nær nýjum lægðum hjá Framsóknarflokknum sem krefst þess að önnur bræðslan verði neydd með tollum til að versla af hinni! Á meðan á þessu stendur eru öll stærstu hugbúnaðarfyrirtæki heims á hnjánum og biðja um að fá að kaupa raforku fyrir gagnaver. Þessi fyrirtæki eru ekki bara tilbúin að borga miklu hærra verð en stóriðjan, heldur myndu þau gera það án þess að spúa mengun yfir nærliggjandi byggðir. Það ætti því í raun að vera fagnaðarefni ef við losnum undan þessum úreltu samningum. Þá gætum við selt rafmagnið okkar á hærra verði til verkefna sem eru bæði arðbærari og umhverfisvænni. En sem fyrr boðar Framsókn stöðutöku í fortíð eftir að hafa verið verjendur mjólkurbúðanna, andstæðingar litasjónvarpsins, frjáls utvarps, frjáls gengis og verðbréfamarkaðar allt í nafni þess að vernda hagsmuni fárra á kostnað margra, byggt á þeirri hugmyndafræði að langtímavarmi skapist við að pissa i skóinn sinn. Og þá kemur að atriðinu, sem virðist hafa farið fram hjá mörgum í hita leiksins. Önnur þessara „íslensku“ verksmiðja, Elkem á Grundartanga, er í raun kínverskt ríkisfyrirtæki í gegnum flókna eignarkeðju. ESB lítur því ekki á þetta sem íslenskan iðnað, heldur sem bakdyr fyrir kínverskt ríkisfjármagn inn á Evrópumarkað. Vopnið sem ESB beitir nú gegn okkur, hinn frægi „neyðarhemill“ í 112. grein EES-samningsins, var settur inn í samninginn að sérstakri kröfu Íslendinga. Til hvers? Jú, til að vernda íslenskan landbúnað og stöðva innflutning sem gæti ógnað hagsmunum bænda en æ sér gjöf til gjalda. ESB hefur einfaldlega snúið vörn í sókn og notar nú það lagaákvæði sem við heimtuðum til að vernda úreltan landbúnað, til að loka á stóriðju sem er í raun í eigu Kínverja. EES-samningurinn er ekki lengur þægilegt skjól þegar hagsmunir Kína eru annars vegar. Kannski er hefndartollastefnan loksins að færa okkur ávinning í stað eymdarinnar sem sú stefna hefur kallað yfir íslenskan landbúnað. Höfundur er eigandi Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að nýjustu vendingar í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins séu eins og beint upp úr handriti að farsakenndum gamanleik. ESB hefur ákveðið að beita okkur „hefndartollum,“ sem er auðvitað bara fágaðra orðalag yfir verndartolla, þótt allir viti að tollar verndi aldrei neitt nema eymdina. Málið varðar tvær eimyrjuspúandi málmbræðslur, þar sem önnur er reyndar gjaldþrota og á sér ekki viðreisnar von, semsagt ekki beint mesta ógnin við efnahagslegan stöðugleika álfunnar. En kaldhæðnin nær nýjum lægðum hjá Framsóknarflokknum sem krefst þess að önnur bræðslan verði neydd með tollum til að versla af hinni! Á meðan á þessu stendur eru öll stærstu hugbúnaðarfyrirtæki heims á hnjánum og biðja um að fá að kaupa raforku fyrir gagnaver. Þessi fyrirtæki eru ekki bara tilbúin að borga miklu hærra verð en stóriðjan, heldur myndu þau gera það án þess að spúa mengun yfir nærliggjandi byggðir. Það ætti því í raun að vera fagnaðarefni ef við losnum undan þessum úreltu samningum. Þá gætum við selt rafmagnið okkar á hærra verði til verkefna sem eru bæði arðbærari og umhverfisvænni. En sem fyrr boðar Framsókn stöðutöku í fortíð eftir að hafa verið verjendur mjólkurbúðanna, andstæðingar litasjónvarpsins, frjáls utvarps, frjáls gengis og verðbréfamarkaðar allt í nafni þess að vernda hagsmuni fárra á kostnað margra, byggt á þeirri hugmyndafræði að langtímavarmi skapist við að pissa i skóinn sinn. Og þá kemur að atriðinu, sem virðist hafa farið fram hjá mörgum í hita leiksins. Önnur þessara „íslensku“ verksmiðja, Elkem á Grundartanga, er í raun kínverskt ríkisfyrirtæki í gegnum flókna eignarkeðju. ESB lítur því ekki á þetta sem íslenskan iðnað, heldur sem bakdyr fyrir kínverskt ríkisfjármagn inn á Evrópumarkað. Vopnið sem ESB beitir nú gegn okkur, hinn frægi „neyðarhemill“ í 112. grein EES-samningsins, var settur inn í samninginn að sérstakri kröfu Íslendinga. Til hvers? Jú, til að vernda íslenskan landbúnað og stöðva innflutning sem gæti ógnað hagsmunum bænda en æ sér gjöf til gjalda. ESB hefur einfaldlega snúið vörn í sókn og notar nú það lagaákvæði sem við heimtuðum til að vernda úreltan landbúnað, til að loka á stóriðju sem er í raun í eigu Kínverja. EES-samningurinn er ekki lengur þægilegt skjól þegar hagsmunir Kína eru annars vegar. Kannski er hefndartollastefnan loksins að færa okkur ávinning í stað eymdarinnar sem sú stefna hefur kallað yfir íslenskan landbúnað. Höfundur er eigandi Sante.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun