Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2021 22:31 Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu. Tveir ráðherrar til viðbótar hafa lagt áherslu á að skoða þurfi reglur um sóttkví ef samfélagið á ekki að lamast þegar skólarnir hefjast. Um sjö hundruð börn eru í sóttkví nú þegar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að markmiðið hefði ávallt verið að lágmarka áhrif sóttvarnaaðgerða á skólastarf. Því þyrfti að skoða framkvæmd sóttkvíar og hraðprófa til að halda í við þá stefnu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að taka þurfi þetta fyrirkomulag til endurskoðunar til að halda samfélaginu gangandi. Þórdís segir veiruna það víða í samfélaginu að með núverandi framkvæmd mun stór hópur fólks þurfa að vera í sóttkví á hverjum tíma. „Mér finnst það eðlileg vangavelta að spyrja sig að því hvernig við ætlum að glíma við það og því þurfum við að svara,“ segir Þórdís. Sigurður Ingi sagði sömuleiðis að skoða þyrfti hvort hætt yrði alveg við sóttkví fullbólusettra. Spurð út í þessi ummæli Sigurðar um sóttkví fullbólusettra svarar Þórdís: „Hann var þarna að viðra sínar skoðanir og ég get alveg tekið undir þær.“ Hún vill einnig skoða notkun hraðprófa sem eru notuð víða um heim. „Við erum einfaldlega komin á þann stað að við hljótum líta til annarra verkfæra til að geta komist í eðlilegt líf en samt sem áður lifað með því að þarna er faraldur og veira sem við þurfum að hafa einhverja vitneskju hvar hún er og hvaða áhrif hún hefur. Hraðpróf er bara enn eitt verkfærið sem við eigum að sjálfsögðu að nota.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Tveir ráðherrar til viðbótar hafa lagt áherslu á að skoða þurfi reglur um sóttkví ef samfélagið á ekki að lamast þegar skólarnir hefjast. Um sjö hundruð börn eru í sóttkví nú þegar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að markmiðið hefði ávallt verið að lágmarka áhrif sóttvarnaaðgerða á skólastarf. Því þyrfti að skoða framkvæmd sóttkvíar og hraðprófa til að halda í við þá stefnu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að taka þurfi þetta fyrirkomulag til endurskoðunar til að halda samfélaginu gangandi. Þórdís segir veiruna það víða í samfélaginu að með núverandi framkvæmd mun stór hópur fólks þurfa að vera í sóttkví á hverjum tíma. „Mér finnst það eðlileg vangavelta að spyrja sig að því hvernig við ætlum að glíma við það og því þurfum við að svara,“ segir Þórdís. Sigurður Ingi sagði sömuleiðis að skoða þyrfti hvort hætt yrði alveg við sóttkví fullbólusettra. Spurð út í þessi ummæli Sigurðar um sóttkví fullbólusettra svarar Þórdís: „Hann var þarna að viðra sínar skoðanir og ég get alveg tekið undir þær.“ Hún vill einnig skoða notkun hraðprófa sem eru notuð víða um heim. „Við erum einfaldlega komin á þann stað að við hljótum líta til annarra verkfæra til að geta komist í eðlilegt líf en samt sem áður lifað með því að þarna er faraldur og veira sem við þurfum að hafa einhverja vitneskju hvar hún er og hvaða áhrif hún hefur. Hraðpróf er bara enn eitt verkfærið sem við eigum að sjálfsögðu að nota.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira