Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi

Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Ræddi við raunverulega áhrifavalda samfélagsins í krafti guðdómsins

Ís­­lenskir rapparar eru sví­virtir af fjöl­­miðlum og ís­­lensku ríkis­­stjórninni, að sögn Berg­þórs Más­­sonar, sem mætti kalla einn helsta sér­­­fræðing þjóðarinnar í rapp­­tón­list. Þá nafn­bót hlýtur hann að eiga skilið eftir út­gáfu hlað­varps­þátta sinna Kraft­birtingar­hljóms guð­dómsins, sem luku göngu sinni í dag, því þar hefur Berg­þór rætt við nánast alla nafn­þekkta rappara landsins á síðasta eina og hálfa árinu.

Tónlist
Fréttamynd

Páll segir skipun Kristjáns Þórs hafa skaðað Sjálfstæðisflokkinn

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu að það hafi verið sjálfskaparvíti að gera Kristján Þór Júlíusson að sjávarútvegsráðherra. Hægt hefði verið að komast hjá því að valda grunsemdum um hagsmunaárekstra með því að sleppa því.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi lofar nýju ráðuneyti

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill að ráðuneyti sitt verði að „innviðaráðuneyti“ við myndun næstu ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Ein­róma á­kall um einka­­­væðingu í Lækna­blaðinu

Öll spjót standa á heil­brigðis­ráð­herra í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðsins og virðist lækna­stéttin hafa fengið nóg af að­ferðum og á­herslum hans í heil­brigðis­kerfinu. Að minnsta kosti verður varla annað skilið af fyrstu blað­síðum blaðsins þar sem skoðanir fram­kvæmda­stjóra lækninga á Land­spítala og tveggja fyrr­verandi formanna Lækna­fé­lags Ís­lands eru dregnar fram, ýmist í við­tölum eða skoðana­greinum.

Innlent
Fréttamynd

„Við eigum að vita hvað þeim fór á milli”

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að dómsmálaráðherra hafi mátt vita það frá upphafi að óformlegt símtal við lögreglustjóra á aðfangadag gæti ekki talist annað en óeðlilegt. Nefndin hyggst fjalla um málið á opnum fundi á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Störf án stað­setningar: næsta skref

Í dag skrifaði ég undir samning við Sigtún – Þróunarfélag um mikilvægt tilraunaverkefni sem felst í því að byggja upp vinnustofu, einskonar klasa, í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm álmur Ás­mundar­salar

Ásmundarsalarmálið er orðið eins og frekar ólystugt lasagna. Eftir því sem málinu hefur undið fram hafa bæst við ný lög af dómgreindarbresti og gagnrýniverðri hegðun, og eftir sitjum við með óbragði í munni.

Skoðun
Fréttamynd

Lilja komin aftur til starfa

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er hætt í tímabundnu leyfi sem hófst um miðjan júnímánuð. Um var að ræða veikindaleyfi að læknisráði en ekki var greint frá eðli veikindanna.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­væg skref í rétta átt í plast­málum

Frá og með 3. júlí taka gildi margskonar breytingar sem miða að því að draga úr notkun óþarfa plasts í samfélaginu, til þess að varna því að það berist út í umhverfið og valdi þar skaða.

Skoðun
Fréttamynd

467 daga þrauta­ganga á enda

Dagurinn í dag er sann­kallaður há­tíðis­dagur. Hann markar enda­lok sam­komu­tak­markana sem hafa verið í gildi í ein­hverri mynd síðustu 467 daga. Og það vonandi til fram­búðar.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna

Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Fylgir ráð­gjöf Haf­ró um leyfi­legan heildar­afla

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár. Reglugerðin fylgir vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og felur meðal annars í sér þrettán prósenta lækkun aflamarks á þorski.

Innlent
Fréttamynd

„Æ, þetta er bara dásamleg tilfinning“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir nítugustu reglugerðina um samkomutakmarkanir sem hún undirritar vera sérstaklega ánægjulega. Í dag tilkynnti hún um brottfall allra takmarkana innanlands.

Innlent
Fréttamynd

„Kennir okkur hvað það merkir að lifa í sam­fé­lagi“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að faraldur kórónuveirunnar og viðbrögðin við honum hér á landi hafi kennt okkur hvað það merkir í samfélagi. Ólíkir aðilar hafi unnið að saman markmiði og að styrkur samfélagsins geti verið ótrúlega mikill í svona kringumstæðum.

Innlent