Loftslagsskýrslan sýni að markmið þjóða duga ekki til Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2021 12:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir skýrsluna áhyggjuefni. vilhelm gunnarsson Ný og svört skýrsla um loftslagsmál sýnir að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér dugi ekki til þess að halda hnattrænni hlýnun innan marka Parísarsamkomulagsins. Þetta er mat forsætisráðherra sem segir stjórnvöld þurfa að fara yfir sín markmið í loftslagsmálum. Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í fyrradag og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna lýsa yfir áhyggjum og segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, skýrsluna afgerandi um að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér duga ekki til. „Þessi skýrsla er algjörlega afgerandi með það að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér þau duga ekki til. Þau duga ekki til þess að ná þeim markmiðum sem við höfum sammælst um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu og ef við bara horfum á þau markmið sem eru núna í gildi þá erum við samt að horfa á þriggja gráðu hlýnun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Stórlosendur þurfi að taka þátt Það sé afgerandi niðurstaða skýrslunnar að loftslagsbreytingar séu beintengdar við mannana verk. „Þetta er mjög mikilvæg brýning og kallar á það bæði að íslensk stjórnvöld fari yfir sín markmið og hvað við getum gert betur en auðvitað kallar hún líka á að þessar stóru þjóðir og stórlosendur, stórfyrirtæki taki þetta til sín.“ Alþjóðasamstarf mikilvægt Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir alþjóðasamstarf og skuldbindingu þjóða lykilinn að árangri. Ríkisstjórnin sé með metnaðarfull áform. „En til þess að það gerist eitthvað raunverulegt vegna þeirrar ógnar sem birtist okkur í þessari skýrslu þá þurfa auðvitað stóru mengunarvaldarnir í heiminum að skuldbinda sig og taka þátt. Þess vegna segi ég að alþjóðasamstarf og þátttaka okkar í því að deila góðum hugmyndum, góðri reynslu, þekkingu og taka upp hér á landi líka það sem reynist vel annars staðar það held ég að muni skila okkur lengst,“ sagði Bjarni Benediktsson. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir tækifæri til að snúa stöðunni við og nefnir grænar fjárfestingar. „Þar getum við lagt bæði mjög góða hluti hér inn á Íslandi en jafnvel til hjálpar heiminum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í fyrradag og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna lýsa yfir áhyggjum og segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, skýrsluna afgerandi um að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér duga ekki til. „Þessi skýrsla er algjörlega afgerandi með það að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér þau duga ekki til. Þau duga ekki til þess að ná þeim markmiðum sem við höfum sammælst um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu og ef við bara horfum á þau markmið sem eru núna í gildi þá erum við samt að horfa á þriggja gráðu hlýnun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Stórlosendur þurfi að taka þátt Það sé afgerandi niðurstaða skýrslunnar að loftslagsbreytingar séu beintengdar við mannana verk. „Þetta er mjög mikilvæg brýning og kallar á það bæði að íslensk stjórnvöld fari yfir sín markmið og hvað við getum gert betur en auðvitað kallar hún líka á að þessar stóru þjóðir og stórlosendur, stórfyrirtæki taki þetta til sín.“ Alþjóðasamstarf mikilvægt Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir alþjóðasamstarf og skuldbindingu þjóða lykilinn að árangri. Ríkisstjórnin sé með metnaðarfull áform. „En til þess að það gerist eitthvað raunverulegt vegna þeirrar ógnar sem birtist okkur í þessari skýrslu þá þurfa auðvitað stóru mengunarvaldarnir í heiminum að skuldbinda sig og taka þátt. Þess vegna segi ég að alþjóðasamstarf og þátttaka okkar í því að deila góðum hugmyndum, góðri reynslu, þekkingu og taka upp hér á landi líka það sem reynist vel annars staðar það held ég að muni skila okkur lengst,“ sagði Bjarni Benediktsson. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir tækifæri til að snúa stöðunni við og nefnir grænar fjárfestingar. „Þar getum við lagt bæði mjög góða hluti hér inn á Íslandi en jafnvel til hjálpar heiminum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira