Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 20:02 Haukur Páll var að gefa út plötuna Kyrrð. Aðsend „Mig hafði alla tíð dreymt um að gera plötu,“ segir listamaðurinn, pródúsentinn og hljóðmaðurinn Haukur Páll. Haukur, sem er fæddur árið 2000, byrjaði þrettán ára gamall að semja tónlist og var nú tólf árum síðar að senda frá sér sína fyrstu plötu sem heitir Kyrrðin. Haukur, sem er alinn upp í Laugardalnum, hefur frá unglingsaldri unnið með öðrum listamönnum og byrjaði sjálfur að syngja og rappa í forvitnisskyni. Fyrsta ástin Á plötunni blandar hann meðal annars Hip-Hop og R&B við einlæga frásögn og tilfinningaríka tónlist án þess samt að festa sig innan einhvers ramma eða stefnu. Haukur Páll byrjaði þrettán ára að semja tónlist. Aðsend „Ég áttaði mig fljótt á því hversu frelsandi það var að tjá sig í gegnum textana og að enginn annar gæti í raun framkallað það sem mig virkilega langaði að gera. Tónlistin er fyrsta ástin, drifkrafturinn og það sem gerir mér kleift að vera ég sjálfur.“ Snýst um að skapa eitthvað fallegt Á plötunni er meðal annars að finna lagið Kjaftæði og hér má sjá tónlistarmyndband við lagið: Klippa: Haukur Páll - Kjaftæði „Ferlið hófst fyrir þremur árum og vegferðin hefur verið reynslunni ríkari. Langþráður draumur er orðinn að veruleika og er markmiðið núna að semja meiri tónlist og líta inn fyrir allar dyr sem opnast,“ segir Haukur og bætir við: „Hvort sem það er á sviði, á bak við tjöldin eða í stúdíóinu, þá snýst allt sem ég geri um að skapa eitthvað fallegt sem skiptir mig raunverulega máli.“ Langar að leiða hlustendur í gegnum ævintýri Hann segir plötuna algjöran rússíbana. „Ég vildi ekki gera plötu með einhverjum afmörkuðum ákveðnum hljóm eða stemningu heldur langaði mig að leiða hlustendur í gegnum smá ævintýri. Ég er pródúser og hef alltaf haft þann draum að gera mína eigin plötu. Ég sá fyrir mér haug af lögum þar sem ég myndi safna saman fólki sem ég hef unnið með í gegnum tíðina í mismunandi stílum og ég myndi kannski mana mig upp í að vera með á nokkrum lögum. Svo einhvern veginn þróaðist þetta þannig að ég syng eða rappa á öll lögin og er auðvitað með nokkra góða gesti,“ segir Haukur og brosir. Hann tekur sömuleiðis fram að Arent og Skapti hjá Vetur Music séu lykilhluti útgáfunnar. Endaði með númer hjá virtu tónskáldi Á plötunni eru þrjú svokölluð sömpl, brot úr öðrum lögum, sem Haukur hefur fundið hér og þar úti í heimi. „Ég hef breytt þeim og sett þau í allt aðra útgáfu en ferlið til að fá leyfi fyrir þessu öllu saman er eitt það flóknasta sem ég hef gert sem tónlistarmaður. Lögin eru meðal annars frá Tyrklandi, Króatíu og Kasakstan. Þið getið rétt ímyndað yklur rannsóknarvinnuna og tölvupóstana. En þegar tónlistarmaðurinn Saint Pete vill vera með á lagi og velur lag með sampli frá einu virtasta tónskáldi Kasakstan þá fer ég í málið,“ segir Haukur kíminn og bætir við að umrætt tónskáld sé Tolegen Mukhamedzhanov og lagið sé Endalausar sorgir. „Ég óskaði eftir kasaksa talandi aðila á Instagram hjá mér og flestir héldu að þetta væri eitthvað grín, en ég endaði með símanúmer Tolegen. Lillý toppaði svo lagið algjörlega með Pétri.“ Algjör draumur Á Lögunum Ástin og EMDR tók Haukur upp strengjakvartett sem hann hafði dreymt um lengi. „Ég var svo ótrúlega heppinn að vera leiddur af ungum og hæfileikaríkum hljóðfæraleikurum sem komu til mín í upptökur með einungis eina og hálfa klukkustund til stefnu. Útkoman er draumi líkust enda eru þau fáránlega góð í því sem þau gera.“ View this post on Instagram A post shared by Haukur Páll (@haukurpallll) Eftirfarandi hljóðfæraleikarar tóku upp: Katrín Karítas - Víóla. Arnar Geir - Selló. Margrét Lára - Fiðla. Sara Karín - Fiðla. „Svo var sögulegt að fá Benna B-Ruff til að scratch-a á sviðspalli úr Gamla Bíó uppi í Stúdíói hjá mér,“ bætir Haukur við. Partý með virkilega góðum gestum Hann segist langa að halda áfram af fullum krafti að gera tónlist. „Sama hvort ég syng, rappa eða pródúsera þá er það stærsta markmiðið og ég vona að þessi plata hjálpi mér að komast nær því. Platan hefur sannað fyrir mér að ef ég er nógu ákveðinn í því sem ég er að gera þá einhvern veginn gerist það.“ View this post on Instagram A post shared by Haukur Páll (@haukurpallll) Lagið Póstnúmer er eini takturinn sem Haukur gerði ekki á plötunni. „Ég held það hafi hjálpað mér að framkalla frekar afslappaða og áhyggjulausa orku enda var megnið af laginu tekið upp í sumarbústaði á Akureyri korter í jól. Ég setti þessa plötu upp sem vínyl með fimm lögum á hvorri hlið. A hliðin er aðeins meira glimmer en B hliðin er grófari um sig og í enn þá meiri hip hop gír. Þar líður manni svolítið eins og maður sé kominn í partý með virkilega góðum gestum,“ segir Haukur glaður í bragði að lokum. View this post on Instagram A post shared by Haukur Páll (@haukurpallll) Tónlist Kasakstan Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Haukur, sem er alinn upp í Laugardalnum, hefur frá unglingsaldri unnið með öðrum listamönnum og byrjaði sjálfur að syngja og rappa í forvitnisskyni. Fyrsta ástin Á plötunni blandar hann meðal annars Hip-Hop og R&B við einlæga frásögn og tilfinningaríka tónlist án þess samt að festa sig innan einhvers ramma eða stefnu. Haukur Páll byrjaði þrettán ára að semja tónlist. Aðsend „Ég áttaði mig fljótt á því hversu frelsandi það var að tjá sig í gegnum textana og að enginn annar gæti í raun framkallað það sem mig virkilega langaði að gera. Tónlistin er fyrsta ástin, drifkrafturinn og það sem gerir mér kleift að vera ég sjálfur.“ Snýst um að skapa eitthvað fallegt Á plötunni er meðal annars að finna lagið Kjaftæði og hér má sjá tónlistarmyndband við lagið: Klippa: Haukur Páll - Kjaftæði „Ferlið hófst fyrir þremur árum og vegferðin hefur verið reynslunni ríkari. Langþráður draumur er orðinn að veruleika og er markmiðið núna að semja meiri tónlist og líta inn fyrir allar dyr sem opnast,“ segir Haukur og bætir við: „Hvort sem það er á sviði, á bak við tjöldin eða í stúdíóinu, þá snýst allt sem ég geri um að skapa eitthvað fallegt sem skiptir mig raunverulega máli.“ Langar að leiða hlustendur í gegnum ævintýri Hann segir plötuna algjöran rússíbana. „Ég vildi ekki gera plötu með einhverjum afmörkuðum ákveðnum hljóm eða stemningu heldur langaði mig að leiða hlustendur í gegnum smá ævintýri. Ég er pródúser og hef alltaf haft þann draum að gera mína eigin plötu. Ég sá fyrir mér haug af lögum þar sem ég myndi safna saman fólki sem ég hef unnið með í gegnum tíðina í mismunandi stílum og ég myndi kannski mana mig upp í að vera með á nokkrum lögum. Svo einhvern veginn þróaðist þetta þannig að ég syng eða rappa á öll lögin og er auðvitað með nokkra góða gesti,“ segir Haukur og brosir. Hann tekur sömuleiðis fram að Arent og Skapti hjá Vetur Music séu lykilhluti útgáfunnar. Endaði með númer hjá virtu tónskáldi Á plötunni eru þrjú svokölluð sömpl, brot úr öðrum lögum, sem Haukur hefur fundið hér og þar úti í heimi. „Ég hef breytt þeim og sett þau í allt aðra útgáfu en ferlið til að fá leyfi fyrir þessu öllu saman er eitt það flóknasta sem ég hef gert sem tónlistarmaður. Lögin eru meðal annars frá Tyrklandi, Króatíu og Kasakstan. Þið getið rétt ímyndað yklur rannsóknarvinnuna og tölvupóstana. En þegar tónlistarmaðurinn Saint Pete vill vera með á lagi og velur lag með sampli frá einu virtasta tónskáldi Kasakstan þá fer ég í málið,“ segir Haukur kíminn og bætir við að umrætt tónskáld sé Tolegen Mukhamedzhanov og lagið sé Endalausar sorgir. „Ég óskaði eftir kasaksa talandi aðila á Instagram hjá mér og flestir héldu að þetta væri eitthvað grín, en ég endaði með símanúmer Tolegen. Lillý toppaði svo lagið algjörlega með Pétri.“ Algjör draumur Á Lögunum Ástin og EMDR tók Haukur upp strengjakvartett sem hann hafði dreymt um lengi. „Ég var svo ótrúlega heppinn að vera leiddur af ungum og hæfileikaríkum hljóðfæraleikurum sem komu til mín í upptökur með einungis eina og hálfa klukkustund til stefnu. Útkoman er draumi líkust enda eru þau fáránlega góð í því sem þau gera.“ View this post on Instagram A post shared by Haukur Páll (@haukurpallll) Eftirfarandi hljóðfæraleikarar tóku upp: Katrín Karítas - Víóla. Arnar Geir - Selló. Margrét Lára - Fiðla. Sara Karín - Fiðla. „Svo var sögulegt að fá Benna B-Ruff til að scratch-a á sviðspalli úr Gamla Bíó uppi í Stúdíói hjá mér,“ bætir Haukur við. Partý með virkilega góðum gestum Hann segist langa að halda áfram af fullum krafti að gera tónlist. „Sama hvort ég syng, rappa eða pródúsera þá er það stærsta markmiðið og ég vona að þessi plata hjálpi mér að komast nær því. Platan hefur sannað fyrir mér að ef ég er nógu ákveðinn í því sem ég er að gera þá einhvern veginn gerist það.“ View this post on Instagram A post shared by Haukur Páll (@haukurpallll) Lagið Póstnúmer er eini takturinn sem Haukur gerði ekki á plötunni. „Ég held það hafi hjálpað mér að framkalla frekar afslappaða og áhyggjulausa orku enda var megnið af laginu tekið upp í sumarbústaði á Akureyri korter í jól. Ég setti þessa plötu upp sem vínyl með fimm lögum á hvorri hlið. A hliðin er aðeins meira glimmer en B hliðin er grófari um sig og í enn þá meiri hip hop gír. Þar líður manni svolítið eins og maður sé kominn í partý með virkilega góðum gestum,“ segir Haukur glaður í bragði að lokum. View this post on Instagram A post shared by Haukur Páll (@haukurpallll)
Tónlist Kasakstan Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira