Segir ósamræmi í stefnu ríkisstjórnar og menntamálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 22:03 Þorbjörg Sigríður situr á þingi fyrir Viðreisn og á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í allsherjar- og menntmálanefnd þingsins, er gagnrýnin á Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna óljósra skilaboða um hvernig skólahaldi verður háttað í haust. „Það eru fimm dagar síðan menntamálaráðherra kom fyrir allsherjar-og menntamálanefnd að minni ósk. Tilefnið var þögn ríkisstjórnarinnar um skipulag skólastarfs, fyrst og fremst hvernig ætti að haga því vegna sóttvarnaráðstafana. Mér fannst þess vegna miklu skipta að menntamálaráðherra gerði grein fyrir því hvernig áætlun stjórnvalda liti út þegar aðeins voru um þrjár vikur í að skólarnir í landinu áttu að byrja; hvert planið var til að tryggja skólavist barna, starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks,“ skrifar Þorbjörg Sigríður á Facebook-síðu sinni. Hún segir Lilju hafa á fundinum tjáð sig um að engar takmarkanir yrðu og skólahald með eðlilegum hætti. Í samtali við fréttastofu þann 3. ágúst sagði Lilja að stefnt væri að því að hægt væri að hefja takmarkalaust skólahald í haust. Nú er hins vegar útlit fyrir að svo verði ekki. Aðgerðir innanlands hafa verið framlengdar um tvær vikur og gilda því nú til 27. ágúst en áður en það var ákveðið giltu þær til 13. ágúst. Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar kom fram að gert væri ráð fyrir að skólastarf yrði háð sömu takmörkunum og samfélagið allt, ef frá er talin grímuskylda, þar sem yngri nemendur munu ekki þurfa að bera grímu. Þannig myndu 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra nándarregla gilda í skólum. Þorbjörg Sigríður segir Lilju í engu hafa svarað spurningum um hvernig hægt væri að ráðast í takmarkalaust skólahald í haust og bætir því við að fulltrúar Kennarasambands Íslands hafi einnig setið fundinn og fengið þau skilaboð að ráðgert væri að skólahald færi fram án takmarkana. „Staðan þá var hin sama í samfélaginu og hún er núna fimm dögum síðar. Stefna ríkisstjórnarinnar er hins vegar önnur. Þessi vinnubrögð eru öllum vond og með nokkrum ólíkindum - og það eru óheilbrigð skilaboð til skólabarna að undirbúningur sé ekki meiri en þetta,“ segir Þorbjörg Sigríður. Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. 3. ágúst 2021 19:01 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Það eru fimm dagar síðan menntamálaráðherra kom fyrir allsherjar-og menntamálanefnd að minni ósk. Tilefnið var þögn ríkisstjórnarinnar um skipulag skólastarfs, fyrst og fremst hvernig ætti að haga því vegna sóttvarnaráðstafana. Mér fannst þess vegna miklu skipta að menntamálaráðherra gerði grein fyrir því hvernig áætlun stjórnvalda liti út þegar aðeins voru um þrjár vikur í að skólarnir í landinu áttu að byrja; hvert planið var til að tryggja skólavist barna, starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks,“ skrifar Þorbjörg Sigríður á Facebook-síðu sinni. Hún segir Lilju hafa á fundinum tjáð sig um að engar takmarkanir yrðu og skólahald með eðlilegum hætti. Í samtali við fréttastofu þann 3. ágúst sagði Lilja að stefnt væri að því að hægt væri að hefja takmarkalaust skólahald í haust. Nú er hins vegar útlit fyrir að svo verði ekki. Aðgerðir innanlands hafa verið framlengdar um tvær vikur og gilda því nú til 27. ágúst en áður en það var ákveðið giltu þær til 13. ágúst. Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar kom fram að gert væri ráð fyrir að skólastarf yrði háð sömu takmörkunum og samfélagið allt, ef frá er talin grímuskylda, þar sem yngri nemendur munu ekki þurfa að bera grímu. Þannig myndu 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra nándarregla gilda í skólum. Þorbjörg Sigríður segir Lilju í engu hafa svarað spurningum um hvernig hægt væri að ráðast í takmarkalaust skólahald í haust og bætir því við að fulltrúar Kennarasambands Íslands hafi einnig setið fundinn og fengið þau skilaboð að ráðgert væri að skólahald færi fram án takmarkana. „Staðan þá var hin sama í samfélaginu og hún er núna fimm dögum síðar. Stefna ríkisstjórnarinnar er hins vegar önnur. Þessi vinnubrögð eru öllum vond og með nokkrum ólíkindum - og það eru óheilbrigð skilaboð til skólabarna að undirbúningur sé ekki meiri en þetta,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. 3. ágúst 2021 19:01 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. 3. ágúst 2021 19:01