Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2021 22:31 Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu. Tveir ráðherrar til viðbótar hafa lagt áherslu á að skoða þurfi reglur um sóttkví ef samfélagið á ekki að lamast þegar skólarnir hefjast. Um sjö hundruð börn eru í sóttkví nú þegar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að markmiðið hefði ávallt verið að lágmarka áhrif sóttvarnaaðgerða á skólastarf. Því þyrfti að skoða framkvæmd sóttkvíar og hraðprófa til að halda í við þá stefnu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að taka þurfi þetta fyrirkomulag til endurskoðunar til að halda samfélaginu gangandi. Þórdís segir veiruna það víða í samfélaginu að með núverandi framkvæmd mun stór hópur fólks þurfa að vera í sóttkví á hverjum tíma. „Mér finnst það eðlileg vangavelta að spyrja sig að því hvernig við ætlum að glíma við það og því þurfum við að svara,“ segir Þórdís. Sigurður Ingi sagði sömuleiðis að skoða þyrfti hvort hætt yrði alveg við sóttkví fullbólusettra. Spurð út í þessi ummæli Sigurðar um sóttkví fullbólusettra svarar Þórdís: „Hann var þarna að viðra sínar skoðanir og ég get alveg tekið undir þær.“ Hún vill einnig skoða notkun hraðprófa sem eru notuð víða um heim. „Við erum einfaldlega komin á þann stað að við hljótum líta til annarra verkfæra til að geta komist í eðlilegt líf en samt sem áður lifað með því að þarna er faraldur og veira sem við þurfum að hafa einhverja vitneskju hvar hún er og hvaða áhrif hún hefur. Hraðpróf er bara enn eitt verkfærið sem við eigum að sjálfsögðu að nota.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Sjá meira
Tveir ráðherrar til viðbótar hafa lagt áherslu á að skoða þurfi reglur um sóttkví ef samfélagið á ekki að lamast þegar skólarnir hefjast. Um sjö hundruð börn eru í sóttkví nú þegar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að markmiðið hefði ávallt verið að lágmarka áhrif sóttvarnaaðgerða á skólastarf. Því þyrfti að skoða framkvæmd sóttkvíar og hraðprófa til að halda í við þá stefnu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að taka þurfi þetta fyrirkomulag til endurskoðunar til að halda samfélaginu gangandi. Þórdís segir veiruna það víða í samfélaginu að með núverandi framkvæmd mun stór hópur fólks þurfa að vera í sóttkví á hverjum tíma. „Mér finnst það eðlileg vangavelta að spyrja sig að því hvernig við ætlum að glíma við það og því þurfum við að svara,“ segir Þórdís. Sigurður Ingi sagði sömuleiðis að skoða þyrfti hvort hætt yrði alveg við sóttkví fullbólusettra. Spurð út í þessi ummæli Sigurðar um sóttkví fullbólusettra svarar Þórdís: „Hann var þarna að viðra sínar skoðanir og ég get alveg tekið undir þær.“ Hún vill einnig skoða notkun hraðprófa sem eru notuð víða um heim. „Við erum einfaldlega komin á þann stað að við hljótum líta til annarra verkfæra til að geta komist í eðlilegt líf en samt sem áður lifað með því að þarna er faraldur og veira sem við þurfum að hafa einhverja vitneskju hvar hún er og hvaða áhrif hún hefur. Hraðpróf er bara enn eitt verkfærið sem við eigum að sjálfsögðu að nota.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent